
Held áfram að koma með tónlist frá Kanada, nú eru það The New Pornographers sem eru að fara gefa út Challengers núna í ágúst. Platan er reyndar ekkert stórkostleg en það eru góð lög inná milli. Hérna er eitt sem kemur til greina á topp 10 á árinu og er mjög hresst sumarlag. Gott í sólinni í Þrándheimi, veit reyndar ekki hvernig það fer í rigningunni á Íslandi.
The New Pornographers - My Rights Versus Yours
Gaman væri nú að vita ef einhver hefur gaman af þessu og ef svo er hvað þeim finnst nú um lögin, Uncle G hrósði nú mér fyrir Tegan & Sara!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli