29.3.02
Skíði
Var á skíðum í Bláfjöllum í gær. Svaka flott veður, logn og sól. Það var nú bara þónokkur snjór, langar að fara aftur í dag en maður þarf víst að læra.
26.3.02
Páskatónleikar Radíó X
Ég var að vinna mér miða á páskatónleika radíó X sem eru í kvöld. Maus, Botnleðja og Fídel eru að spila.
Verður svaka gaman að heyra ný lög með Maus og Botnleðju.
Verður svaka gaman að heyra ný lög með Maus og Botnleðju.
Merki:
Tónlist
25.3.02
Enska deildin
Bara að minna á það að Liverpool eru efstir eftir leiki helgarinnar.
:)
:)
Merki:
Fótbolti
Afrika
Þá fór ég á myndasýningu úr ferð bróður míns, Jóns Hauks, um Afríku.
Svaka flottar myndir, enda úrvals ljósmyndari þar á ferð. Allavegana var mjög gaman að sjá myndir og heyra sögur úr þessu ævintýri.
Svaka flottar myndir, enda úrvals ljósmyndari þar á ferð. Allavegana var mjög gaman að sjá myndir og heyra sögur úr þessu ævintýri.
Merki:
Daglegt,
ljósmyndun
Matarklúbburinn
Jæja, Matarklúbburinn gekk mjög vel.
Ég var með sveppi með gómsætri fyllingu í forrétt og Mexican kjúklingarétt í aðalrétt og svo ís í eftrirétt. Heppnaðist svaka vel.
Þið getið fundið myndir af þessu á:
http://www.hi.is/~orvars/Matark_Orvar/
Þá er ég líka búinn að setja myndirnar frá Matarklúbbinum hjá Kidda:
http://www.hi.is/~orvars/Matark_Kiddi/
Allir sáttir?
Ég var með sveppi með gómsætri fyllingu í forrétt og Mexican kjúklingarétt í aðalrétt og svo ís í eftrirétt. Heppnaðist svaka vel.
Þið getið fundið myndir af þessu á:
http://www.hi.is/~orvars/Matark_Orvar/
Þá er ég líka búinn að setja myndirnar frá Matarklúbbinum hjá Kidda:
http://www.hi.is/~orvars/Matark_Kiddi/
Allir sáttir?
Merki:
Ljósmyndir,
Matarklúbbur
24.3.02
Þynnkudagur #1
Þunnur, vitlaus, nenni ekki neinu, hvað þá að vera upp í skóla að gera verkefni!
:(
:(
23.3.02
Matarklúbburinn hjá Örvari
Þá er komið að því, já það er satt, MATARKLÚBBURINN ER Í KVÖLD HJÁ MÉR, ÖRVARI. Jæja mæting í kvöld klukkan 19:30.
Þeir sem eru skráðir til leiks eru, Stinni pund, Jólfur kallaður Gísli, Mummi Árna, Gúndi Sverris, Gven Ingvars, Hinni Siegal og Örvar Steingrímsson. Þá er aldrei að vita nema að Michelin maðurinn fljúgi inn frá Danmörku. Þá hefur það komið í ljós að Nonni Hannes kemur og Íbbó kemur seint.
Jón Snæ fær sérstakar þakki fyrir að lána mér myndavél.
Sjáumst í kvöld.
Þeir sem eru skráðir til leiks eru, Stinni pund, Jólfur kallaður Gísli, Mummi Árna, Gúndi Sverris, Gven Ingvars, Hinni Siegal og Örvar Steingrímsson. Þá er aldrei að vita nema að Michelin maðurinn fljúgi inn frá Danmörku. Þá hefur það komið í ljós að Nonni Hannes kemur og Íbbó kemur seint.
Jón Snæ fær sérstakar þakki fyrir að lána mér myndavél.
Sjáumst í kvöld.
