19.4.06

Páskarnir

Páskarnir voru mjög góðir og maður náði að gera heilmikið. Eins og áður hefur komið fram þá fóru ég og Ívar norður til Akureyrar á skíði.

Við náðum alveg 3 og hálfum tíma á skíðum á fimmtudaginn í fínu færi og veðri og það sem betra var engar raðir. Fimmtudagskvöldið var rólegt þar sem það var horft á The Adventures of Ford Fairlane. Hún var nú betri í minningunni en alveg hægt að hlæja hvað hún var hallærisleg.

Föstudagurinn var tekinn snemma enda alveg stórkostlegt veður úti. Vorum mættir með fyrstu mönnum upp í fjall og náðum góðum tveimur tímum áður en fjallið fylltist alveg. Talað var um 5000 manns í fjallinu enda eitt besta veður á staðnum í mörg ár. Hinni kom svo og náði í okkur upp í fjall og var farið í góðan hádegismat á meðan mesta ösin var.
Ívar datt svo nokkuð harkalega tvisvar þegar við vorum mættir aftur upp í fjall og hættum við þá enda færið orðið nokkuð slæmt.

Um kvöldið var svo farið á KEA í brilliant mat til Hinna og svo á djammið svo var nú bara helvíti gaman.

Sem sagt snilldarferð og myndirnar koma vonandi bráðlega inná netið.

Þá fór ég og Anna einnig upp í sumarbústað sem var mjög gott að venju.

Þannig að páskarnir mínir fá topp einkunn enda algjör brilli.

Engin ummæli: