Ekki vorum við heppin með veður því þegar lagt var af stað var mikið rok hérna í Þrándheimi (sem er óvanalegt) og einnig þegar við komum til Åre. Leiðin sjálf var falleg á köflum þó svo að stór hluti leiðarinnar hafi maður verið að keyra í trjágöngum (ef þið fattið hvað ég meina).
Gaman að koma í þennan skíðabæ en gáfum okkur ekki mikin tíma í að skoða bæinn vegna veðurs. Maður er orðinn of góður vanur þegar maður er farinn að kvarta yfir smá roki.
En núna getum við loks kallað okkur alvöru Norðmenn. Búin að fara yfir til Svíþjóðar í innkaupaleiðangur. 3 kg af kjúklingabringum, 3 svínalundir, 1 nautalund, stór skinka, beikon, ostur og ekki má gleyma áfenginu, 6 léttvín og kassi af bjór. Ágætis árangur þó svo að gróðinn hafi fokið í burtu þegar ég fékk stöðumælasekt fyrir að leggja bílnum fyrir utan húsið allan nóttina, alveg glatað.
En nóg í bili
Engin ummæli:
Skrifa ummæli