16.8.07

Áhorf sumarsins

Því miður hef ég ekki horft á margar góðar myndir í sumar. Hérna eru þær nýjustu sem ég hef séð.

The Last King of Scotland (2006)
Frábær mynd byggð á raunverulegum atburðum. Forest Whitaker er frábær sem Idi Amin. Mæli hiklaust með þessari.
Einkunn: The Last King of Scotland fær 8

Shooter (2007)
Horfði á þessa þegar Anna var á kvöldvakt. Flott AST (allt sprent í tætlur) mynd en ekki horfa á hana með frúnni.
Einkunn: Shooter fær 7

Hannibal Rising (2007)
Sæmileg mynd en kemst ekki nálægt fyrri myndunum um Hannibal.
Einkunn: Hannibal Rising fær 6

Spider-Man 3 (2007)
Kláruðum þessa í vikunni og varð fyrir nokkrum vonbrigðum þó svo að ég hafi verið varaður við. Þetta dans atriði út á götu er eitt það versta í kvikmyndsögunni (ásamt einu atriði í The Sweetest Thing). Þá var einnig sorglegt að sjá Spider stökkva og lenda fyrir framan 100 fm (fermetra) Bandarískan fána, úff hvað það var slæmt. Eigum við að fara eitthvað útí Tobey Maguire að reyna að vera cool eða vondur.
Hver var svo vondi kallinn í þessari mynd?
Ekki ánægður með hana þó svo að tæknibrellur og hasaratriðin hafi verið flott.
Einkunn: Spider-Man 3 fær 5

88 Minutes (2007)
Al Pacino ekki að gera góða hluti með að leika í þessari mynd. Allt gert til að þú "fattir" ekki plottið á kostnað myndarinnar. Var bara einhvernveginn ekki að virka.
Einkunn: 88 Minutes 5

Catch and Release (2006)
Ætlaði að vera góður við Önnu og horfa á eina rómantíska gamanmynd. Í stuttu máli var þessi hvorugt rómantísk né fyndin á neinn hátt, algjör leiðindi. Veit ekki hvað Kevin Smith er að spá stundum, og svei mér þá ef Jennifer Garner sé ekki farinn að fara jafn mikið í taugarnar á mér eins og Cameron Diaz.
Einkunn: Catch and Release 3

Þetta er allt í bili, lét svo vita hvað þið eigið að forðast þegar ég er búinn að horfa á eitthvað nýtt.

Engin ummæli: