12.4.06

Umferð og hálfvitar

Íslendingar geta verið ótrúlega dónalegir í umferðinni. Ekki að ég viti mikið um umferðarmenningu annara þjóð en ekki get ég ímyndað mér að hún sé jafn slæm og gerist hér.
Ég var að hjóla heim úr vinnunni á mánudaginn þegar ég var kominn að Bústaðarveginum þurfti ég að stoppa við gangbraut til að komast yfir. Er það ekki umferðarreglunum að bílar eigi að stoppa fyrir "gangandi" umferð, ég held það.
Allavega þegar svona tveir bílar eru búnir að bruna framhjá án þess að stoppa þá fer ég að gera mig líklegan að komast yfir götuna og set hjólið ansi nálægt gangstéttinni til að sýna að ég ætla yfir og vitið menn, þá er flautað á mig um leið og keyrt er framhjá!!! Hvernig dirfist þér félagi að reyna að komast yfir þegar ég er að drífa mig úr vinnunni hefur ökurmaðurinn(konan) hugsað.
En það var ekki nóg með það heldur keyrðu einhverjir 10 bílar í viðbót framhjá meðan ég stöð þarna með uppréttar hendur í mótmælaskyni.
Og loksins þegar kom rautt á nærliggjandi ljósi þá var einhver ökumaður svo vingjarnlegur að stoppa fyrir mér.

Svona er ísland í dag.

Engin ummæli: