25.6.04

Mallorca: Dagur 2

Ola from Spain

Tha erum vid komin til Mallorca og vedrid er buid ad vera frabaert, 30 stiga hita og heidskyrt bada dagana. Buin ad kaupa strand tennis spada og vorum i thvi a strondinni adan. Tha forum vid einnig i venjulegan tennis en gatum ekki verid mjog lengi vegna hita! Skil ekki hvernig er haegt ad spila fotboltaleik i thessu vedri.

Forum i gaer a pizza stad sem var mjog godur! Forum svo ad horfa a Portugal vs. England a einhverjum mesta thjodverja bar i baenum og er nog af theim samt! Ekkert sma stud ad horfa a leikinn med 300 fullum span- og thjodverjum!

Annars bara allt gott ad fretta! Buin ad sola okkur mikid og annad!

Orlish Spanski

22.6.04

Mallorca...

Ég og Anna erum að fara til Mallorca á morgun. Ekki laust við að það sé kominn smá tilhlökkun í mann. Við munum vera í tvær vikur og gista á Fontanelles Park á Playa de Palma ströndinni en það er rétt utan við Palmaborg sem er höfuðborg eyjunnar.

Við leggjum af stað kl. 17 á morgun og lendum um kvöld en svo verður komið heim aðfaranótt 8. júlí kl.00:30.

Ég ætla að reyna að komast á internet kaffi og setja smá dagbókarfærslur um daga í útlandinu!

Þannig að bless bless í bili!

21.6.04

Veður...

Þá á að vera bannað að vera í skrifstofu-/innivinnu í svona góðu veðri! Maður situr hérna fyrir framan tölvuna við glugga sem snýr í suður og er gjörsamlega að kafna úr hita! En fyrir fáfróða þá skín sólin inn um suðurglugga! Það þyrfti að fara redda loftkælingu hérna!

Annars er maður með hugan við Mallorca og væri alveg til í að vera farinn í frí!

Helgin...

Þá er helgin búin en það er allt í góðu því maður er alveg að fara í frí.

Kíkti í útskrift til Gísla en hann var að klára master í Rafmagns- og tölvuverkfræði. Óska honum til hamingju með það. Annars sá ég lokaverkefnið hans og ég get alveg sagt það þetta virtist vera mjög óáhugavert, minnti mig á svona línulega algebra/stæ.greiningar kennslubók og ekki er það gott :). Annars mjög flott verkefni hjá honum, efast ekkert um það!

Þá var það næst Gummi Ingvars sem var að útskrifast. Hann kláraði viðskiptafræðina og óska ég honum til hamingju með það! Kíktum til hans eftir útskriftina hjá Gísla og sátum þar úti og var drukkinn bjór og spjallað fram eftir! Ég nennti svo ekki í bæinn og rölti því bara heim! Enda var stórleikur í utandeildinni í gær!

Þá átti ég afmæli um helgina og var haldin svona afmælisveisla, Part II. Ömmurnar og Afarnir og tengdó og Stymir og Ragnheiður komu í mat og var það bara mjög fínt! Það var setið útí í góða veðrinu og alles!

Þá vann TLC sinn fyrsta leik í Utandeildinni 2004 og var það mjög gaman að spila góða leik á afmælisdaginn. TLC vann FC Mjöð 3-2.

Svo er það bara Mallorca á miðvikudaginn! Geri ekki ráð fyrir að setja nýjar myndir inná myndasíðuna mína fyrr en ég kem heim frá Mallorca!

Örlish! Going on a vacation!

18.6.04

17. júní og útskriftir!

17. júní var fínn! Afmæli lýðveldisins og svona og ég fór í kökuboð til Ömmu og kíkti svo aðeins niðrá Rútstún á Kidda skáta! Vegna 24 fíknar var ekki farið niður í bæ um kvöldið!

Annars er ég að spá að kíkja aðeins í golf í kvöld, þeas bara útá teig og negla nokkrar golfkúlur! Fyrst maður er nú kominn með kerru og nokkrar kylfur þá verður maður að byrja golfsumarið! Ef einhver vill koma þá bara bjalla!

Þá fer laugardaginn í útskriftir. Gummi Ingars aka GI Jane og Gísli aka Computer Gilz eru að útskrifast og svo eru það verkfræði hópurinn sem er einnig að útskrifast og ætla ég að reyna að kíkja á þau líka!

Þannig er það nú!

Afmæli, Part I

25 ára afmæli Örvar, Part I heppnaðist mjög vel. Það var gott veður og var setið bæði inni og úti á palli og drukkinn bjór! Það var góð mæting þó svo að sumir hafa ekki nennt að mæta en nefnum þó ekki nein nöfn (Þó svo að nafnið Stebbi komi upp í hugann).

Gjafirnar voru góðar. Fékk golfkerru frá Uncle G, Kid Rock, John Haynes, Reynz, Computer Gilz und Atla Owngoal. Svo voru það Casa staupglös frá Ingu og DVD + Rauðvín frá Kidda og Laufey! Þá fengu Ívar aka Ken, Stebbi aka Michelin-maðurinn , Árni aka Jim Bob og Gummi I aka GI Jane frest fram til 20. júní til að gefa sína gjöf :) Annars bara takk fyrir gjafirnar! Er ég að gleyma einhverju?

Förum svo í bæinn um 01:30 og enduðum á Sólon. Maður fer að velta því fyrir sér hvort að maður sé að verða of gamall til að mæta á suma staði því meðalaldurinn á nokkrum stöðum bæjarins er eitthvað undir 20 held ég! Kvöldið heppnaðist í alla staði vel og var ég mjög ánægður með þetta allt saman!

Myndir koma svo í næstu viku!

16.6.04

Stórveldi?

Liverpool hefur nú ekki verið mikið stórveldi seinustu 14 ár en nú verður vonandi breyting á. Rafael Benitez er tekin við Liverpool og vonandi eru bjartir tímar framundan!

Djöfull er maður ánægður að loksins sé búið að kynna nýjan stjóra. Maður hefur mjög góða tilfinningu með þessu og nú geta Arsenal og Man Utd og Chelsea farið að vara sig, er það ekki annars!

Verður gaman í sumar að fylgjast með hvaða leikmenn fara út og hvaða drasli hann ætlar að henda, nóg til af því!

ÉG vill segja bless við Babbel, Diouf, Smicer, Diao, Traore, Biscan, Vignal og Cheyrou. Þessa menn má gefa en svo eru það aðrir sem er spurning með, passa þeir inn í nýtt lið og annað. Þannig myndi ég ekkert sjá voðalega eftir Henchoz og Finnan. En þá ætti þetta vera fínt í bili og hægt að nota restina til að byggja gott lið á!

Örlish Football manager!

Í tilefni af afmæli!

Þá er maður bara að verða 25 ára bráðum eða nánar tiltekið 20. júní 2004! Í tilefni þess verður skrúðganga og skemmtun á Rútstúni á morgun 17. júní. Nei ég er að plata ykkur, djö er ég fyndinn maður! En í tilefni af afmæli mínu ætla ég að bjóða heim í kvöld, bjór og læti í H23!

Fór að versla allt nauðsynlegt fyrir afmælið í gær þannig að það verður lítið mál að mixa þetta allt á eftir!

Ég bið velviingar til þess fólks sem er ekki boðið í kvöld, það er bara þannig að íbúðin tekur mjög takmarkað þannig að það var bara að cut"a" einhverstaðar en þeir sem þykjast þekkja mig og finnst óréttlátt að ég bjóði þeim ekki, endalega mætið! Því allir eru velkomnir.

Annars dreymi mig furðulegan draum í nótt um afmælið mitt. Mig dreymdi að mamma og pabbi hefðu gefið mér hrærivél í afmælisgjöf! En eins og gefur að skilja var ég nokkuð óhress með það! Þó svo að maður sé að dreyma asnalega hluti þá er ég allavegana ánægður að maður hafi nú verið óánægður með þetta. Annars hefði þetta verið hryllingur...

Annars verður það bara bjór og botsja í kvöld, ekki amarlegt það ha!

Örlish afmælisbarn!

15.6.04

John Doe

John Doe er nokkuð skemmtilegur þáttur á Skjá I sem ég er ný byrjaður að horfa á. Þar sem ég missti af fyrstu þáttunum þá náði ég í alla fyrstu seríuna og ætla að fara horfa á hana svona inná milli 24 geðveikinnar!

En það er bara eitt slæmt við þessa þætti og það er að ég veit að það var hætt að framleiða þá eftir fyrstu seríu! Þannig að maður kemst ekki að því hvaðan John Doe kom/kemur. Þá er spurningin hvort maður eigi að horfa á þættina og vera pirraður í lokin eða á maður að sleppa því?

Þá er eitthvað svo gott að geta horft á þætti svona alla í röð! Er byrjaður að ná í Alias, Cold Case, Malcolm in the Middle, CSI og eitthvað í viðbóð! Á alveg eftir að tékka á Alias og Cold Case hef allavegana heyrt að Alias séu góðir!

Örlish! TV Mental Patient

14.6.04

Fótbolti er góður

EM byrjað og er það mikið fagnaðarefni. Mér finnst þetta alveg merkilegt mað þessar stórkeppnir hvað fótbolta "special"listar skjótast upp á sjónvarsviðið og fara hamförum í umræðu um fóltbolta.
Bara með því að horfa á einn fótbolta leik eru menn orðnir sérfræðingar! Það mætti stundum halda að þetta lið sæti og horfði á leiki, tæki glósur af því sem íþróttafréttamennirnir segja og mæta svo í vinnuna og sýna snilldar kunnáttu sína um fótboltann!

En allavegana ætla ég að reyna að horfa á sem flesta leiki! Ég er búinn að horfa á alla leikina og haft gaman af, held samt að maður eigi nú eftir að sleppa einhverjum leikjum!

Ég spáði Portúgal sigri í mótinu í veðmáli í vinnunni, ekki alveg að gera góða hlutu þar! Annars er alltaf gaman að horfa á leiki þar sem leikurinn snýst við á örfáum mínútum eins og Englad vs. Frakkland! Þó svo maður hafi nú vorkennt Englendingunum, en það var besti leikurinn um helgina!

Svo verður maður að hætta snemma í vinnunni í dag til að horfa á Danmörk - Ítalía sem ég spái 0-1 fyrir Ítalíu og svo Svíþjóð - Búlgaría sem ég held að endi 1-1.

Annars eru það fastir liðir eins og venjulega, get bara ekki hætt að horfa á 24, er kominn á númer/kl. 20:00 í 2 seríu! Horfið á einhverja 4 þætti í gærkvöldi!

Þetta er bara rúgl
Örlish!

13.6.04

Tónleikadómur!

Starsailor voru algjör snilld! Mjög góðir tónleikar á mjög góðum tónleika stað! Það var góð stemmning og þeir tóka öll bestu lögin, var þó ekki var við neitt nýtt, getur samt verið að það hafi verið eitt nýtt lag eða eitthvað B-hliða lag! Fínt að tónleikarnir voru á góðum tíma og að geta keypt sér bjór og svona!

Þá las ég dóm frá Bigga í Maus um tónleikana en honum fannst þeir lélegir, kemur kannski ekki á óvart þar sem hann fílar ekki tónlistina! Annars talar maðurinn um ekkert annað en hvað öll tónlist á að vera frumleg!!! Hvernig væri þetta ef allir eru að reyna að vera frumlegir og gera eitthvað nýtt, hvað er að því að gera það sem virkar og gera það vel, ég bara spyr! Þá sagði hann einnig að eitt að besta lagið á tónleikunum væri Fall to the Floor en lagið heitir víst Four to the Floor, Biggi að skíta á sig þarna! Hann er alltaf að minnka í áliti hjá mér!

Er á handónýtu lykklaborði hjá tengdó, tala aðeins um gleði og sorgir varðandi EM á morgun!

Bless bless
Örlish!

11.6.04

Starsailor

Það er Starsailor í kvöld á NASA and I'm gonna be there! Þetta er snilldar band sem á marga slagara, t.d.: Alcoholic, Lullaby, Good Souls, Poor Misguided Fool, Silence Is Easy og nýjast nýtt Four to the Floor!

Ég á báða diskana og mæli með þeim og ef þið viljið fá öryggisafrit af diskunum mínum til geymslu þá bjallið þið bara í mig ;) Þetta er algjört britpop svipaðir og David Gray og annað þannig að það verður nú ekkert head banga í kvöld!