13.8.07

Leikskólastrákur

Það var stór dagur í lífi Kára í dag. Hann byrjaði nefnilega á leikskóla í dag, eins árs og eins vikna. Var bara tvo tíma í dag ásamt mömmu sinni en allt gekk mjög vel og hann fór strax að leika sér við börnin sem voru á leikskólanum. Ekki mikil hræðsla í mínum manni. Tíminn á leikskólanum verður síðan alltaf aukinn út vikuna og eftir hana ætti hann sem sagt að geta verið á leikskólanum frá 7:30 til 4:30, hvorki meira né minna.

Á myndinni er drengurinn orðinn óþreyjufullur í að komast á leikskólann, gengur ekki að vera ennþá að hanga inni kl. 10!

Engin ummæli: