Ég ákvað að vera í compression stuttbuxum og háum sokkum, í þunnum langermabol og venjulegum bol yfir langerma. Fékk hælsæri af Adidas maraþon skónum mínum á æfingu fyrir mánuði og hafði því ekkert hlaupi í þeim, ákvað því að vera í Nike Pegasus skóm sem mér finnst mjög góðir. Fékk mér 1 GU gel ca. 10 mín fyrir start og var búinn að drekka ca. 500 ml af GU blönduðum orkudrykk.
Var búinn að taka mikið af gæða æfingum á bretti og þegar nær dróg hlaupi þá fannst mér ég ekki alveg vera í formi til að hlaupa á 3:55 pace-i sem er maraþon tími uppá ca. 2:45. Setti því miðið frekar á ca. 4:00 pace sem gefur maraþon tíma undir 2:50. Ætlaði samt ekki að festa mig á neinum hraða heldur frekar vinna eftir púls og tilfinningu svipað og ég gerði 2016. Þessi hlaupaleið er nokkuð berskjölduð fyrir vindi og oft mjög mikill vindur í kringum flugvöllinn og því erfitt að hlaupa á jöfnum hraða. Sigurjón Ernir var með svipaðar pælingar með tíma og ákváðum við að rúlla saman af stað og sjá hvernig þetta myndi þróast.
![]() |
Við startið (mynd Félag maraþonhlaupara) |
Um 35 hlaupara voru mættir á startlínuna. Búið var að breyta byrjuninni á hlaupinu aðeins, startið og endamarkið var komið hjá nýju brúnni sunnan við Rafstöðvarhúsið. Fín breyting, maður byrjar 200m frá markinu þannig að km merkingar virka réttar. Við förum svo af stað kl. 8:00, ég og Sigurjón tókum strax forustu, Birgir Már ætlaði undir 3 klst ásamt nokkrum öðrum sprækum hlaupurum sem komu í kjölfarið. Fyrstu km voru frekar auðveldir í meðvindi og ég og Sigurjón vorum smá á spjallinu og fannst mér eðlilegt að hlaupa aðeins hraðar í meðvindi til að eiga fyrir hægari km á bakaleiðinni í mótvindi. Tilfinningin var líka góð og púlsinn í góðum málum. Vissi að ég væri í lagi ef ég myndi halda mér í kringum 150 - 155 í púls. Fengum mér 1 vatnglas við drykkjarstöðina við HR.
km - tími - púls
1 km - 3:51 - 152
2 km - 3:56 - 155
3 km - 3:51 - 154
4 km - 3:53 - 153
5 km - 3:56 - 155
Fórum í gegnum 5 km 19:27 (3:53 min/km)
5 km - 10 km (HR-Ægissíða)
Héldum áfram og allt frekar þægilegt, smá spjall og tilfinning áfram mjög góð. Oft furðulega mikill munur á að hlaupa á ca. 150 púls á æfingum og í keppnum. Eitthvað sem maður telur vera erfið æfing á 150 í púls finnst manni þægilegt í keppni þegar maður hefur náð að hvíla smá og í keppnis umhverfi. Maður fann þegar við vorum að kára 7 km og við tókum smá lúppu við Nauthólsvík að það væri nú meiri vindur en við höfðum gert okkur grein fyrir, tilfinning var að það væri logn úti en líklega var það útaf því að við vorum í meðvindi. Héldum svo áfram út fyrir flugvöll og áfram út að Ægissíðu.
km - tími - púls
6 km - 4:00 - 153
7 km - 3:56 - 153
8 km - 3:54 - 150
9 km - 3:58 - 150
10 km - 3:58 - 150
Fórum í gegnum 10 km á 39:23 eða 5 km á 19:46 (3:57 min/km)
10 km - 15 km (Ægissíða-snú-Nauthólsvegur)
Fékk mér 1 GU gel fyrir snúningspunktinn og sömuleiðis 1 vatnsglas að drekka. Snérum svo við þegar við vorum komnir á enda Ægissíðu eftir ca. 10,7 km og þá fann maður að mótvindurinn var heldur meiri en maður vildi en héldum ágætlega hraða þrátt fyrir það. Þegar við vorum að nálgast flugvöllinn þá fórum við að skiptast á að leiða í gegnum vindinn sem hjálpaði talsvert en hraðinn datt niður í mesta mótvindinum við flugbrautarendann og var því gott að beygja frá Nauthólsvík í átt að Loftleiðum til að fá frí frá mótvindi.
km - tími - púls
11 km - 4:02 - 150
12 km - 3:57 - 154
13 km - 4:02 - 152
14 km - 4:09 - 147
15 km - 4:02 - 152
Fórum í gegnum 15 km á 59:40 eða 5 km á 20:12 (4:02 min/km), hraðinn búinn að detta niður í mótindinum eins og við var búist eins og pace í 13, 14 og 15 km sýna. Vindurinn var 6 m/s og fór upp í 11 m/s í hviðum.
15 km - 20 km (Nauthólsvegur-Fossvogsskóli)
Héldum áfram að rúlla vel og náðum hraðanum aftur upp framhjá HR og að Fossvogi. Fékk mér vatn og powerade á drykkjarstöðinni við HR. Duttum aftur í mótvind þegar við komum framhjá kirkjugarðinum og sömuleiðis var leiðinlega mikill vindur í Fossvogi, en við vorum ekkert að streða of mikið í mótvindinum og rúlluðum þetta bara vel þó svo maður missti aðeins hraðann niður.
km - tími - púls
16 km - 4:00 - 153
17 km - 3:57 - 152
18 km - 3:59 - 153
19 km - 4:01 - 153
20 km - 4:03 - 153
20 km - 25 km (Fossvogsskóli-snú-Kirkjugarður)
Hraðinn aukinn að snúningspunk, fékk mér 1 gel fyrir snúningspunkt og smá vatn og powerade. Hraðinn datt þá aðeins niður bæði við snúning og einnig er smá uppímóti upp í Fossvoginn. En þá tóku við mjög fínir 3km að Kirkjugarðinum með meðvind í bakið og rúllað auðveldlega með púls í fínu standi.
km - tími - púls
21 km - 3:54 - 152
22 km - 4:04 - 152
23 km - 3:54 - 152
24 km - 3:52 - 151
25 km - 3:53 - 150
Fórum í gegnum 25 km á 1:39:27 eða 5 km á 19:37 ( 3:55 min/km). Gekk mjög vel á þessum hluta.
25 km - 30 km (Kirkjugarður-Skerjafjörður)
Áfram héldum við góðum hraða og sömuleiðis var púlsinn mjög rólegur og því "leyfilegt" að fara aðeins hraðar. Vatn og powerade við HR þó svo maður drekki mikið úr þessum glösum þá telur þetta að fá smá vökva í sig, hægði svo aðeins á mér þar sem Sigurjón fékk sér smá meira að drekka á drykkjarstöðvunum. Þegar við komum aftur að Nauthólsvík þá fann maður að vindurinn var frekar að bæta í frekar en að lægja eins og veðurspáin gaf til kynna fyrst.
km - tími - púls
22 km - 4:04 - 152
23 km - 3:54 - 152
24 km - 3:52 - 151
25 km - 3:53 - 150
Fórum í gegnum 25 km á 1:39:27 eða 5 km á 19:37 ( 3:55 min/km). Gekk mjög vel á þessum hluta.
25 km - 30 km (Kirkjugarður-Skerjafjörður)
Áfram héldum við góðum hraða og sömuleiðis var púlsinn mjög rólegur og því "leyfilegt" að fara aðeins hraðar. Vatn og powerade við HR þó svo maður drekki mikið úr þessum glösum þá telur þetta að fá smá vökva í sig, hægði svo aðeins á mér þar sem Sigurjón fékk sér smá meira að drekka á drykkjarstöðvunum. Þegar við komum aftur að Nauthólsvík þá fann maður að vindurinn var frekar að bæta í frekar en að lægja eins og veðurspáin gaf til kynna fyrst.
km - tími - púls
26 km - 3:59 - 151
27 km - 3:55 - 151
28 km - 3:57 - 150
29 km - 3:52 - 149
30 km - 3:56 - 149
Fórum í gegnum 30 km á 1:59:11 eða 5 km á 19:39 (3:55 min/km) síðustu km mjög jafnir.
Tók annað gel rétt fyrir snúningspunkt, snérum við í ca. 31,7 km og þá fengum við vindinn beint á móti okkur og það tók strax meira á en við héldum samt hraða sæmilega. Voru því rúmlega 3 km af mótvindi, mesti vindurinn var svo við dælustöðina og flugbrautarendann að Nauthólsvík. Strax við snúningspunkt fórum við að mæta öðrum maraþon hlaupurum, þá sá maður að Birgir Már var kominn í 3 sætið og svo Freyr í 4 sætinu. Alltaf gaman að mæta öðrum hlaupurum í keppninni og hvetja og fá hvatningu. Þessa þrjá km tóku við svo aftur samvinnu með að brjóta vindinn.
km - tími - púls
km - tími - púls
41 km - 4:01 - 156
42 km - 3:49 - 156
42,2 km - 1:17 - 159
Komum í mark á tímanum 2:48:36 og leiddumst í mark þannig að það færi ekkert á milli mála að við værum saman í 1. og 2. sæti.
