Þá er helgin búin en það er allt í góðu því maður er alveg að fara í frí.
Kíkti í útskrift til Gísla en hann var að klára master í Rafmagns- og tölvuverkfræði. Óska honum til hamingju með það. Annars sá ég lokaverkefnið hans og ég get alveg sagt það þetta virtist vera mjög óáhugavert, minnti mig á svona línulega algebra/stæ.greiningar kennslubók og ekki er það gott :). Annars mjög flott verkefni hjá honum, efast ekkert um það!
Þá var það næst Gummi Ingvars sem var að útskrifast. Hann kláraði viðskiptafræðina og óska ég honum til hamingju með það! Kíktum til hans eftir útskriftina hjá Gísla og sátum þar úti og var drukkinn bjór og spjallað fram eftir! Ég nennti svo ekki í bæinn og rölti því bara heim! Enda var stórleikur í utandeildinni í gær!
Þá átti ég afmæli um helgina og var haldin svona afmælisveisla, Part II. Ömmurnar og Afarnir og tengdó og Stymir og Ragnheiður komu í mat og var það bara mjög fínt! Það var setið útí í góða veðrinu og alles!
Þá vann TLC sinn fyrsta leik í Utandeildinni 2004 og var það mjög gaman að spila góða leik á afmælisdaginn. TLC vann FC Mjöð 3-2.
Svo er það bara Mallorca á miðvikudaginn! Geri ekki ráð fyrir að setja nýjar myndir inná myndasíðuna mína fyrr en ég kem heim frá Mallorca!
Örlish! Going on a vacation!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli