1.2.08

Skíðaferð til Lillehammer

Þá er loksins komið að skíðaferðinni til Lillehammer. Búinn að bræða ofan í skíðin og ættu þau að vera í nokkuð góðu standi, bíll búinn að fara í fokdýra smurningu og þá er bara að henda fötunum í töskuna og þá er allt tilbúið.

Á morgun verður ferðinni heitið í vikuferð til Hafjell sem er aðal skíðasvæðið "í" Lillehammer (15 km fyrir utan Lillehammer). Þar munum við hitta 11 manna hóp frá Íslandi og munum við gista í þessari hyttu sem er auðvitað í miðri hlíðinni. Held að aðstæður gætu ekki litið betur út, varðandi snjó og aðstæður í fjallinu. En svo er alltaf spurning hvað við verðum heppin með veður.

Svona til að gera skíðafólk öfundsjúkt þá er hægt að finna allar upplýsingar um Hafjellet hér:
http://www.hafjell.no/en/

Hafjell, her kommer vi...víííí

Engin ummæli: