18.11.03

Púff!

Ennþá þreyttur eftir helgina! Djöfull getur maður verið mikill aumingi! Þreyttur á þriðjudegi er nafnið á laginu í dag!

Annars var þetta fín helgi! Ég og Kiddi horfðum á Idol á föstudaginn og auðvitað komst Njálulónerinn (Dr. Gunni kallar hann það :)) og Tinna Marína áfram! Ekki spurning! Kíkti svo niður í vinnu á Bítlakvöld en það er ekkert sérlega gaman að vera edrú á vinnu djammi!

Þá fór ég í innflutningspartý til Kidda og Laufeyjar (bróðir Önnu, sko Kiddi) og var það mjög gaman. Íbúðin mjög flott og svona en soldið langt í burtu (í Mosó) Leigubíllinn var samt ódýrari en ég hélt! Fórum á Felix og vorum þar allt kvöldið! Hitti meðal annars Sigga Grétar, Gumma Ingvars og Agnar sem allir voru gríðar hressir!

Sunnudagurinn fór í lítið annað en að vera nett "þreyttur" og horfa á hina ömurlegu Charlie's Angels: Full Throttle en það er bara léleg bíómynd! Subwayinn lagaði "þreytuna" aðeins og var ekki mikið gert þennan dag! Horfði svo á Agent Cody Banks en hún var ágæt fyrir ástandið sem maður var í! Þetta er svona barna spæjaramynd fyrir svona 12 ára krakka en Frankie Muniz leikur Cody Banks en hann er þekktari sem Malcolm í Malcolm in the Middle!

Örlishar!
Charlie's Angels: Full Throttle *1/2 Örlish
Agent Cody Banks ** Örlish


Jæja ágætt í bili!



14.11.03

Idol og The Beatles

textiAlveg að koma helgi! Mjög spenntur yfir Idol í kvöld! Sigurvegarinn er í þessum hóp og hann heitir Helgi Rafn en hún Tinna Marína er einnig líkleg til að vinna þessa keppni! Þannig að það verður gaman að heyra þau syngja í kvöld!

Annars er þessi nokkuð svalur!

Annars er Bítlakvöld í vinnunni á eftir og ætla ég að kíkja á það eftir Idol! Spuluð verða Bítlalög og einhverjar getraunir og svona og svo fara allir á Nasa þar sem Bítlavinafélagið spilar! Ég ætla þó ekki á Nasa!

Annars var ég að reyna að vinna Coldplay disk í gær en ekkert gekk, djöfulsins helvítis andskoti! Þetta fokking símkerfi hjá Vodafone er drasl! Náði sambandi og svo slitnaði það alltaf eftir einhverja mínútu!

13.11.03

Rock ´n´ Roll

textiJæja loksins hefur maður eitthvað að segja! Fór á tónleika með Mínus og Brain Police á Gauknum í gærkvöldi!

Ég, Ívar og Gummi Árna ákváðum að skella okkur á 5 ára afmælistónleika þessara hljómsveita! Vorum nokkuð seinir þar sem við vorum í fótbolta til kl. 11 en við vorum komnir svona 11:30! Náðum seinasta laginu með Brain Police og voru þeir bara nokkuð góðir! Samt nokkuð fúlt að missa næstum alveg af þeim!

Næst var komið að Mínus! Þeir voru helvíti flottir það sem Krummi og Bassafanturinn voru í essinu sínu berir á ofan og í einhverjum öðrum heimi en við lifum í! Þetta var nú frekar stutt gigg en samt gaman af því, sérstaklega þegar þeir tóku Nice Boys sem Guns N´ Roses tóku um árið!

Annars var Krummi (söngvari, sonur Bjögga Halldórs) frekar slappur, skyldist lítið af því sem hann söng og sagði á milli laga! En hann bætir það upp með mjög líflegri sviðsframkomu!

Það var nokkuð skondið að Gummi Árna skildi koma með þar sem hann er nú ekki frægur fyrir að hlusta á tónlist í þyngri kantinum en hann talaði um að þetta hefði verið skemmtileg upplifun, eða allavegana upplifun!

Annars er alltaf stuð að fara sofa með skemmtilegt bíííííí í eyrunum!

12.11.03

BUS + Útvarp!

Jæja er nú í þessu að reyna að víkka út tónlistarsjónarhól minn! Er núna byrjaður að hlusta á Rás 2 og Radíó Reykjavík í vinnunni og er það góð tilbreyting frá Xinu! Þetta er allt á netinu og það er nokkuð gott, vonandi kemur Skonrokk bráðum á netið!
Þeir sem þekkja vel til Rás 2 endilega látið mig vita hvaða þættir eru skemmtilegir! Er það ekki annars bara Rokkland og Poppland!

Var að hjálpa Pabba með bílinn á mánudaginn og vitið menn! "klukkan er orðin 10 og Jón Hannes Stefánsson mun flytja fréttir" eitthvað svona og kallinn í útvarpinu! Strákurinn stóð sig bara með prýði!

Annars var ég að hlaupa úti í gær og þegar ég var rétt hjá skiptistöðinni í Kópavogi þá var strætó stopp og ég ætlaði að hlaupa yfir (var á gangbraut) nema hvað að strætó fór af stað í sama augnabliki og ég þurfti að snarstoppa til að ekki færi ílla!
Annars er þetta nú ekkert merkilegt nema hvað að þegar ég er komin góðan spöl niður Digranesveg þá heyri ég flaut! Þá var þetta strætóbílstjórinn sem var næstum búinn að keyra yfir mig, hann kíkti út um gluggann á strætó og baðs afsökunar!
Helvíti góður þessi og fær nokkrar örlisha fyrir þetta! Þannig að ekki eru allir strætóbílsjórar sendiherrar Satans komnir til jarðar til að gera mér lífið leitt!

11.11.03

10/11

Tvær fyrir eina!
"Hey, bird! Did you just see a little Hari Krishna midget, in the tree, floating, or is it me?"

"Ha! I got the knife! Now turn on the Goddamn lights!"


Annars var ég í 10/11 í Lágmúla og bara verð að segja að pasta hlaðborðið hjá þeim er bara helvíti gott, mæli með því fyrir alla sem eiga leið hjá! Kaupa lítið box og fylla það vel og þá verður maður alveg pakk saddur! Mjög gott

Annars var ég frekar ósáttur við úrslitin í survior í gær! Frekar súrt!

10.11.03

3000

Ein mjög góð í dag!
"The royal penis is clean, your highness"

Annars var smábloggarinnGuðmundur Sverrisson númer 3000 og óska ég honum til hamingju með það!
Jæja búinn í vinnunni, farinn heim, Survivour í kvöld og svona!

Fljótt að gerast!

Já þetta er fljótt að gerast! Vaknaði nokkuð þreyttur í morgun eftir að hafa verið að dreyma einhverja tóma þvælu en hvað með það, mættur í vinnuna og kíki aðeins á netið og vitið menn! 2995 hafa komið á Örlish! Þannig að það þýðir bara eitt eða 5 upp í 3000!

Auðvitað verða vegleg verðlaun í boði! Þarf auðvitað viðeigandi sannanir, eins og print screen eða álíka!

9.11.03

Fylkið?

Já það var sko sannkallað videó kvöld í gær! Í tilefni þess að Matrix Revolution sé að koma út þá var ákveðið að horfa á fyrri myndir þessa Trílógíu!
Fyrst var það Fylkið og svo Endurhlaðið fylki (bein þýðing) en þessar myndir eru betur þekktar sem The Matrix og Matrix Reloaded!
Þó svo að þetta væri í svona 10 skipit sem ég sé The Matrix þá er hún alltaf jafn góð og svo finnst mér Reloaded ekkkert mikið síðri!
Þannig að nú er maður alveg tilbúinn til að fara á Rebolution!

Aðeins út í aðra sálma! Var að taka bensín sem væri nú ekki frásögu færandi nema hvað að ég fór allt í einu að spá til hvers í andskotanum þetta skýli er fyrir ofan allar bensínstöðvar! Þetta er mjög sniðugt í útlandinu þar sem rignir lóðrétt en hér á Íslandi er þetta ekkert voða sniðugt því í svona 90% tilvika þá er nánast lárétt rigning! Þannig að það er spurning um að vera með bensín stöð þar sem væri skýli fyrir á hliðunum en ekki í loftinu! Bara hugmynd!

8.11.03

Föstudagurinn

Já eftir vinnu og æfingu var komið að IDOL
Ég ætlaði reyndar að panta Pizzu fyrir mig og Önnu á Dominos þar sem er nú megavika en þar sem það var 2 tíma bið í pizza þá ákváðum við nú bara að panta hjá Pizza höllinni og var hún bara helvíti góð! Ekki eðlilegt hvað þessar megavikur hjá Dominos eru vinsælar!

Íbbó og Audi komu í heimsókn og horfðu á Idol! Miklu betri "riðill!" heldur en var seinast og var ég nokkuð sáttur við þær sem komust áfram þó svo að ég hefði viljað fá strákinn sem söng nr.2! Hann var með góða rödd og svo má þetta ekki verða algjör stelpu keppni þó svo að þessar sem fóru áfram þessa helgi hafi fyllilega átt það skilið, annað en seinustu helgi!

Þar sem ég vann fleiri miða á The Texas Chainsaw Massacre þá komu Íbbó og Audi með á þessa snilld!
Mér fannst hún nokkuð góð þó svo að ég varð fyrir smá vonbrigðum með hversu lítið var sýnt! Í lokinn var hún orðinn smá langdregin en ég hafði gaman af þessu!
The Texas Chainsaw Massacre fær ** örlish!

Svaf svo yfir mig í morgun á æfingu en náði að mæta i tæka tíð þannig að þetta var í góðu lagi!

7.11.03

Leoncie

textiÞetta er náttúrulega bara snilld Icy Spicy Leoncie er komin með nýja plötu og heitir meistaraverkið Radio Rapist-Wrestler og er tileinkað Sigurjóni Kjartassyni!
Ef einhver á geisladisk með þessum snillingi endilega látið mig vita því þetta verður maður að eiga!

Var að skoða heimsíðuna hjá henni, nokkuð góð, klikkið á myndina neðst til hægri og þá kemur æviágripið :)

BÍÓ og IDOL

Hérna kemur ein góð
"Nobody fucks with the Jesus"

textiJá Idol í kvöld og það er búið að vísa einum keppanda frá! Fréttin er hér! Þetta re hann Arnar Þór og far vísað frá vegna brot á fjölmiðla banni!

En ég veit nú ekki alveg hvort að þetta verði eitthvað góður þáttur því maður þekkir nú ekki marga sem eru þarna, þeas hafa ekki verið kynntir áður! En samt ætla ég að horfa og að sjálfsögðu kjósa!

Þá vann ég miða á The Texas Chainsaw Massacre á Xinu og fer líklegast á hana í kvöld!

6.11.03

Nýr sófi!

Ein góð "setning" í kvikmyndagetrauninni í dag!
"My cousin Walter jerked off in public once. True story. He was on a plane to New Mexico when all of a sudden the hydraulics went. The plane started spinning around, going out of control. So, he decides it's all over and whips it out and starts beating it right there. So, all the other passengers take a cue from him and they start whipping it out and beating like mad. So, all the passengers are beating off, plummeting to their certain doom, when all of a sudden the hydraulics kick back in and the plane rights itself. It lands safely and everyone puts their pieces or whatever, you know, away and de-board. Nobody mentions the phenomenon to anyone else"

Annars var ég að fá nýja sófa! Mjög fínn, fékk hann frá Diddu, mömmu Ívars!

Annars er alltat að verða vitlaust í umræðunni um Lundarsvæðið í Kópavoginum! Vinir mínir og sumhverjir íbúar í Fossvoginum eru mjög á móti þessu, endilega tékkið á þessu hér fyrir neðan!

5.11.03

Aldrei má byggja neitt!

Allir í Fossvoginum að verða crazy yfir þessum blokkum sem eiga að koma þarna! Einhverjir hálfvitar að safna undirskriftum til að mómæla þessari byggð og á fullu að skrifa í blöðin.
Hér er frétt í mogganum og kemur fram að það kemur skuggi af þessum háhýsum! Skuggi á hvað? Það er engin hús þarna í nágrenninu sem skuggi myndi falla á og þetta svæði eins og það er í dag er alveg lokað fyrir einhverskonar útivist þannig að með tilkomu byggðar þarna þá myndi opnast fyrir svæði og væri kannski hægt að labba þarna um án þess að taka einhver rosa sveig í kringum þetta skógræktarsvæði í endanum!
Þá er einnig talað um vind í sambandi við háhýsinn þar sem einhver arkitekt var að segja að vindur myndi aukast verulega í kringum byggingarnar! Aldrei hef ég heyrt neinn kvarta yfir vindi í kringum háar byggingar þó svo að það sé nú eitthvað til í þessu þá getur það varla breitt vindi í öllum Fossvoginum!
Þannig hættið að fokking væla yfir þessum fokking svæði og þessum fokking byggingum! Þetta verður fokking fínt að opna þetta fokking svæði aðeins þó svo að það koma einhverjar fokking blokkir þarna! Þá fá fleiri að búa á fokking góðum stað eins og fokking Kópavogurinn er og ekki uppá einhverju fjalli eins og byggðin er að þróast!

Það er gott að búa í fokking Kópavogi!

Jealous?

Kvikmyndagetraunin í dag er algjör SNILLD!
"Disturbing the peace? I got thrown out of a window! What's the fuckin' charge for getting pushed out of a moving car, huh? Jaywalking?"

Jæja þeir á xinu eru aldeilis búnir að vera góðir undafarna daga! Já vitið menn tveir nýjir diskar komnir í hús :) Á föstudaginn var Brain Police dagur og vann ég nýja diskinn þeirra en hann heitir nefnilega Brain Police!
Í gær vann ég svo nýja R.E.M. diskinn sem er best of diskur! Mjög ánægður með það!

Annars er fjölskyldan í Lautasmára 16 (Ívar og Didda) algjörir snillingar því þá ætla að gefa mér gamla sófan þeirra! Takk Didda! Þannig að gamli ljóti má fara á haugana!

Snjórinn farinn sem er nú bara gott því ekki er ég kominn á vetrardekk!

4.11.03

Snjókorn fala

Kvikmyndagetraunin í dag!
My ass may be dumb, but I ain't no dumbass

Þá er kominn vetur og ég er ennþá á sumardekkjunum sléttu! Þarf að fara huga að því að kaupa mér vetrardekk! Annars held ég að vinkona mömmu eigi dekk til að selja mér en það kemur vonandi í ljós! Hvort ætti maður að kaupa með nöglum eða án dagla, spurning?

Annars er ég búinn að mæta á tvær æfingar með Breiðablik og gengur bara ágætlega! Alveg dauður í löppunum eftir að allir og allt eru búnir að sparka í þær! Voru samt frekar margir í gær eða 28 stykki! Frekar mikið og það er alveg á hreinu að þetta á eftir að verða nokkuð erfitt!