Snilldar hrekkur væri að lauma laginu 'If You Wanna Be Happy' með Jimmy Soul á 'Playlista' í brúðkaupi hjá vini sínum. Það myndi vekja miklu lukku...nema kannski hjá Brúðinni
Hérna er eitt erindi úr laginu:
'If you wanna be happy for the rest of your life
Never make a pretty woman your wife
So for my personal point of view
Get an ugly girl to marry you'
Mæli með að menn tékki á þessu lagi. Og Gummi Árna má fara að vara sig :)
29.10.04
21.9.04
Góð helgi
Skemmtileg helgi að baki og komin ný vika, svona ef þið vissuð það ekki og hélduð að það væri ennþá sunnudagur. Horfði á 50 First Dates á föstudaginn og var hún bara nokkuð góð. **1/2 Örlish á hana. Á laugardaginn var það bústaðurinn. Ekkert smá gott að komast í smá smíðavinnu frá inniverunni í vinnunni. Ég og pabbi kláruðum þakið á litla bústaðinum og svo var það bara grill og chill hjá mér og Önnu um kvöldið. Fórum svo einn hring á Þórisstöðum á sunnudeginum. Ég fór á 55 höggum sem er 10 betra en seinast en Anna fór á 70 sem var sama skor og hún náði í Hvammsmótinu. Við spiluðum á rauðum teigum í þetta skiptið. Ég var samt mjög ánægður með leik minn.
Svo var það utandeildin á sunnudagskvöldið. TLC vann Strumpana 5-1 og eru því komnir í undanúrslit á móti Elliða. Við unnum okkar riðil og mætum því liðinu í öðru sæti í hinum riðlinum. Hvíti Riddarinn og CCCP mætast í hinum leiknum. Hvet alla til að mæta og horfa á stórleik í utandeildinni á Ásvöllum kl. 19:30 á morgun.
Svo var það utandeildin á sunnudagskvöldið. TLC vann Strumpana 5-1 og eru því komnir í undanúrslit á móti Elliða. Við unnum okkar riðil og mætum því liðinu í öðru sæti í hinum riðlinum. Hvíti Riddarinn og CCCP mætast í hinum leiknum. Hvet alla til að mæta og horfa á stórleik í utandeildinni á Ásvöllum kl. 19:30 á morgun.
17.9.04
Utandeildin...
Var að spila í gær með TLC og náði að spila heilan leik. Löppin í fínu lagi og algjör snilld að ná svona í lok tímabilsins. Leikurinn endaði 2-2 og er TLC í góðri stöðu fyrir seinasta leik úrslitariðilsins.
Annars er lítið ákveðið með helgina. Gæti verið að maður fari upp í bústað að vinna og kannski kíki í golf ef veður leyfir.
Annars er lítið ákveðið með helgina. Gæti verið að maður fari upp í bústað að vinna og kannski kíki í golf ef veður leyfir.
16.9.04
TLC...LFC
Eitthvað voðalega lélegur að uppfæra þessa dagana, hef svo sem ekkert merkilegt að segja og þá er víst best að þegja en hér kemur svona smá.
Fáni Stef er búinn að skamma mig svo mikið fyrir að nota upphrópunarmerki svo mikið að ég varð að hætta nota það til að forðast líkamsmeiðingar.
Annars er það bara TLC sem er aðal málið um þessar mundir. Erum komnir í úrslitakeppnina í Utandeildinni og ég er búinn að vera duglegur að skrifa þar...þannig að tékkið frekar á þeirri síðu. Stórleikur í kvöld, TLC tekur á móti Hvíta Riddaranum sem eru núverandi meistarar í Utandeildinni. Leikurinn er á Ásvelli í Hafnarfirði og byrjar hann kl. 19:30
Djöfull var Liverpool magnaðir í gær, jeeee
Fáni Stef er búinn að skamma mig svo mikið fyrir að nota upphrópunarmerki svo mikið að ég varð að hætta nota það til að forðast líkamsmeiðingar.
Annars er það bara TLC sem er aðal málið um þessar mundir. Erum komnir í úrslitakeppnina í Utandeildinni og ég er búinn að vera duglegur að skrifa þar...þannig að tékkið frekar á þeirri síðu. Stórleikur í kvöld, TLC tekur á móti Hvíta Riddaranum sem eru núverandi meistarar í Utandeildinni. Leikurinn er á Ásvelli í Hafnarfirði og byrjar hann kl. 19:30
Djöfull var Liverpool magnaðir í gær, jeeee
9.9.04
1.000?
Jæja hver verður nr. 1.000 að skoða síðuna? Vegleg verðlaun í boði...
Ken Park

Hér fylgir Clark nokkrum ungmennum eftir og gerir hvílubrögðum þeirra ítarleg skil. Það er margt áhugavert í sögum krakkanna og myndin er því vel til þess fallin að vekja fólk til umhugsunar þó ég átti mig ekki alveg á því um hvað það ætti helst að vera. Það má þó lesa hvassa þjóðfélagsádeilu út úr myndinni en það dregur töluvert úr kraftinum að fjölskylduaðstæður allra aðalpersónanna eru svo kolbrenglaðar að það hvarflar aldrei að manni að hér sé verið að veita innsýn inn í líf hins dæmigerða unglings í Bandaríkjunum. Þá er vandséð að opinská kynlífsatriðin í myndinni þjóni öðrum tilgangi en að ganga fr m af fólki og vekja umtal og salurinn átti það til að skella upp úr yfir kláminu, sem gefur sterklega til kynna að það missi marks. Klám er í sjálfu sér merkingarlaust og því vandmeðfarið eigi það að undirstrika eitthvað í dramatískum tilgangi. Miðað við Ken Park eiga Bandaríkjamenn enn margt ólært af Frökkum í þessum fræðum en yfirgengileg kynlífsatriði og ofbeldi í myndum Baise-Moi og Irreversible þjónuðu til dæmis sannarlega tilgangi sögunnar og höfðu mikilvægu hlutverki að gegna. Ken Park er samt skemmtileg pæling en bersöglin er klámhögg.
Mér fannst bara helvíti gaman af þessari mynd, eins og Þórarinn segir þá voru sum atriðin bara til að hneyksla og sum atriðin voru hreint út sagt drep fyndin.
Ken Park fær 3 Örlish!
7.9.04
Intolerable Cruelty

Intolerable Cruelty fær 2 Örlish!
6.9.04
MSN nöfn

Hérna eru nokkur dæmi um "sniðug" msn nöfn sem eru logguð á msn hjá mér í dag:
Better not fuck with Souness!
SHROONEY
Gylfi Einars
Fann bláan M&M poka og er glaður
The pink lady
I am Sekk - Day tired
F@boy, Estimated time remaining... 6 minutes
Sum nöfnin eru nú samt ok út af þau heita alltaf sama...En hvað finnst ykkur verst! Held að fyrir mitt leyti vinnur Halli með Fann bláan M&M.... Til hamingju með það!
Bara svona smá pirringur dagsins!
Landsleikur og Hvammsmót
Þegar KSÍ nær að selja 20.000 manns inná vináttuleik með því að auglýsa og gefa miða endalaust þá hafa þeir miðaverðið á mjög mikilvægan heimaleik 3500 kr. sem er náttúrulega bara brjálæði þegar maður á að horfa á þessa hörmung sem leikurinn var.
Landsleikurinn Ísland - Búlgaría fær * Örlish

Hvammsmótið fær ** Örlish
30.8.04
Reunion...
Fór á "Reunion" eða endurfundi hjá 1999 útskriftarárganginum í Versló á föstudaginn. 6-T var mættur heima hjá Ása en það var nú ekkert sérlega góð mæting hjá bekknum, stelpurnar voru með 100% mætingu en hún var mun verri hjá strákanum. Um kl. 22 var svo farið út á Nes og hitt afganginn af liðinu. Alveg magnað hvað lítið hefur breyst á þessum 5 árum síðan maður kláraði menntaskóla. Óli Palli sá um að halda uppi stuðinu þó svo að maður þurfti nú að gefa honum nokkur góð ráð um músík val og auðvitað virkuðu þau! Eftir þetta dróg Siggi mig, Ívar og Stebba í bæinn og inná Hveriz sem var mökk leiðinlegt og svo fórum við þrír heim skömmu seinna!
Maður var svo vakinn kl. 9 um morguninn og dregin upp í sumarbústað að hjálpa þar og var maður ekkert smá duglegur. Náðum að setja upp allan litla kofann en við hættum að vinna um kl. 19 og ætluðum þá í sund á Hlöðum en þá var búið að loka! En það var nú kannski bara gott því Önnu slóg svona rosalega niður og þegar við vorum komin heim um kl. 22 þá var mín með 40 stiga hita takk fyrir!
Annars var það bara Liverpool sem var að skíta á sig. Var búinn að hlakka til alla vikuna að sjá nýju mennina spila og svo var þetta bara einhver fokking Houllier leikur. Alveg brjál. Kannski gerir maður sér bara upp alltof miklar væntingar þegar L'pool á í hlut! Maður þarf nú bara tjilla aðeins og vona að Rafa vinur minn reddi þessu ekki!. Annars átti Liverpool 3 skot sem hittu rammann! Ussss, ekki nógu gott! Annars held ég nýju mennirnir eigi eftir að standa sig!
Maður var svo vakinn kl. 9 um morguninn og dregin upp í sumarbústað að hjálpa þar og var maður ekkert smá duglegur. Náðum að setja upp allan litla kofann en við hættum að vinna um kl. 19 og ætluðum þá í sund á Hlöðum en þá var búið að loka! En það var nú kannski bara gott því Önnu slóg svona rosalega niður og þegar við vorum komin heim um kl. 22 þá var mín með 40 stiga hita takk fyrir!
Annars var það bara Liverpool sem var að skíta á sig. Var búinn að hlakka til alla vikuna að sjá nýju mennina spila og svo var þetta bara einhver fokking Houllier leikur. Alveg brjál. Kannski gerir maður sér bara upp alltof miklar væntingar þegar L'pool á í hlut! Maður þarf nú bara tjilla aðeins og vona að Rafa vinur minn reddi þessu ekki!. Annars átti Liverpool 3 skot sem hittu rammann! Ussss, ekki nógu gott! Annars held ég nýju mennirnir eigi eftir að standa sig!
26.8.04
Touching Evil

Horfði á fyrsta þáttinn í gær og var hann bara nokkuð góður. Manni vantar góðan spennuþátt eftir 24. Þannig að allir að kíkja á Touching Evil!
25.8.04
Spenntur!

En allavegana finnst mér þessir Ólympíuleikar ekkert svo slæmir. En horfi aðalega þegar ég slysast inná þetta og þá hefur maður alltaf frekar gaman af því. T.d. var maður mjög spenntur yfir fimleikum á slá, veit ekkert hvað það heitir en það var magnað að sjá þessa dverga taka tvöfalt flikk flakk á lenda á 10 cm breiðri slá! Magnað!
Og ekki kom það mér á óvart að Jón Arnar hafi meiðst og klikkað þannig á stórmóti! Ég kannast eitthvað við þessa sögu!
24.8.04
The Weekend...
Á laugardaginn var svo náttúrulega Menningarnótt og hélt Ívar upphitunarpartý. Fórum í bæinn og náðum smá af Egó (í svona 1,5 km fjarlægð) og fórum svo inná Hverfiz þegar flugeldasýningin var hálfnuð og náðum þannig að "cut"a alla röðina. Svona 1 sek. eftir flugeldasýninguna var svo komin 50 m röð fyrir utan! En mjög vel heppnað kvöld!

Bið að heilsa!
19.8.04
Ísland 2 - Ítalía 0
Ég misst reyndar af þessum frábæru "skemmtiatriðum" sem voru á undan leiknum, demm, að missa af Kalla Bjarna, Geiri Ólafs, Nylon og Í svörtum fötum er náttúrulega hryllingur.
En hjúkk náði nú öllum leiknum og þvílík stemmning. Þegar bylgjurnar fóru af stað og gengu 3 til 4 heila hringi var mjög gaman að upplyfa á Laugardalsvellinum. Vanalega er þetta reynt en það er svolítið erfitt þegar að ca. 150 m. eru á milli stúkanna. Drullið ykkur að loka hringnum.
Leikurinn sjálfur var náttúrulega frábær. Markið frá Eiði, markið frá Gylfa, baráttan hjá Heiðari Helgusyni, sambataktar hjá Brynjari Byrni gerðu daginn fullkominn!
Snilld og Íslenska landsliðið fær **** Örlish fyrir frammistöðu sína í þessum leik.
Vonandi að við náum svipuðum leik á móti Búlgaríu 4. september. Það er reyndar vaninn hjá Íslenska landsliðinu að klúðra málunum eftir að þeir hafa gefið þjóðinni einhverja trú á því. Vonandi verður það ekki í þetta skiptið.
Áfram Ísland!
17.8.04
The Shield

Eitt af því er The Shield en ég held að 3 serían sé í gangi á Stöð 2. Nú er ég búinn að horfa á fyrstu fjóra þættina og er þetta bara nokkuð gott. The Shield gerist í Los Angeles og fjallar um löggur sem láta lögin ekki vefjast eitthvað fyrir sér til að ná árangri í starfi. Eins og ég segi fínir þættir og allir að tékka á þeim!
Aðrar seríur sem ég á eftir að tékka á eru t.d. Family Guy og Alias.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)