26.7.07

No I in threesome

Ég er búinn að vera að hlusta á nýju Interpol plötuna í vinnunni. Á ennþá eftir að mynda mér skoðun á henni en las einn dóm um hana sem er svona helvíti fyndinn.
Engin hljómsveit nema Interpol kemst upp með að semja hádramatískt lag um tilraunir söngvara sveitarinnar til að fá kærustuna sína til að koma í trekant. „Elskan, það er kominn tími á breytingar,“ syngur Paul Banks í No I in Threesome, sem er svo dramatískt að það gæti alveg eins fjallað um um ástandið í Darfur-héraði eða fjöldamorð í bandarískum háskólum.

Þetta lag er allavega nokkuð gott og þá sérstaklega með tilliti til textans.

Það er hann Alti Fannar sem skrifaði dóminn í blaðinu.

Hérna er lagið á Youtube

25.7.07

Tegan and Sara

Tegan and Sara áttu eina bestu plötu ársins 2004 að mínu mati og nú er að fara koma ný plata frá þessum eineggja tvíburum. Hérna er fyrsta "smáskífan" af plötunni, lofar góðu.

24.7.07

Eyjavitleysa!

Þar sem ég er mikill mótmælandi þess að það verði gerð göng til Eyja er ég mjög svo sammála þessari grein hérna um þessa frétt.

Efast nú um að hann Jói nái að sannfæra mig um ágæti þessara ganga en það má alveg rannsaka þetta fyrir mér enda þá fær bróðir minn og Þrándheimsbræður eitthvað að gera!

6.7.07

Markið fræga

Ég sá markið í sjónvarpinu og horfði svo á bæði Ísland í dag og einnig Kastljós. Það sem ég held er að:

Bjarni hafi skorað óvart, held að það sé alveg á hreinu. Aftur á móti þoli ég ekki þegar lið sparkar boltanum útaf á vallarhelming andstæðinga og er svo skilað boltanum upp við hornfána á sínum eigin vallarhelming og andstæðingurinn pressar eftir á. Held að það sé það sem Bjarni hafi ætlað sér.

Auðvitað átti Guðjón að skipa sínu liði að skora sjálfsmark, þó svo að Keflvíkingar hafi brugðist reiðir við. Tek þessa afsökun ekki gilda.

Hvað ætluðu þessir Keflvíkingar að gera við Bjarna þegar þeir hlaupa á eftir honum upp í klefa, lá þeim svona mikið á að tala við hann? Setja þessa menn í bann og ekkert annað.

Báðir þjálfarar koma einstaklega illa frá þessu máli, hver lýgur meira veit ég ekki.

Þannig að sá sem kemur út úr þessu með mestri reisn (að mínu mati) er Bjarni Guðjónsson.

5.7.07

Athugasemdir

Ég held svei mér þá að athugasemda kerfið sé bilið, menn hafa alveg verið að missa sig í að kommenta hérna á síðuna. Nei segi bara svona...

4.7.07

El Niño

Þá er það staðfest, Fernando Torres er að koma til Liverpool. Hef ekki verið svona spenntur yfir kaupum Liverpool í langan tíma, jússímía.
Hann virðist samt ekkert vera raða mörkunum inn á Spáni en held samt að hann eigi eftir að vera góður fyrir Liverpool. Maður er samt alltaf smeikur þegar menn eru að koma í nýtt land og nýja deild en vonandi verður hann fljótur í gang og við fáum að sjá eitthvað af svona mörkum...


Nú er bara að vona að það fari að detta einhver kantari inn og þá erum við að tala saman.

3.7.07

Svalasti karakter kvikmyndasögunnar?

Gerast þeir eitthvað svalari en John McClane? Held að svarið sé nei.

Ég og Árni fórum í nostalgíu ferð á Die Hard 4.0 í gærkvöldi og báðir með varan á gagnvart þeirri nýju, því hinar þrjár eru náttúrulega tær meistaraverk.

En þegar við gengum út úr Regnboganum vorum við sælir og glaðir eins og 16 ára unglingar 1995 þegar við löbbuðum heim úr Mjóddinni eftir að hafa séð Die Hard with a Vengeance. Ég var mjög ánægður með þessa mynd og var John McClane svalari en svalt og harðari en hart. Hafði áhyggjur að Mac gaurinn myndi ekki passa þarna inn en hann var nokkuð fyndinn og svo voru bæði Kevin Smith og vondi gaurinn góðir.

Eitt atriði sem gekk ekki alveg upp og svo hefði James Bond aðeins mátt missa sig í þotu atriðinu en það hafði samt ekki áhrif á gæði myndarinnar.

Fyrst þegar ég heyrði um Die Hard fjögur var ég mjög smeikur en eftir að hafa séð hana get ég alveg sagt að hún á alveg heima með hinum þremur meistaraverkunum og er alveg pottþétt ein skemmtilegasta hasarmynd sem maður hefur séð í langan tíma.

Einkunn: Die Hard 4.0 fær 9

2.7.07

Nýtt í horfi

Smokin' Aces (2006)
Töff mynd, langt síðan að maður hefur séð svona svala krimma mynd.
Einkunn: Smokin' Aces fær 8

Pan's Labyrinth (2006)
Mjög svo skrítin mynd en samt góð.
Einkunn: Pan's Labyrinth fær 7

Crank (2006)
Hrein AST (Allt sprent í tætlur) mynd en er samt ekki að gera sig. Mæli frekar með The Transporter.
Einkunn: Crank fær 5

Employee of the Month (2006)
Heimsk grínmynd sem hægt er að hafa gaman af.
Einkunn: Employee of the Month fær 5

Next (2007)
Sama gildir hér og um Ghost Rider, Nicolas Cage er bara ekki svalur.
Einkunn: Next fær 5

Ghost Rider (2007)
Hvenær ætlar Nicolas "Why couldn't you put the bunny back in the box?" Cage að átta sig á því að hann er ekki hasarmyndahetja, hann á að leika fyllibyttu og aumingja. Reyndar var þessi snillingur í myndinni, man einhver eftir Road House :)
Einkunn: Ghost Rider fær 4

Business Time

Hérna er eitthvað til að koma ykkur af stað eftir helgina.