13.6.04

Tónleikadómur!

Starsailor voru algjör snilld! Mjög góðir tónleikar á mjög góðum tónleika stað! Það var góð stemmning og þeir tóka öll bestu lögin, var þó ekki var við neitt nýtt, getur samt verið að það hafi verið eitt nýtt lag eða eitthvað B-hliða lag! Fínt að tónleikarnir voru á góðum tíma og að geta keypt sér bjór og svona!

Þá las ég dóm frá Bigga í Maus um tónleikana en honum fannst þeir lélegir, kemur kannski ekki á óvart þar sem hann fílar ekki tónlistina! Annars talar maðurinn um ekkert annað en hvað öll tónlist á að vera frumleg!!! Hvernig væri þetta ef allir eru að reyna að vera frumlegir og gera eitthvað nýtt, hvað er að því að gera það sem virkar og gera það vel, ég bara spyr! Þá sagði hann einnig að eitt að besta lagið á tónleikunum væri Fall to the Floor en lagið heitir víst Four to the Floor, Biggi að skíta á sig þarna! Hann er alltaf að minnka í áliti hjá mér!

Er á handónýtu lykklaborði hjá tengdó, tala aðeins um gleði og sorgir varðandi EM á morgun!

Bless bless
Örlish!

Engin ummæli: