Ég og Anna erum að fara til Mallorca á morgun. Ekki laust við að það sé kominn smá tilhlökkun í mann. Við munum vera í tvær vikur og gista á Fontanelles Park á Playa de Palma ströndinni en það er rétt utan við Palmaborg sem er höfuðborg eyjunnar.
Við leggjum af stað kl. 17 á morgun og lendum um kvöld en svo verður komið heim aðfaranótt 8. júlí kl.00:30.
Ég ætla að reyna að komast á internet kaffi og setja smá dagbókarfærslur um daga í útlandinu!
Þannig að bless bless í bili!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli