Ennþá þreyttur eftir helgina! Djöfull getur maður verið mikill aumingi! Þreyttur á þriðjudegi er nafnið á laginu í dag!
Annars var þetta fín helgi! Ég og Kiddi horfðum á Idol á föstudaginn og auðvitað komst Njálulónerinn (Dr. Gunni kallar hann það :)) og Tinna Marína áfram! Ekki spurning! Kíkti svo niður í vinnu á Bítlakvöld en það er ekkert sérlega gaman að vera edrú á vinnu djammi!
Þá fór ég í innflutningspartý til Kidda og Laufeyjar (bróðir Önnu, sko Kiddi) og var það mjög gaman. Íbúðin mjög flott og svona en soldið langt í burtu (í Mosó) Leigubíllinn var samt ódýrari en ég hélt! Fórum á Felix og vorum þar allt kvöldið! Hitti meðal annars Sigga Grétar, Gumma Ingvars og Agnar sem allir voru gríðar hressir!
Sunnudagurinn fór í lítið annað en að vera nett "þreyttur" og horfa á hina ömurlegu Charlie's Angels: Full Throttle en það er bara léleg bíómynd! Subwayinn lagaði "þreytuna" aðeins og var ekki mikið gert þennan dag! Horfði svo á Agent Cody Banks en hún var ágæt fyrir ástandið sem maður var í! Þetta er svona barna spæjaramynd fyrir svona 12 ára krakka en Frankie Muniz leikur Cody Banks en hann er þekktari sem Malcolm í Malcolm in the Middle!
Örlishar!
Charlie's Angels: Full Throttle *1/2 Örlish
Agent Cody Banks ** Örlish
Jæja ágætt í bili!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli