12.11.03

BUS + Útvarp!

Jæja er nú í þessu að reyna að víkka út tónlistarsjónarhól minn! Er núna byrjaður að hlusta á Rás 2 og Radíó Reykjavík í vinnunni og er það góð tilbreyting frá Xinu! Þetta er allt á netinu og það er nokkuð gott, vonandi kemur Skonrokk bráðum á netið!
Þeir sem þekkja vel til Rás 2 endilega látið mig vita hvaða þættir eru skemmtilegir! Er það ekki annars bara Rokkland og Poppland!

Var að hjálpa Pabba með bílinn á mánudaginn og vitið menn! "klukkan er orðin 10 og Jón Hannes Stefánsson mun flytja fréttir" eitthvað svona og kallinn í útvarpinu! Strákurinn stóð sig bara með prýði!

Annars var ég að hlaupa úti í gær og þegar ég var rétt hjá skiptistöðinni í Kópavogi þá var strætó stopp og ég ætlaði að hlaupa yfir (var á gangbraut) nema hvað að strætó fór af stað í sama augnabliki og ég þurfti að snarstoppa til að ekki færi ílla!
Annars er þetta nú ekkert merkilegt nema hvað að þegar ég er komin góðan spöl niður Digranesveg þá heyri ég flaut! Þá var þetta strætóbílstjórinn sem var næstum búinn að keyra yfir mig, hann kíkti út um gluggann á strætó og baðs afsökunar!
Helvíti góður þessi og fær nokkrar örlisha fyrir þetta! Þannig að ekki eru allir strætóbílsjórar sendiherrar Satans komnir til jarðar til að gera mér lífið leitt!

Engin ummæli: