John Doe er nokkuð skemmtilegur þáttur á Skjá I sem ég er ný byrjaður að horfa á. Þar sem ég missti af fyrstu þáttunum þá náði ég í alla fyrstu seríuna og ætla að fara horfa á hana svona inná milli 24 geðveikinnar!
En það er bara eitt slæmt við þessa þætti og það er að ég veit að það var hætt að framleiða þá eftir fyrstu seríu! Þannig að maður kemst ekki að því hvaðan John Doe kom/kemur. Þá er spurningin hvort maður eigi að horfa á þættina og vera pirraður í lokin eða á maður að sleppa því?
Þá er eitthvað svo gott að geta horft á þætti svona alla í röð! Er byrjaður að ná í Alias, Cold Case, Malcolm in the Middle, CSI og eitthvað í viðbóð! Á alveg eftir að tékka á Alias og Cold Case hef allavegana heyrt að Alias séu góðir!
Örlish! TV Mental Patient
Engin ummæli:
Skrifa ummæli