16.6.04

Í tilefni af afmæli!

Þá er maður bara að verða 25 ára bráðum eða nánar tiltekið 20. júní 2004! Í tilefni þess verður skrúðganga og skemmtun á Rútstúni á morgun 17. júní. Nei ég er að plata ykkur, djö er ég fyndinn maður! En í tilefni af afmæli mínu ætla ég að bjóða heim í kvöld, bjór og læti í H23!

Fór að versla allt nauðsynlegt fyrir afmælið í gær þannig að það verður lítið mál að mixa þetta allt á eftir!

Ég bið velviingar til þess fólks sem er ekki boðið í kvöld, það er bara þannig að íbúðin tekur mjög takmarkað þannig að það var bara að cut"a" einhverstaðar en þeir sem þykjast þekkja mig og finnst óréttlátt að ég bjóði þeim ekki, endalega mætið! Því allir eru velkomnir.

Annars dreymi mig furðulegan draum í nótt um afmælið mitt. Mig dreymdi að mamma og pabbi hefðu gefið mér hrærivél í afmælisgjöf! En eins og gefur að skilja var ég nokkuð óhress með það! Þó svo að maður sé að dreyma asnalega hluti þá er ég allavegana ánægður að maður hafi nú verið óánægður með þetta. Annars hefði þetta verið hryllingur...

Annars verður það bara bjór og botsja í kvöld, ekki amarlegt það ha!

Örlish afmælisbarn!

Engin ummæli: