Engin hljómsveit nema Interpol kemst upp með að semja hádramatískt lag um tilraunir söngvara sveitarinnar til að fá kærustuna sína til að koma í trekant. „Elskan, það er kominn tími á breytingar,“ syngur Paul Banks í No I in Threesome, sem er svo dramatískt að það gæti alveg eins fjallað um um ástandið í Darfur-héraði eða fjöldamorð í bandarískum háskólum.
Þetta lag er allavega nokkuð gott og þá sérstaklega með tilliti til textans.
Það er hann Alti Fannar sem skrifaði dóminn í blaðinu.
Hérna er lagið á Youtube