9.2.06

Kastljós

Í gær var umfjöllun um malarnámu í Ingólfsfjalli í Kastljósi. Þetta er framkvæmd sem Fossvélar vinna og Línuhönnun sá um Umhverfismatsskýrsluna fyrir þeirra hönd. Í þessum þætti birtast myndir sem ég gerði fyrir þessa skýrslu (myndirnar sem Hallgrímskirkja er sett inná).

Hægt er að sjá stutta frétt hér: Malarnám í Ingólfsfjalli (Fréttir)
en aðal umfjöllunin í Kastljósi er hér: Malarnám í Ingólfsfjalli (Kastljós)

Þá finnst mér þetta alveg æðislegt á Árna Johnsen: Göng til Eyja á 70-100 milljarða.
En Árni heldur því fram að hægt sé að gera þetta fyrir 16 milljarða!!! Hvoru skildi maður nú trúa?

6.2.06

Gríma

Já hún Gríma er komin heim og er ekkert smá vinsæl. Loka niðurstöður talningar á laugardaginn voru að 23 hefðu komið í heimsókn.
Þetta er hún Gríma fyrsta daginn í Hlíðarhjallanum.
Hérna er Gríma hress á laugardaginn.
Annars er mjög erfitt að ná mynd af henni með venjulegum myndavélum því hún er yfirleitt horfin þegar maður ætlar að taka mynd af henni.

Silvía Nótt fór alveg á kostum á laugardaginn og var með lang besta lagið. Hefði samt kosið hana ef hún væri með leiðinlegt lag því það er auka atriðið. Skiptir máli að vekja áhuga á sér og held að hún muni gera það úti.
Áfram Silvía.

Þá var horft á nokkrar miður góðar myndir um helgina. American Pie: Band Camp er alveg hræðinleg, veit samt ekki alveg við hverju ég bjóst af mynd sem fór beint á video. Fær 5 Örlish! af 10.
Duplex var aðeins skárri og fékk 5,5 þá hún sé slæmt. Það virkar seint að myndir fara í taugarnar á manni, þá svo það voru 1-2 góðir brandarar í myndinni.
Transporter 2, tja hvað á maður að segja, atriðið þegar hann tekur tvöfalt flikk flakk á bílnum og slær sprengju undan honum í leiðininn var bara magnað :) 6,5 Ö..
XXX 2 fær 6.



2.2.06

Embla 10 ára

Ekki má ég gleyma litlu stelpunni á heimilinu. Embla varð 10 ára 1. febrúar 2006. Til hamingju með 10 árin litla systir. Þetta er einnig seinasti dagur Emblu sem einka"barn" því á morgun kemur litla "systir" hennar hún Gríma heim í Hlíðarhjallan í fyrsta skipti.
Það verður ekkert smá gaman enda ekkert smá sæt eins og sést á myndinni hérna fyrir neðan.

Guðrún 55 ára

Til hamingju mamma með afmælið. Frúin á heimilinu orðin 55 ára og lítur ekki degi eldri en 40 ára er það nokkuð?























Var að horfa á Liverpool spila í gær og missti mig algjörlega þegar Robbie Fowler skoraði "sigurmarkið" þegar 0 sek voru eftir úr hjólahestaspyrnu. Ég hoppaði eins og óður maður upp í sófa áður en ég fattaði að það var búið að dæma rangstöðu...oooo hvað þetta hefði verið fullkomið en svona er þetta bara.

16.1.06

Skíði + Bíó

Fór á skíði á laugardaginn í fyrsta skipti í vetur og var Íbbó með í för. Vorum mættir í brekkurnar kl. 10 og náðum góðum tveimur klst fyrir hádegismat. Þá fylltist allt af fólki ásamt því að nýja lyftan bilaði. Þegar við tókum tíman og vorum 20 mínútur upp fengum við nóg og fórum í Sólskynsbrekkuna. Fínt þar og engin röð.
Annars var mjög blint en samt gott að komast á skíði. Vonandi nær þessi snjór að halda sér eitthvað.

Þá var farið á Little Trip to Heaven um kvöldið. Hefði heyrt að hún væri slöpp þannig að væntingar voru ekki miklar. Mjög rólegt og skemmtileg stemmning yfir henni. Veit ekki hvort maður myndi fíla hana ef ekki væri fyrir það að hún var tekin upp hérna heima. Annars bara þokkaleg bíó ferð. Þá var tónlistin með Mugison mjög flott í myndinni. Ef einhver á eintak má hin sami láta mig vita.
Little Trip to Heaven fær 6,5 Örlish!

