1.10.07

Sandkassaleikir

Helgin var nokkuð róleg hjá okkur í Moholti, sem er gott af og til. Það var góð tilbreyting að fara út á róló í þurru veðri þessa helgina og það sem meira var að það var einnig sól.

Ég held að mér finnist skemmtilegra en Kára að fara út á róló og moka í sandkassanum. Síðustu þrjár helgar hefur ég verið að "leika" mér af því að gera sandkastala með misgóðum árangri. Þannig er nefnilega málum háttað að maður á barn sem heldur að ég sé þarna (í sandkassanum) til að leika við sig en það er nefnilega stór misskilningur. Þannig að Kári kemur alltaf og hjálpar mér með kastalana og þar sem hans hjálp er misgóð þá enda kastalarnir yfirleitt sem útkraminn sandhaugur, sem er ágætis bygginar form en ekki það sem ég er að leita eftir.
Þannig að næstu helgi ætla ég að spyrja Jóa hvort hann vilji vera "memm" og við förum einir að leika okkur í sandkassanum.

Já það er gaman að eiga börn og hafa afsökun í að leika sér, get ekki beðið eftir því að fara renna mér á snjóþotu í vetur :)

Engin ummæli: