18.6.02

Sjó kajak

Svaka helgi!!! Það var farið á sjókajak á Stykkishólmi, skoðaðar voru eyjur og dýralíf á þeim, mjög gaman. Einnig var farið á listarsýningu á einni eyjunni, hversu menningarlegt er að mæta á kæjak á listasýningu?
Um kvöldið var farið að Ölkeldu á sunnanverðu Snæfellsnesi og gist þar. Það var svo engin ölkelda þarna, þornuð upp!!!
Á sunnudaginn var farið í göngutúr á Eldborg, mjög flott og svo var farið í klettaklifur í Gerðubergi.
Við ætluðum svo í náttúrulegan heitapott en þá var einhver bóndadurgur sem var búinn að setja einhverjar fáránlegar reglur!! Sem ég nenni ekki að fara útí!!
Þá var bara farið í venjulegan pott og brunað heim!!!!
Mjög góð helgi

13.6.02

Ragnan 0 - TLC 3

Ekki leiðilegt að vinna þessa helvíts..... Gaman gaman, vinna fyrsta leik. Vorum heppnir að fá ekki á okkur mark í fyrri hálfleik. Dómarinn var þeirra 12 maður og við fengum varla aukaspyrnu á meðan þeir fengu þær á færibandi. Það var semsagt dómarinn og lélegur leikur hjá okkur í fyrri hálfleik. Þannig að staðan var 0-0 í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik, var eins og nýtt lið hafi komið inná eða kannski voru þeir bara svona lélegir. Sverrir Steinn setti tvö og Viddi eitt. Jóhannes klúðri færi leiksins þeagar ég gaf á hann fyrir opnu marki, boltinn fór yfir. Þá klúðri Óli Steph líka 2-3 færum. En góður seinni hálfleikur hjá TLC og við tökum þessa pappakassa í nefið.

Þrjú stig hjá okkur og einnig byrjum við með sigri í fyrsta leik, mjög mikilvægt

12.6.02

Ragnan vs. TLC

Jæja þá er það fyrsti leikurinn í Utandeildinni í ár. Ég er búinn að vera eitthvað veikur en ég held að ég nái að hrista þetta af mér fyrir kvöldið. Ég set 1 mark og við vinnum 2 - 4, vonandi.

Allir að mæta á völlinn, laugardalur kl.20:00.

BANDITS og HM í knattspyrnu

Tók eina ræmu í gær, Bandits með Bruce Willis og Billy Bob. Voða róleg mynd með ágætu plotti. Gerist ekki mikið alla myndina.

Annars eru Frakkar og Argentína dottin út úr HM og farin heim. Þannig að ég sem tippaði á Argentínu sem heimsmeistara og Crespo sem markaskorara, þannig að ég vinn ekki neitt, DJÖFULSINS.

En áfram DANMÖRK

10.6.02

Vinna og penge...

Ekkert merkilegt að gerast.

Er að reyna að taka mig á í að blogga, þarf maður þá endilega að skrifa eitthvað merkilegt?

Fékk útborgað í dag og gat loksins borgað alla reikningana sem voru hangandi yfir mér, nú fæ ég enga handrukkara frá TLC og EuroCard. Þar er nú gott mál, fæ að halda hnéskeljunum mínum heilum :)

Takk fyrir það

9.6.02

SUMAR

Jæja núna er komið sumar og ætli maður fari ekki að reyna að skrifa eitthvað misgáfulegt hér á blogginu.

Það sem hefur verið að gerast er að horfa á HM, drekka bjór og vinna. Er þetta ekki yndilegt líf.

Núna er ég reyndar að hugsa um að fara að minnka drykkjuna aðeins, taka mér frí næstu helgi. Reyna að koma mér og konunni í ferðalag.

Annars gekk bara mjög vel í prófunum, náði öllum með glæsibrag, jíhúúúú!

11.5.02

Er að verða búið

Nú fara þessi próf að verða búin, ég hef ekki nennt að skrifa mikið í prófunum því það er kannski ekki neitt merkilegt að gerast.

Búinn með Vatns og hitaveitu, Reiknilega aflfræði, Steinsteypuvirki og mat á umhverfisáhrifum. Er að fara í stægr.IID á þriðjudaginn, þá er ég loksins búinn.

Enska deildin er að klárast og Arsenal vann hana, það er gott að það var nú ekki Manutd. Annars ef Liverpool vinnu Ipswich í dag þá lenda þeir í öðru sæti, fyrir ofan Man utd. HAHAHAHAHAHA. Bara gaman af því, jæja stærðfræðin býður, svaka fjör.

16.4.02

Læri læri læri

Búinn að vera gera Vatns & hitaveituverkefni alla helgina, búinn að prenta þetta helvíti út. Þannig að engu verður breytt núna.

13.4.02

AÐALFUNDUR

Ég fór á aðalfund Naglanna í gær, sem er félag u&b. Árni, Atli og Arnheiður voru valin sem formaður, gjaldkeri og ritari. Man ekki hvað vísindafólkið hét. Vorum í skemmtanahúsinu sem Benedikt Erlingsson leikari á.
Mikil drukkið og mikið gaman.

10.4.02

Djöfull

Jæja þá er vonin um að Liverpool og Man.utd mætast í undan úrslitum meistaradeildina úti. Þá vonum við bara eftir því að Deportivo vinni man utd. Er það ekki?

8.4.02

HIT

Leikir: 09.04.02-11.04.02
B. Leverkusen vs. Liverpool
Barcelona vs. Panathinaikos
Man Utd vs. Deportivo
Real Madrid vs. Bayern Munich
Blackburn vs. Chelsea
Metz vs. Sedan
AC Milan vs. Dortmund
Feyenoord vs. Inter Milan

Leikir: 13.04.02-14.04.02
Aston Villa vs. Leeds
Middlesbrough vs. Arsenal
Fulham vs. Chelsea
Kaiserslautern vs. Dortmund
Fiorentina vs. Lazio
PSV vs. Feyenoord
W. Bremen vs. Schalke 01
Marseille vs. PSG

Þið getið svo séð gang mála á ekth

7.4.02

Helgin og skatturinn

Jæja þá er helgin búin, frekar róleg helgi. Var að spila með TLC við Almenna fótboltafélagið, eitthvað svoleiðis, við vorum miklu betri og áttum að skora nokkur mörk. Það gekk þó ekki og fengum á okkur 2 mörk úr einu færi. Ég átti að setja eitt þegar ég komst einn í gegn en tók með vinstri og markvörðurinn varði, Hjalti, Addi og Ægir áttu allir líka að setja eitt. Þá hefði Halli mátt skora í hitt markið í staðinn fyrir að skora í okkar!
Nóg um FOOTBALL, fór í bíó í gær á 51st State með Samma Jackson, fín ræma þar á ferð. Ekki er það verra að Robert Carlyle var í LIVERPOOL búning alla myndina.
Fín mynd og fær 3 og hálfa hjá mér.

Var að ljúka við að gera skattinn. Loksins Loksins fæ ég eitthvað til baka. Á von 80.000 þús.kr. MONEY MONEY MONEY
Jæja, verð að halda áfram að gera Vatns & hitaveitu.
Later

4.4.02

Tekk vs. TLC

Vorum að spila æfingleik í gær við Tekk. Það vantaði 2 menn hjá okkur þannig að við þurftum að fá tvo lánaða hjá þeim, svo meiddist Trausti þannig að við vorum komnir með þrjá lánsmenn. Þetta endaði með að við töpuðum 5-2, eitthvað svoleiðis. Menn voru ekki að taka þessu neitt voðalega alvarlega.
Annars klúðraði Æ9ir færi dauðans og einnig átti ég að setja eitt. Þá skorðuð þeir eitt rosamark, svipað og Beckham skoraði á móti Deportivo.

Annar er æfing í kvöld og annar æfingaleikur á morgun.

Full í gangi

3.4.02

Svaka fjör

Það var svaka fjör á The Strokes í gær á Brodway. Ég hef sjaldan séð eins mikið að fólki þarna inni. Veit ekki hvað voru margir, en það var alveg pakkað.

Þeir tóku flest lögin af plötunni sinni "Is this it" og nokkur ný lög.

2.4.02

The Strokes

Jæja, þá er komið af því, menn ætla að skella sér á The Strokes í kvöld á Brodway. Verður svaka stuð að sjá Julian Casablancas!

Sjáumst þar í kvöld.