Þá sá ég einnig Into the Blue með Jessica Alba um helgina. Jússimía verð ég nú bara að segja. Ansi góð fyrir augað sú myndin en aðeins verri fyrir heilann.
Into the Blue fær einnig 6,5 Örlish!

5.1.06

Run Forest run...

Er ekki best að uppljóstra því að ég endaði í 71. sæti í Gamlárshlaupi ÍR en það voru 439 keppendur. Þeir sem ekki trúa mér þá er þetta hérna. Ég hljóp því 10 km á 43:34 mín. Þannig að hraðinn var ca. 13,7 km/klst. Þá lenti ég í 26. sæti ef maður skoðar flokka, ég var í Karlar 19 til 39 ára.
Það var mjög gaman að taka þátt í svona hlaupi en reynsluleysis sagði til sín því ég byrjaði alltaf hratt og var orðinn mjög þreyttur eftir ca. 5-6 km. Reynsluboltarnir taka þetta víst alltaf á endasprettinum. Hef það í huga næst. Þá ætla ég að reyna að taka þátt í fleiri hlaupum árið 2006.
Annars var frábært að klára árið á svona og þá fer maður stolltur inní næsta ár...mæli með þessu fyrir alla.

4.1.06

Jón Hólmsteinn Júlíusson

Afi Jón varð 80 ára í gær, 3. jan og af því tilefni var stórfjölskyldunni boðið á Fjöruborðið á Stokkseyri. Algjör snilld og allir voru með "Ég man" ræðu þar sem margt skemmtilegt kom í ljós. Vona að ég haldi svona skemmtilegt áttræðis afmæli 2059.

Takk fyrir mig afi og til hamingju með afmælið.

3.1.06

Bestu diskar 2005

Eru ekki allir að gefa út svona árslista núna? Ég ætla að fylgja því og koma með minn lista yfir bestu diska 2005. Ekki veit ég hvað mun verða mesta nostalgían eftir 10 ár en þetta var það sem maður hlustaði mest á á árinu.

Byrjum á erlendu diskum sem gefnir voru út á árinu 2005.
1. Bloc Party - Silent Alarm
Þessi diskar kom út snemma á árinu og var hann mjög mikið í spilaranum fyrstu mánuðina. Hef reyndar ekki hlustað á hann mikið undanfarið en þessi diskur var bara það hátt skrifaður á fyrri hluta árs að hann fær heiður að vera besti diskur ársins 2005 í mínum bókum.
Þetta er svona dans-indí rokk ef maður á að fara út í einhverjar skilgreiningar.
Þá kom einnig remix útgáfa af þessum disk sem var einnig mjög góð.


2. Wolf Parade - Apologies To The Queen Mary
Snilld frá Kanada, held að þeir voru að hita upp fyrir The Arcade Fire og eru alls ekki verri hljómsveit.
3. Antony and the Johnsons - I Am a Bird Now
Byrjaði að hlusta á hann áður en hann varð "inn" á íslandi. Fór á tónleikana sem gerði það að verkum að maður nær meiri tengsl við diskinn.
4. Jack Johnson - In Between Dreams
Brimbretta kappinn frá Hawaii. Mig langar alltaf að liggja í hengirúmmi á Hawaii þegar ég hlusta á þennan disk.
5. Bright Eyes - I'm Wide Awake, It's Morning
Þrátt fyrir ungan aldur hefur Conner Oberst átt nokkra góða diska og gaf tvo góða út á árinu. Þessi var betri og kemst á topp 5.
6. Architecture In Helsinki - In Case We Die
Missti af þeim á Airwaves og var mjög svekktur, aldrei að vita að þeir hefðu lent ofar ef maður hefði séð þá læv.
7. Kanye West - Late Registration
Snillingurinn hann Kanye West mjög lang besta Rapp diskinn á árinu.
8. The Magic Numbers - The Magic Numbers
Bresku fitubollurnar í Magic Numbers með frábæran disk sem vantar smá uppá.
9. Kaiser Chiefs - Employment
Góður stuð diskur frá Kaiser Chiefs sem sumir segja að hafa komið Britpoppinu aftur á kortið.
10. Sufjan Stevens - Illinois
Þessi diskar á örugglega eftir að vaxa í áliti hjá mér. Hann hljómar ótrúlega vel og gaman að hlusta á hann allan. Tók samt smá tíma að gúddera hann.
11. System Of A Down - Mesmerize
12. Gorillaz - Demon Days
13. Clap Your Hands Say Yeah - Clap Your Hands Say Yeah
14. Coldplay - X&Y
15. Brendan Benson - The Alternative To Love

Ef The Funeral með The Arcade Fire hefðu ekki komið út 2004 hefði hann verið á toppnum.

Þetta hefur svona ágætis mynd af því hvað maður hefur verið að hlusta á.

29.12.05

Hetja

Jebb, svaka hetja. Loksins búinn að gefa blóð og þar með er ca. 2-3 ára gamalt áramótaheit uppfyllt. Fór í prufu í byrjun des þar sem var tekið sýni til að tékka hvort maður væri með HIV, Lifrabólgu C og einnig blóðflokk og annað. Ég er 0 mínus og því afar vinsæll blóðgjafi, eitthvað með það að gera að allir geta fengið 0 mínus blóð, annars getur Anna örugglega útskýrt þetta eitthvað betur.
Þetta var ekkert mál og maður fann svo sem ekkert fyrir þessu. Hvet alla vini míni að fara og gefa blóð, þetta tekur enga stund, maður fær gott að borða og svo getur þetta bjargað mannslífum.

Annars er þetta næst á dagskrá og ég hef ekkert getað æft mig. Djöfull er ég að verða búinn að byrgja mig upp af afsökunum.

Svo ætla ég nú að gera svona árslista eins og allir aðrir, lofa honum samt ekki fyrir áramót.

24.12.05

Jólin 2005

Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Þakka góðar stundir á liðnu ári.

16.12.05

Bachelorinn

Jæja þá er Steini Bachelor Íslands loksins kominn með kellingu...segi svona. Annars horfði ég á loka þátt Bachelor í gær og einnig uppgjörið hjá Sirrý. Persónulega finnst mér þau ekki hafa komið svo illa útúr þessum þáttum miðað við aðstæður. Jújú auðvitað var eitthvað sem hægt er að draga fólk niður á en ekkert sem margir aðrir höfðu ekki gert. Þó svo ég búist nú ekki við annarri seríu af þessu.

Annars var flottasta svarið í þáttum þegar einn af keppendum Herra Íslands svarið kommenti frá Jóni Gnarr um að þetta væri bara hórirí þegar hann sagði að það væri nú annar þáttur á íslandi sem séi um það (aka Ástarfleyið).

Nú þá byrjaði ég í dag að hlusta á jólalög, skil ekki fólk sem setur þetta á fóninn í byrjun nóvember eða fyrr, fínt einni viku fyrir jól.

Þá er ég einnig að taka til topplög og plötur ársins 2005 og er það mikil vinna skal ég ykkur segja og vonandi verður gefinn út listi öðru hvoru megin við áramótin.
Veit ekki alveg hvernig þetta verður en það verður allavega topp plötur, topp lög og kannski bíómyndir líka, veit ekki alveg, kemur í ljós.

13.12.05

Hlaupagikkur

Nú er stefnan tekin á Gamlárshlaup ÍR. Veit svo sem ekki afhverju ég ákvað þetta en hef í langan tíma ætlað að fara í svona hlaup og nú er bara kominn tími til þess. Ekki búinn að hlaupa mikið undanfarið en svona aðeins í ræktina og líka stundum um helgar þannig að formið er vonandi ágætt.

Ég skellti mér af þessu tilefni út að hlaupa í gær og tékka hvað maður gæti ekki hlaupið 11 km á skikkjanlegum tíma. Var reyndar 10.362 m þegar ég mældi vegalendina í vinnunni í dag en það bíttar ekki diff eins og þeir segja. Þessi vegalengd er út Kópavogsdalinn með meðfram öllum Kópavogsnesinu, inní Fossvogsdal og svo upp hjá Hjallaskóla og aftur niður í dal. Auðvitað var tekinn tími á þessari tilraun minni og var tíminn 52,26 mínútur, sem ég tel vera nokkuð gott.

