17. júní var fínn! Afmæli lýðveldisins og svona og ég fór í kökuboð til Ömmu og kíkti svo aðeins niðrá Rútstún á Kidda skáta! Vegna 24 fíknar var ekki farið niður í bæ um kvöldið!
Annars er ég að spá að kíkja aðeins í golf í kvöld, þeas bara útá teig og negla nokkrar golfkúlur! Fyrst maður er nú kominn með kerru og nokkrar kylfur þá verður maður að byrja golfsumarið! Ef einhver vill koma þá bara bjalla!
Þá fer laugardaginn í útskriftir. Gummi Ingars aka GI Jane og Gísli aka Computer Gilz eru að útskrifast og svo eru það verkfræði hópurinn sem er einnig að útskrifast og ætla ég að reyna að kíkja á þau líka!
Þannig er það nú!
1 ummæli:
Kominn með nýtt comment kerfi!
Bara að prufa!
Skrifa ummæli