Merki:
Matarklúbbur
22.3.02
Matarklúbburinn hjá Örvari
Matarklúbburinn er á morgun og er enginn annar en ég "Örvar Steingrímsson" sem held hann.
Mæting laugardaginn 23. mars í Hlíðarhjalla 23. kl 19:30.
Mæting laugardaginn 23. mars í Hlíðarhjalla 23. kl 19:30.
Merki:
Matarklúbbur
Hitt og þetta
Var á fótboltaæfingu í gær með TLC. Gat ekki blautann skít til að byrja með, en svo komst ég í gang. Samt hundleiðinleg æfing.
Inter vann Valencia 1-0.
Svaka fjör í spurningarsamkeppninnu Örvar_Hvað veistu? Gummí Árna a.k.a Mummi er efstur með 80%. Góður.........
Inter vann Valencia 1-0.
Svaka fjör í spurningarsamkeppninnu Örvar_Hvað veistu? Gummí Árna a.k.a Mummi er efstur með 80%. Góður.........
21.3.02
Ný skíði
Ég fór í svaka leiðangur í gær. Fór á útsölur og keypti mér skíði, skíðaskó og bindingar.
Keypti skó og bindingar í GÁP og skíðin í Nanoq. Allt á 50% afslætti. Þannig að maður verður að reyna að skella sér á skíði um helgina.
Sjáumst í fjöllunum.
Keypti skó og bindingar í GÁP og skíðin í Nanoq. Allt á 50% afslætti. Þannig að maður verður að reyna að skella sér á skíði um helgina.
Sjáumst í fjöllunum.
Merki:
Skíði
20.3.02
Liverpool 2 - 0 Roma
Liverpool komst áfram í Meistaradeildinni í gær, með því að vinna Roma 2-0 á Anfield, ekki slæmt það.
Merki:
Fótbolti
7.3.02
Teljari
Var að setja teljara inn á síðuna. Þannig að nú get ég fylgst með fjöldanum sem kíkir á síðuna.
Merki:
Tækni
LIVERPOOL 3 - Newcastle 0
LIVERPOOL 3 - Newcastle 0. Anelka og Murphy menn leiksins að mínu mati.
Merki:
Fótbolti
Ísklifur
Á þriðjudaginn fór ég svo í mitt fyrsta ísklifur. Var að klifra í gamla súrheystankinum á Gufunesi, ca. 12 m hár. ÍTR er búið að útbúa manngerðan foss.
Svaka fjör, tók mikið á hendurnar, en mjög gaman.
Svaka fjör, tók mikið á hendurnar, en mjög gaman.
Merki:
Útivist
Skíðaferð
Fór í skíðaferð til Akureyrar um helgina.
Veðrið var ekki nógu gott, þannig að á laugardeginum var farið á gönguskíði og svo skellt sér til Dalvíkur á skíði. Það var ekki nema 25 m/s í Hlíðarfjalli á laugardeginum.
Á sunnudeginum var gott veður niðri í bæ, en frekar slæmt upp á fjalli. Komst í tvær ferðir með Fjarkanum og svo bilaði hann og ég var fastur upp í lyftu í 30 mín í skíta kulda. Þá var restin af deginum tekin í diskalyftunni og svo brunað heim. Horft var á Lord of the Rings á leiðinni heim. Sem sagt svaka fjör.
Veðrið var ekki nógu gott, þannig að á laugardeginum var farið á gönguskíði og svo skellt sér til Dalvíkur á skíði. Það var ekki nema 25 m/s í Hlíðarfjalli á laugardeginum.
Á sunnudeginum var gott veður niðri í bæ, en frekar slæmt upp á fjalli. Komst í tvær ferðir með Fjarkanum og svo bilaði hann og ég var fastur upp í lyftu í 30 mín í skíta kulda. Þá var restin af deginum tekin í diskalyftunni og svo brunað heim. Horft var á Lord of the Rings á leiðinni heim. Sem sagt svaka fjör.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)