Það versta við þetta er ég er alltaf að fá einhver helvítis verk í hnén. Búið að vera angra mig í haust og veldur mér miklum áhyggjum, aldrei áður verið í vandræðum með hnén á mér en bæði pabbi og bræður mínir eru í svipuðu veseni, vona að þetta sé ekki í genunum.

En maður verður bara að bíta á jaxlinn og halda áfram því það styttist óðum í 30 des.

Vill einhver koma með mér í ÍR hlaupið?
Þoriru???

12.12.05

Þetta er fyndið...

Þessi mynd var tekin í hálfleik á leik manutd og Benfica á miðvikudaginn. Rooney náði allavega að skora...er það ekki?

Jólahlaðborð og Póker

Fór á jólahlaðborð í vinnunni sem var mjög gaman. Það var haldið hérna í vinnunni og var þetta svona standandi jólahlaðborð. Öllu var skipt upp í nokkrar stöðvar sem hver bauð uppá sitt þema og gott vín við hæfi.
Það sem var í boði var villibráðarstöð, jólasíldarstöð, sjávarréttastöð, spjótastöð og alþjóðleg stöð. Villibráðin var nú í efsta sætinu en spjótastöðin var einnig mjög góð en þar var boðið uppá naut, lamb og kjúkling á spjótum. Þá var mjög skemmtilegt að prófa alþjóðlegu stöðina en þar var matur frá erlendum samstarfsmönnum. Mjög gaman að prófa jólarétti frá öðrum þjóðum.

Eftir þetta var svo haldið á Thorvaldsen bar sem virðist vera hefð eftir vinnu djamm hérna í vinnunni en ekki myndi ég flokkast undir einhver aðdáanda þessa staðs þannig að ég lét mig hverfa og fór á Óliver og hitti Austfirðinginn fyrverandi og Audinn hans. Eftir slatta tíma þar var svo haldið á Hressó þar sem var tekið stutt stopp.

Ekki var þessi bæjarferð neitt sérstaklega skemmtileg og þar spilar hreint ógeðsleg tónlist á Óliver mikinn þátt. Það er eins og plötusnúðurinn hafi reynt að spila leiðinlega tónlist og hvaða hugmyndir sem ég og Ívar komum með, og voru þær nokkrar, annað hvort átti hann ekki á tölvunni sinni eða vissi hreint ekki um hvað við vorum að tala. Hvaða plötusnúður á ekki Roses með Outkast, ég bara spyr?

Vinahópurinn hittist svo á laugardaginn og tók eitt póker kvöld þar sem PartýReynz (eins og hann var kallaður þetta kvöld) vann allan 8 þús. kr pottinn með því að vinna Gísla (aka alvöru Gillzeneggerinn) sem var með tvær tvennur en Partý Reynz var með á fullt hús. Svekkjandi fyrir Gísla en annars lenti ég í þriðja sæti og var nálægt því að komast í úrslitin.

Ekki má gleyma því að nefna það að Liverpool er komið í annað sæti í ensku úrvalsdeildinni.

1: Chelsea 43 stig.
2: Liverpool 31 stig.
3: manutd 31 stig
4: Tottenham 27 stig.
5: Bolton 27 stig.
6: Arsenal 26 stig.

Gaman að sjá manutd og Arsenal fyrir neðan Liverpool.

8.12.05

Rigning og fótbolti

Ooo hvað það er nú gott að vera í inni vinnu þegar svona dagar eru. Annars var ég reyndar úti í gær að vinna við jarðkönnun við Úlfljótsvatn, fínt veður og þá er alltaf gott að komast út. Væri alveg til í svona 1-2 daga úti á viku og þá í góðu veðri ef hægt væri að panta það...

Annars er ég búinn að horfa á meistaradeildina tvö síðustu kvöld og í bæði skiptin mjög ánægður.

G riðill
1. Liverpool: 12 stig
2. Chelsea: 11 stig
--------------------
3. Betis: 7 stig
4. Anderlecht 6 stig

D riðill
1. Villarreal: 10 stig
2. Benfica: 8 stig
--------------------
3. Lille: 6 stig
4. manutd: 6 stig

Þó svo að maður eigi ekki að gleðjast yfir óförum annarra þá verð ég bara að gleðjast yfir þessum tölum. manutd komust ekki einu sinni í UEFA keppnina.