Var bara mjög góður eftir að ég kom í mark, þegar maður fór að kólna var maður svo fljótur að fara og skipta um föt. Gaman að vera í marki þegar fólkið fór svo að tínast í mark. Flott hjá Bigga að fara undir 3 klst og vera í 3. sæti. Eftir að hafa komð smá næringu í kroppinn var svo brunað heim og svo á hendboltamót á Selfossi með miðjuna mína.
Búnaður:
Skór: Nike Pegasus 34
Sokkar: CW-X compression sokkar
Buxur: CW-X compression buxur
Peysa: CW-X léttur hlaupa langerma bolur
Bolur: Inov-8 hlaupa bolur
Næring:
5 GU energy gel. 1 fyrir hlaup og svo 4 í hlaupinu.
Drakk á hverri vatnsstöð vatn og orku þar sem það var í boði.
Þakkir:
Félagar maraþonhlaupara fá bestu þakkir fyrir að halda úti þessari hlaupa seríu, frábært að það sé í boði að hlaupa alvöru maraþon bæði að vori og að hausti á Íslandi. Þá var einnig brautarvarsla og merkingar alveg til fyrirmyndar fannst mér og sömuleiðis góðar drykkjastöðvar, ekki hægt að biðja um meir.
Sömuleiðis fær fjölskyldan mín ævinlega þakkir fyrir að þola æfingar í tíma og ótíma.
31 km - 3:54 - 150
32 km - 4:02 - 149
33 km - 4:01 - 151
34 km - 4:05 - 153
35 km - 4:02 - 151
Fórum í gegnum 35 km á 2:19:20 eða 5 km á 20:04 (4:00 min/km)
Gott að fá frí frá vindum og klára 35-36 km og enginn veggur ennþá, allt mjög jákvætt og þarna datt maður í gærinn og fór að rúlla vel þegar við fórum að mæta öllum í hálfu maraþon-i, mikil hvatning frá öllum sem við vorum að mæta frá Nauthólsvík að HR og að Kirkjugarðinum, þá tók aftur við mótvindur 39 km og 40 km. Tók líka 1 gel fyrir síðustu drykkjarstöðina við HR og fékk mér svo vatn og powerade. Mjög jákvætt að vera bara smá stífur en orkan var mjög góð og því engar áhyggjur að rúlla í mark þegar maður var kominn þetta langt.
km - tími - púls
36 km - 4:01 - 152
37 km - 3:56 - 152
38 km - 3:56 - 152
39 km - 4:04 - 151
40 km - 4:01 - 153
Kláruðum 40 km á 2:39:23 og þá sá maður að við værum alltaf að fara undir 2:50 eins og markmiðið var, þó svo að ef eitthvað smávægilegt kæmi uppá. Kláruðum þarna 5 km á 19:58 (3:59 km/klst)
40 km - 42,2 km (Fossvogur-Rafstöð)
Vorum þarna komnir inn í Fossvog og ennþá að rúlla vel, fyrst við vorum þarna ennþá saman þá spyr ég Sigurjón hvort við eigum ekki bara að rúlla saman alla leið. Vorum báðir meira að horfa á þetta sem æfingu frekar en kepnni og erum sömuleiðis að fara keppa saman eftir 6 vikur og því var ekki stemning í því að fara í einhverja dauða keyrslu í lokin. En Þarna var nú meiri mótvindur en maður hefði viljað en líka mjög lítið eftir og því bara gaman að rúlla þarna og hægt að rólega eftir því sem var nær í markið juku við hraðann.km - tími - púls
41 km - 4:01 - 156
42 km - 3:49 - 156
42,2 km - 1:17 - 159
Komum í mark á tímanum 2:48:36 og leiddumst í mark þannig að það færi ekkert á milli mála að við værum saman í 1. og 2. sæti.
Ég og Sigurjón Ernir að koma saman í mark (mynd Simona Vareikaitė) |
![]() |
Sigurjón Ernir og ég í 1. og 2. sæti og svo Birgir Már í 3. sæti (mynd Félag maraþonhlaupara) |
Búnaður:
Skór: Nike Pegasus 34
Sokkar: CW-X compression sokkar
Buxur: CW-X compression buxur
Peysa: CW-X léttur hlaupa langerma bolur
Bolur: Inov-8 hlaupa bolur
Næring:
5 GU energy gel. 1 fyrir hlaup og svo 4 í hlaupinu.
Drakk á hverri vatnsstöð vatn og orku þar sem það var í boði.
Þakkir:
Félagar maraþonhlaupara fá bestu þakkir fyrir að halda úti þessari hlaupa seríu, frábært að það sé í boði að hlaupa alvöru maraþon bæði að vori og að hausti á Íslandi. Þá var einnig brautarvarsla og merkingar alveg til fyrirmyndar fannst mér og sömuleiðis góðar drykkjastöðvar, ekki hægt að biðja um meir.
Sömuleiðis fær fjölskyldan mín ævinlega þakkir fyrir að þola æfingar í tíma og ótíma.