29.1.07

Veikindi

Mikilil fjör helgi að ljúka hérna í Moholti. Kári var veikur alla helgina með 38,5 stiga hita, voðalega lítill strákur sem þurfti að sinna mikið. Þannig að ekkert varð af skíðferðinni upp í Vassfjellet og í staðin var ekki farið út úr húsi.

Ég hélt nú að maður gæti nú ekki smitast af svona litlum manneskjum en ég virðist hafa náð mér í veikindin frá litla manninum. Ég er búin að snýta af mér nefinu og ekki fær maður svo neina aumkun frá hjúkkunni á heimilinu. Maður þarf að vera með 40°+ stiga hita og ælandi blóði til að ná athygli hennar. Ekki taka mark á henni í comment kerfinu.

Skiptum aðeins um gír. Á föstudaginn var horft á eina hræðilega, The New World með Colin Farrel, úff. Fyrstu klst er einhvers konar ljóðalestur yfir einhverjum leiðindum. Mæli eindregið ekki með þessari mynd, hún fær 3 stjörnur í mínum bókum (þeas af 10).

24.1.07

Snjór og ljósmyndun

Prufaði í fyrsta skipti "nætur" myndatöku í gærkvöldi. Fór út með þrífótinn og skaut nokkrar myndir. Afraksturinn er hérna fyrir ofan.

Það er búið að snjóa mjög mikið hérna í Þrándheimi seinustu daga og er allt á kafi. Þegar við vorum að fara í barnasund í gær þá ætlaði ég ekki að finna bílinn útá stæði því það var snjór yfir 80% af bílnum. Ætli það hafi ekki verið svona 20 cm nýfallinn snjór ofan á bílnum, og það eftir einn dag.

Það var svo ekki snjór í dag heldur heiðskýrt og mjög kalt, þetta var því kjörið tækifæri í að hlaupa út með myndavélina og taka nokkrar myndir. Hérna eru tvær úr þeirri ferð, þær eru teknar rétt fyrir ofan íbúðina okkar.


Þá setti ég nýjar myndir inná flickr. Þetta eru myndir frá ferð til Frøyja sem ég fór í með einu faginu sem ég er í. En Frøyja er eyja á vesturströndinni í ca. 3 klst aksri frá Þrándheimi.
Hérna er linkur á þessar myndir.

23.1.07

22.1.07

Yfirvikt?

Ég held að það sé alveg hægt að uppljóstra því hérna á veraldarvefnum að nú er þyngdin í sögulegu hámarki hjá mér (eða var það um jólin).
Þannig að þeir sem hafa heyrt sögur um J-ö rassinn í mínu "stærsta" ástandi, sem var fyrir 4 árum síðan, geta núna séð þetta með eigin augum því nú er ég þyngri en þá. En spurning hvort að öll þessi hjólamennska láti mig núna fá bumbu í staðinn, ekki J-ö rass :).

Nú get ég ekki hætt að borða nammi eða hætta að drekka gos eins og ég gerði forðum daga þannig að nú ákvað ég að hætta í snakkinu og kannski minnka bjórinn. Helvíti slæmt það en eitthvað verður maður að gera.

Þá fór ég í minn fyrsta bolta hérna í Norge, þetta var opinn tími og ég skellti mér með Nonna. Þetta var bara helvíti gaman og flottur vinnubolta standar á þessu. Annars þarf maður að vera duglegur að fara í þennan bolta og kannski að fara lyfta og hlaupa, aldrei að vita. Maður er nefnilega kominn með kort í NTNUi og kostaði hálft ár heilar 300 kr norskar eða ca. 3300 kr.

Nóg í bili, Jack Bauer bíður...ha det

21.1.07

Snjór

Það hlaut að koma að því að snjórinn myndi koma hérna í Noregi. Núna er snjórinn búinn að vera í meira en viku og allt er á kafi, eins og það á að vera. Í tilefni þess fór fjölskyldan í bíltúr upp að skíðasvæði Þrándheimsbúa, Vassfjellet. Svæðið virkar mjög fínt og hlakka ég mjög mikið að komast á skíði (en því miður eru skíðin okkar eru ennþá á Íslandi). Kíktum svo einnig á skíðastökkpall hérna í Þrándheimi og er alveg óhætt að segja að ég myndi seint treysta mér í þetta sport, þetta virkar ekki svona helvíti bratt í sjónvarpinu.

Búin að horfa á tvær myndir um helgina. Á föstudag horfðum við á Mission Impossible III og var það bara ágætis hasarmynd (ef maður sleppir því að velta sér upp úr einkalífi Tom Cruise þessa stundina). Í gær var svo horft á “Íslendinga” myndina Hostel. Mjög subbuleg mynd en alveg ágætur spennutryllir. Held að Eyþór Guðjónsson sé ekkert að fara vinna óskarinn á næstunni.

Niðurstaða:
Mission Impossible: 6
Hostel: 5

20.1.07

2007

2007 gengið í garð eins og flestir ættu að vera búnir að átta sig á. Hef verið latur að koma mér af stað í blogginu eftir langt og gott jólafrí heima. Allt komið á fullu í skólanum og er ég að reyna að einbeita mér af því.

Það er fullt af frétta af Kára og ég ætla að benda fólki á barnalandssíðuna hans, þar sem móðir hans er mjög dugleg að skrifa og setja inn myndir.
http://www.kariorvarsson.barnaland.is/
Fólki sem enn vantar aðgang getur sent tölvupóst á mig: orvars@gmail.com eða annahardar@gmail.com

Annars er það að frétta að Ívar og Auður voru að eignast lítinn strák 17. jan. Ég er auðvitað marg búinn að óska þeim til hamingju og vildi ég óska þess að geta verið á landi til að sjá Örvar Ívarsson í eigin persónu, læt netið þó duga í bili.

Fer svo vonandi að taka mig á í myndasíðunni, það er bara svo margar myndir, meira en mánuður sem á eftir að koma þarna inn. En maður reynir.

Við skulum þá segja að ég sé kominn af stað og þá má vænta fleiri frétta og stöðugri fréttaþjónustu frá Þrándheimi.