Mikið stuð hjá Calvin Harris í þessu lagi, góð blanda af LCD Soundsystem og Daft Punk. Hérna er lagið "The Girls". Var að uppgötva þennan í dag og búinn að hlusta á diskinn og er það bara fínasta hlustun.
Hérna er svo eitt á mp3 formi í lokin, þetta er nýjasti "Single-inn".
Calvin Harris - Merrymaking At My Place
15.8.07
13.8.07
Leikskólastrákur
Á myndinni er drengurinn orðinn óþreyjufullur í að komast á leikskólann, gengur ekki að vera ennþá að hanga inni kl. 10!
Merki:
Kári
11.8.07
Enska deildin

Mikil umræða er búin að vera á Liverpool blogginu um Sýn2 og 365 yfir höfuð og ekkert nema gott um það að segja því ekki myndi ég borga 4390 á mánuði eða 52680 á ári fyrir að horfa á enska boltan. Ansi margt hægt að gera fyrir þann pening.
Bendi mönnum á tvær fínar síður:
www.myp2p.eu
www.live-footy.org
Ekki að ég muni nota þetta, neineinei, það er örugglega ólöglegt. Svo er TV3 alltaf með meistaradeildina og ég er með hana heima í Moholti.
Ég er ekkert að tapa mér í bjartsýni fyrir komandi tímabil en vona auðvitað að mínir menn í Liverpool byrji vel og geti því verið með í kapphlaupinu um titilinn. Á, því miður, reyndar von á því að skítaliðið Man utd vinni deildinina og Chelsea nái öðru sætinu og Liverpool í þriðja og eins og margir gæti ég alveg trúað að Tottenham nái loksins að "vinna" Arsenal og ná 4 sætinu.
Torres er auðvitað kominn í Liverpool en aftur á móti er Tevez kominn í Man utd og þar er leikmaður sem ég hefði viljað sjá í Liverpool. Ég vona bara að Torres komist í gang og eigi eftir að raða þeim inn fyrir Liverpool og Tevez þjáist af slæmri gyllinæð sem mun gera það að verkum að hann eigi jafn gott tímabil og Sheva í fyrra. Ekki má gleyma Chelsea því þeir voru að landa Alex frá PSV og svo hlýtur Sheva að detta í gang, trúi ekki öðru.
Þannig að mitt mat er að Man utd og Chelsea eru með betri mannskap en Liverpool en það er ekki að segja það að Liverpool geti verið með betra lið og klárað dæmið. Mitt mat er samt svona:
1. Man utd
2. Chelsea
3. Liverpool
4. Tottenham
5. Arsenal
Svo verða Everton, Blackburn og kannski Newcaslte í næstu sætum.
Spá dagsins er því Aston Villa 1 - Liverpool 1, því miður. Er með of mikla reynslu sem Liverpool maður til að tapa mér í bjartsýni...
Hvað finnst þér?
Merki:
Fótbolti
10.8.07
Tónlist dagsins

Held áfram að koma með tónlist frá Kanada, nú eru það The New Pornographers sem eru að fara gefa út Challengers núna í ágúst. Platan er reyndar ekkert stórkostleg en það eru góð lög inná milli. Hérna er eitt sem kemur til greina á topp 10 á árinu og er mjög hresst sumarlag. Gott í sólinni í Þrándheimi, veit reyndar ekki hvernig það fer í rigningunni á Íslandi.
The New Pornographers - My Rights Versus Yours
Gaman væri nú að vita ef einhver hefur gaman af þessu og ef svo er hvað þeim finnst nú um lögin, Uncle G hrósði nú mér fyrir Tegan & Sara!
Merki:
Tónlist
9.8.07
Altmuligman
Á mánudaginn fór fram mín fyrsta alvöru bílaviðgerð, ég þurfti nenfilega að skipta um bremsur á bílnum.
Ég tók mig til og fór niður í Toyota umboðið hérna í Þrándheimi og keypti bremsuklossa, var næstum því búinn að kaupa bremsudiska vegna smá tungumálaerfiðleika en það er önnur saga.
Var búinn að fá smá ráðgjöf um hvernig þetta ætti að fara þannig að maður henti sér bara út í djúpu lögina, búinn að púsla nokkrum tölvum saman þannig að ekki gat þetta verið mikið mál!
Hélt fyrst að þetta væri allt ryðgað í rassgat en svo náði ég með hjálp vina minna í WD-40 að losa þetta í sundur. Að setja þetta saman var svo aðeins meira mál! Eftir nokkur símtöl til Íslands og ferð út í Rema að kaupa þvingur þá hófst þetta allt saman þó svo með einni ferð úta bensínstöð að kaupa bremsuvökva. Þannig að tveimur tímum seinna var ég búinn að skipta um bremsuklossa á öðru dekkinu og orðið of dimmt til að skipta á hinu. En það skiptir ekki öll máli þar sem þetta var dekkið sem farið var að ískra í.
Ég verð nú að viðurkenna eftir þessa reynslu mína að púsla saman bíl er aðeins erfiðara fyrir mig en að púsla tölvum saman en þetta hefst allt ef maður bara reynir.
Ég tók mig til og fór niður í Toyota umboðið hérna í Þrándheimi og keypti bremsuklossa, var næstum því búinn að kaupa bremsudiska vegna smá tungumálaerfiðleika en það er önnur saga.
Var búinn að fá smá ráðgjöf um hvernig þetta ætti að fara þannig að maður henti sér bara út í djúpu lögina, búinn að púsla nokkrum tölvum saman þannig að ekki gat þetta verið mikið mál!
Hélt fyrst að þetta væri allt ryðgað í rassgat en svo náði ég með hjálp vina minna í WD-40 að losa þetta í sundur. Að setja þetta saman var svo aðeins meira mál! Eftir nokkur símtöl til Íslands og ferð út í Rema að kaupa þvingur þá hófst þetta allt saman þó svo með einni ferð úta bensínstöð að kaupa bremsuvökva. Þannig að tveimur tímum seinna var ég búinn að skipta um bremsuklossa á öðru dekkinu og orðið of dimmt til að skipta á hinu. En það skiptir ekki öll máli þar sem þetta var dekkið sem farið var að ískra í.
Ég verð nú að viðurkenna eftir þessa reynslu mína að púsla saman bíl er aðeins erfiðara fyrir mig en að púsla tölvum saman en þetta hefst allt ef maður bara reynir.
Merki:
Daglegt
7.8.07
Stars : In Our Bedroom After the War
Stars eru komnir með nýja plötu sem hefur verið í spilun hjá mér og heitir In Our Bedroom After the War. Eins og Tegan and Sara koma þeir frá Kanada og ég byrjaði líka að hlusta á þá 2004 þegar þau gáfu út plötuna Set Yourself on Fire.
Hérna eru tvö lög eitt á Youtube og hitt í download-i, verði ykkur af góðu.
Stars - The Night Starts Here
Hérna eru tvö lög eitt á Youtube og hitt í download-i, verði ykkur af góðu.
Stars - The Night Starts Here
6.8.07
Kári eins árs í dag!
Kári er eins árs í dag og vildi ég óska honum til hamingju með daginn og bjóða öðrum uppá að gera hið sama. Kári fær því miður enga afmælisveilsu hérna í Norge því hún var haldinn með pompi og prakt á Íslandi fyrr í vikunni (eða í seinustu viku).
Þetta ár hefur liðið alveg ótrúlega hratt og margt gerst síðan hann kom í heiminn. Þetta er kannski ekki alveg kjörinn afmælisdagur því Kári er veikur og hefur það því ekkert sérlega gott, hann lætur það samt eftir sér að vera hress inná milli. Með þessari færslu eru tvær myndir með ca. árs milli bili.
Svo er Anna aftur komin á skrið í myndunum á Barnalandi. Myndir úr afmælinu og margt fleira.
Þetta ár hefur liðið alveg ótrúlega hratt og margt gerst síðan hann kom í heiminn. Þetta er kannski ekki alveg kjörinn afmælisdagur því Kári er veikur og hefur það því ekkert sérlega gott, hann lætur það samt eftir sér að vera hress inná milli. Með þessari færslu eru tvær myndir með ca. árs milli bili.
Svo er Anna aftur komin á skrið í myndunum á Barnalandi. Myndir úr afmælinu og margt fleira.
Merki:
Kári
Sól ug sumar
Sól og sumar í Þrándheimi, 20 til 25°c stiga hiti út alla vikuna, fer aðeins eftir hvað þú skoðar. Ekki slæmt það, verst að Kári er veikur og ég að læra!
Merki:
Daglegt
4.8.07
If You're Into It
Ég sett inn eitt myndband með þessum snillingum fyrir stuttu en ég bara get ekki hætt að hlusta á þá.
Þeir eru með sjónvarpsþátt á HBO sem ég hef ekki getað náð í en nú er maður kominn út og því ættu þeir bráðlega að verða komnir inná tölvuna hjá manni í boði internetsins.
Flight Of The Conchords - If You're Into It
Þeir eru með sjónvarpsþátt á HBO sem ég hef ekki getað náð í en nú er maður kominn út og því ættu þeir bráðlega að verða komnir inná tölvuna hjá manni í boði internetsins.
Flight Of The Conchords - If You're Into It
2.8.07
Þá er ég farinn...
Seinasta bloggið frá Íslandi í bili. Fljúgum til Þrándheims í nótt og verðum mætt í Móholtið klukkan ca. 8 í fyrramálið (á íslenskum tíma).
Bless í bili!
Bless í bili!
Merki:
Daglegt
26.7.07
No I in threesome
Ég er búinn að vera að hlusta á nýju Interpol plötuna í vinnunni. Á ennþá eftir að mynda mér skoðun á henni en las einn dóm um hana sem er svona helvíti fyndinn.
Þetta lag er allavega nokkuð gott og þá sérstaklega með tilliti til textans.
Það er hann Alti Fannar sem skrifaði dóminn í blaðinu.
Hérna er lagið á Youtube
Engin hljómsveit nema Interpol kemst upp með að semja hádramatískt lag um tilraunir söngvara sveitarinnar til að fá kærustuna sína til að koma í trekant. „Elskan, það er kominn tími á breytingar,“ syngur Paul Banks í No I in Threesome, sem er svo dramatískt að það gæti alveg eins fjallað um um ástandið í Darfur-héraði eða fjöldamorð í bandarískum háskólum.
Þetta lag er allavega nokkuð gott og þá sérstaklega með tilliti til textans.
Það er hann Alti Fannar sem skrifaði dóminn í blaðinu.
Hérna er lagið á Youtube
Merki:
Tónlist
25.7.07
Tegan and Sara
Tegan and Sara áttu eina bestu plötu ársins 2004 að mínu mati og nú er að fara koma ný plata frá þessum eineggja tvíburum. Hérna er fyrsta "smáskífan" af plötunni, lofar góðu.
Merki:
Tónlist
24.7.07
Eyjavitleysa!
Þar sem ég er mikill mótmælandi þess að það verði gerð göng til Eyja er ég mjög svo sammála þessari grein hérna um þessa frétt.
Efast nú um að hann Jói nái að sannfæra mig um ágæti þessara ganga en það má alveg rannsaka þetta fyrir mér enda þá fær bróðir minn og Þrándheimsbræður eitthvað að gera!
Efast nú um að hann Jói nái að sannfæra mig um ágæti þessara ganga en það má alveg rannsaka þetta fyrir mér enda þá fær bróðir minn og Þrándheimsbræður eitthvað að gera!
Merki:
Daglegt
6.7.07
Markið fræga
Ég sá markið í sjónvarpinu og horfði svo á bæði Ísland í dag og einnig Kastljós. Það sem ég held er að:
Bjarni hafi skorað óvart, held að það sé alveg á hreinu. Aftur á móti þoli ég ekki þegar lið sparkar boltanum útaf á vallarhelming andstæðinga og er svo skilað boltanum upp við hornfána á sínum eigin vallarhelming og andstæðingurinn pressar eftir á. Held að það sé það sem Bjarni hafi ætlað sér.
Auðvitað átti Guðjón að skipa sínu liði að skora sjálfsmark, þó svo að Keflvíkingar hafi brugðist reiðir við. Tek þessa afsökun ekki gilda.
Hvað ætluðu þessir Keflvíkingar að gera við Bjarna þegar þeir hlaupa á eftir honum upp í klefa, lá þeim svona mikið á að tala við hann? Setja þessa menn í bann og ekkert annað.
Báðir þjálfarar koma einstaklega illa frá þessu máli, hver lýgur meira veit ég ekki.
Þannig að sá sem kemur út úr þessu með mestri reisn (að mínu mati) er Bjarni Guðjónsson.
Bjarni hafi skorað óvart, held að það sé alveg á hreinu. Aftur á móti þoli ég ekki þegar lið sparkar boltanum útaf á vallarhelming andstæðinga og er svo skilað boltanum upp við hornfána á sínum eigin vallarhelming og andstæðingurinn pressar eftir á. Held að það sé það sem Bjarni hafi ætlað sér.
Auðvitað átti Guðjón að skipa sínu liði að skora sjálfsmark, þó svo að Keflvíkingar hafi brugðist reiðir við. Tek þessa afsökun ekki gilda.
Hvað ætluðu þessir Keflvíkingar að gera við Bjarna þegar þeir hlaupa á eftir honum upp í klefa, lá þeim svona mikið á að tala við hann? Setja þessa menn í bann og ekkert annað.
Báðir þjálfarar koma einstaklega illa frá þessu máli, hver lýgur meira veit ég ekki.
Þannig að sá sem kemur út úr þessu með mestri reisn (að mínu mati) er Bjarni Guðjónsson.
Merki:
Fótbolti
5.7.07
Athugasemdir
Ég held svei mér þá að athugasemda kerfið sé bilið, menn hafa alveg verið að missa sig í að kommenta hérna á síðuna. Nei segi bara svona...
Merki:
Tækni
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)