9.11.03

Fylkið?

Já það var sko sannkallað videó kvöld í gær! Í tilefni þess að Matrix Revolution sé að koma út þá var ákveðið að horfa á fyrri myndir þessa Trílógíu!
Fyrst var það Fylkið og svo Endurhlaðið fylki (bein þýðing) en þessar myndir eru betur þekktar sem The Matrix og Matrix Reloaded!
Þó svo að þetta væri í svona 10 skipit sem ég sé The Matrix þá er hún alltaf jafn góð og svo finnst mér Reloaded ekkkert mikið síðri!
Þannig að nú er maður alveg tilbúinn til að fara á Rebolution!

Aðeins út í aðra sálma! Var að taka bensín sem væri nú ekki frásögu færandi nema hvað að ég fór allt í einu að spá til hvers í andskotanum þetta skýli er fyrir ofan allar bensínstöðvar! Þetta er mjög sniðugt í útlandinu þar sem rignir lóðrétt en hér á Íslandi er þetta ekkert voða sniðugt því í svona 90% tilvika þá er nánast lárétt rigning! Þannig að það er spurning um að vera með bensín stöð þar sem væri skýli fyrir á hliðunum en ekki í loftinu! Bara hugmynd!

Engin ummæli: