8.11.03

Föstudagurinn

Já eftir vinnu og æfingu var komið að IDOL
Ég ætlaði reyndar að panta Pizzu fyrir mig og Önnu á Dominos þar sem er nú megavika en þar sem það var 2 tíma bið í pizza þá ákváðum við nú bara að panta hjá Pizza höllinni og var hún bara helvíti góð! Ekki eðlilegt hvað þessar megavikur hjá Dominos eru vinsælar!

Íbbó og Audi komu í heimsókn og horfðu á Idol! Miklu betri "riðill!" heldur en var seinast og var ég nokkuð sáttur við þær sem komust áfram þó svo að ég hefði viljað fá strákinn sem söng nr.2! Hann var með góða rödd og svo má þetta ekki verða algjör stelpu keppni þó svo að þessar sem fóru áfram þessa helgi hafi fyllilega átt það skilið, annað en seinustu helgi!

Þar sem ég vann fleiri miða á The Texas Chainsaw Massacre þá komu Íbbó og Audi með á þessa snilld!
Mér fannst hún nokkuð góð þó svo að ég varð fyrir smá vonbrigðum með hversu lítið var sýnt! Í lokinn var hún orðinn smá langdregin en ég hafði gaman af þessu!
The Texas Chainsaw Massacre fær ** örlish!

Svaf svo yfir mig í morgun á æfingu en náði að mæta i tæka tíð þannig að þetta var í góðu lagi!

Engin ummæli: