4.1.08

Gleðilegt nýtt ár

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla.

Allir gestir farnir og tekur því hversdagsleikinn brátt við. Frábær jól og áramót að baki og alveg hreint út sagt frábært að vera með svona góða gesti í heimsókn yfir hátíðirnar.

Því má búast við að það lifni aðeins við hérna á blogginu og ætlaði ég nú alltaf að koma með fullt af listum um allt það besta á árinu. Plötur, lög og bíómyndir og aldrei að vita nema að maður komi með smá áramótapistil.

En það gerist nú ekki mikið núna og ætla ég því bara að segja þetta gott í bili. Kveðja frá Þrándheimi.

Engin ummæli: