Þetta birtist í Fréttablaðinu á laugardaginn í lesendur spyrja Ásthildi Helgadóttir.

Brandararkallinn sem sendi þetta inn má vinsamlegast gefa sig fram því ég verð nú að viðurkenna að þetta var helvíti fyndið að þetta skuli hafa birst í sjálfu blaðinu líka.
Mér til sönnunar get ég sagt að allir sem þekkja mig vita alveg að ég myndi aldrei og þá meina ég aldrei segjast vera frá Reykjavík eins og stendur þarna.
Fólkið í vinnunni skemmti sér alla vega konunglega að gera grín af mér í hádeginu.
Kveðja
Þessi huggulegi...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli