- 21: Jólagjafakaup og íbúðin þrifin hátt og lágt
- 22: Tengdó mætt á svæðið, farið í bæinn og skoðað sig um. Svo var auðvitað farið í HM og aðrar búðir.
- 23: Kvenfólkið ásamt Kára fóru í bæinn og við karlpeningurinn fórum á skíði upp í Vassfjellet. Frábært að komast á skíði.
- 24: Hamborgarhryggur í matinn og svo alveg fullt, fullt af pökkum. Kári var vakandi fram yfir miðnætti og alveg ótrúlega spenntur yfir öllum pökkunum.
- 25: Eftir smá afslöppun um morguninn var farið á skíði seinnipartinn. Kári og Rut (tengdó) voru á snjóþotu og aðrir á skíðum í brekkunni. Um kvöldið var svo borðað kalkún og slappað af.
- 26: Þessi dagur var notaður í sund í Pirbadet. Eins gott að nýta tímann vel því ekki er hann ódýr þar. Helsta sem maður verður að monta sig af eru að ég og Arnar stukkum niður af 10 m.
- Elgur með bernes var svo ekki slæmt til að klára "jólin".
- 27: Aftur á skíði.
- 28: Tengdó fara heim og svo koma mamma og pabbi núna í kvöld.
28.12.07
Skipti!
Jólin búin að vera mjög góð, skíði, sund og góður matur. Anna nýbúin að skrifa heila ritgerð um síðustu daga þannig að hér verður stiklað á stóru.
Merki:
Daglegt
24.12.07
Jólakveðja
Ég, Anna og Kári viljum óska öllum lesendum þessarar merku síðu gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Þeir sem ekki hafa fengið jólakort í pósti eða með tölvupósti geta látið sér þessa mynd duga, þetta er jólakortið í ár.
Þeir sem ekki hafa fengið jólakort í pósti eða með tölvupósti geta látið sér þessa mynd duga, þetta er jólakortið í ár.

23.12.07
Undanfarnir dagar
- Fór á mitt fyrsta norska djamm 11. des og var það bara helvíti gaman. Þetta var prófloka fagnaður hjá árganginum mínum í byggingunni, eða bygg og anlegg eins og það heitir, og var haldið í sal niður í bæ. Gekk vel að tala norskuna og gaman að hitta alla skólafélaga utan skólans.
- Var að gera verkefni eftir prófin sem ég skilaði 20. des. Fór ansi hægt af stað með að klára það, var með smá vanmat á hvað ég átti mikið eftir af því. Seinustu dagana fyrir skil var samt mjög mikið að gera. Ég var að vinna til kl. 4:30 nóttina fyrir skiladag og náði svo að skila 15:57 og var nú bara nokkuð sáttur með árangurinn.
- Eftir það var farið á fullt að klára jólainnkaup og svo var íbúðin þrifin hátt og lágt. Tengdó ásamt Arnari örverpi komu svo loksins aðfaranótt laugardags og voru þau sótt kl. 3 um nótt útá flugvöll, hressandi tími. En það var mikið búið að vara í gangi á Gardemoen sökum veðurs, mikil þoka varð til þess að ófært var í flugi í nokkurn tíma deginum áður og því mikið kaos í gangi. Þetta varð þess valdandi að töskurnar með öllum gjöfunum, fiskinum og auðvitað íslenska hamborgar hryggnum komu ekki til Þrándheims. Það var svo ekki fyrr en ég og Hörður (tengdó) keyrðum útá völl daginn eftir og þá voru töskurnar sem betur fer á sínum stað.
- Það er samt búið að vera ótrúlega gaman að vera loksins kominn í jólafrí og geta eytt tíma með fjölskyldunni, án samviskubits yfir lærdómi. Búið að fara í bæinn með allt liðið og bærinn skoðaður ásamt ferðum í HM og öðrum jólainnkaupum.
- Í dag fór svo kallpeningurinn á skíði og var það mjög svo skemmtilegt að komast loksins á skíði. Veit ekki hvað er langt síðan að maður fór á skíði fyrir jól en það tókst í ár.
- Jólin á morgun og læt þetta duga í bili.
Merki:
Daglegt
11.12.07
Próflok með meiru
Kláraði prófin á föstudaginn. Gekk ágætlega í sjálfur sér og þá sérstaklega ef tekið er tillit til þess hversu stuttan tíma maður hafði fyrir öll þessi próf. Ekki nóg með að þau hafi lent öll frekar snemma í próftöflu heldur hrúguðust þá einnig á nokkra daga, mjög svo hressandi. Get sagt að það hafi gengið vel með efnið frá því í ár en ekki vel í því sem maður tók upp frá því í fyrra. En svona er þetta þegar eitthvað er skilið eftir.
Þannig var það nefnilega að þegar skólinn byrjaði þá var ekki vitað hvort að eitthvað af þessum prófum yrði munnleg. Það var því verið að hringla með þetta allt saman langt fram eftir önninni og á endanum voru þessar dagsetningar settar niður. Það var samt verið að hringla með eitt prófið fram yfir miðjan nóvember sem er ekki gott. En nóg um það.
Próflokum var fagnað með að fara á smá bæjarflakk og svo bauð Anna okkur Kára út að borða á Ekon veitingarstaðinn í Tyholt turninum. Matur fínn og skemmtilegt að komast aðeins út úr húsi og gera eitthvað öðruvísi.
Það var svo einhverntímann um nóttina að ég vaknaði og var alveg að drepast í maganum. Gat ekki sofnað aftur sökum verkja og fannst því ákjósanlegt að leyfa Önnu að sofa út þegar vekjaraklukka heimilisins var komin á kreik, þar sem ég var nú löngu vaknaður. Ég entist í um tvo tíma og þá var það aftur rúmmið framan af degi og sófinn eftir það. Borðaði tvö kíví og svo eitt jógúrt fyrir háttinn þegar maginn var farinn að skána. Já svona var próflokum fagnað hjá mér, og til að forðast allan misskilning um þynnku eða álíka þá var drukkinn einn bjór kvöldið áður og það með kvöldmatnum.
En nú er maður bara mættur ferskur niður í skóla til að klára eitt stykki verkefni. Er að möndla saman árslista og er því góð tónlist sem ómar í eyrunum þessa stundina. Þannig að góðar stundir...
Þannig var það nefnilega að þegar skólinn byrjaði þá var ekki vitað hvort að eitthvað af þessum prófum yrði munnleg. Það var því verið að hringla með þetta allt saman langt fram eftir önninni og á endanum voru þessar dagsetningar settar niður. Það var samt verið að hringla með eitt prófið fram yfir miðjan nóvember sem er ekki gott. En nóg um það.
Próflokum var fagnað með að fara á smá bæjarflakk og svo bauð Anna okkur Kára út að borða á Ekon veitingarstaðinn í Tyholt turninum. Matur fínn og skemmtilegt að komast aðeins út úr húsi og gera eitthvað öðruvísi.
Það var svo einhverntímann um nóttina að ég vaknaði og var alveg að drepast í maganum. Gat ekki sofnað aftur sökum verkja og fannst því ákjósanlegt að leyfa Önnu að sofa út þegar vekjaraklukka heimilisins var komin á kreik, þar sem ég var nú löngu vaknaður. Ég entist í um tvo tíma og þá var það aftur rúmmið framan af degi og sófinn eftir það. Borðaði tvö kíví og svo eitt jógúrt fyrir háttinn þegar maginn var farinn að skána. Já svona var próflokum fagnað hjá mér, og til að forðast allan misskilning um þynnku eða álíka þá var drukkinn einn bjór kvöldið áður og það með kvöldmatnum.
En nú er maður bara mættur ferskur niður í skóla til að klára eitt stykki verkefni. Er að möndla saman árslista og er því góð tónlist sem ómar í eyrunum þessa stundina. Þannig að góðar stundir...
6.12.07
Þrif
Ég hlakka til þegar ég er búinn í prófum og þurfa ekki að fara heim að þrífa. Þannig er það nefnilega að í seinustu tvö skipti sem ég hef verið í prófum þá hef ég alltaf fagnað þeim merka áfanga með að vera á fullu að bæði þrífa og pakka áður en flogið er til Ísland.
En nú þarf þess ekki og helgin verður notuð í algjöra afslöppun. Anna er að vinna um helgina þannig að ég og Kári finnum okkur eitthvað skemmtilegt að gera í hálkunni!
En nú þarf þess ekki og helgin verður notuð í algjöra afslöppun. Anna er að vinna um helgina þannig að ég og Kári finnum okkur eitthvað skemmtilegt að gera í hálkunni!
Merki:
Daglegt
5.12.07
Smákökur
Ég dreg allar fyrri yfirlýsingar mínar um að ég sé ekki smáköku kall til baka.
Tók nokkrar smákökur með mér í skólann og jesús hvað þær eru góðar, ef ég væri með boxið með mér þá væru þær búnar. Eins gott að maður sé ekki að læra heim.
"Ég er í sjálfu sér ekki mikill smáköku kall"
Tók nokkrar smákökur með mér í skólann og jesús hvað þær eru góðar, ef ég væri með boxið með mér þá væru þær búnar. Eins gott að maður sé ekki að læra heim.
Merki:
Daglegt
4.12.07
KÖ

http://www.kariorvarsson.barnaland.is/
Merki:
Kári
3.12.07
My name is Örvar and I´m addicted
Úff hvað það er gott að geta sest niður fyrir framan sjónvarpið og horft á eitt stykki Dexter.
Sjónvarpið hefur átt mjög svo lítinn hluta af lífi mínu undanfarnar þrjár vikur. Held að það séu innan við tveggja klukkustunda áhorf á undanförnum vikum, þetta hlýtur að vera met.
Yfirleitt þegar ég hef verið í prófum hef ég verið duglegur að verðlauna mér með að eiga góða stund fyrir framan sjónvarpið og horfa allavega á einn þátt, en nú var einfaldlega ekki tími. Held ég hafi sjaldan lært eins mikið og þennan nóvember mánuð, reyndar ekki teiknað eins mikið heldur en það er önnur ella.
Jæja snemma í háttinn í dag, held að líkanum veiti ekki af því enda hafa undanfarnir sólarhringar verið ansi langir.
Smá við bót:
Bloggaði þetta fyrir ári síðan, tilviljun?
Góða nótt
Sjónvarpið hefur átt mjög svo lítinn hluta af lífi mínu undanfarnar þrjár vikur. Held að það séu innan við tveggja klukkustunda áhorf á undanförnum vikum, þetta hlýtur að vera met.
Yfirleitt þegar ég hef verið í prófum hef ég verið duglegur að verðlauna mér með að eiga góða stund fyrir framan sjónvarpið og horfa allavega á einn þátt, en nú var einfaldlega ekki tími. Held ég hafi sjaldan lært eins mikið og þennan nóvember mánuð, reyndar ekki teiknað eins mikið heldur en það er önnur ella.
Jæja snemma í háttinn í dag, held að líkanum veiti ekki af því enda hafa undanfarnir sólarhringar verið ansi langir.
Smá við bót:
Bloggaði þetta fyrir ári síðan, tilviljun?
Góða nótt
Merki:
Daglegt
2.12.07
Andfótboltaliðið Liverpool
Varúð fótbolta póstur, ef þú hefur ekki áhuga á ensk knattspyrnunni þá geturðu hætt hér.
Liverpool var mikið gagnrýnt í október fyrir mörg jafntefli og almennt lélegan fótbolta, liðið var kallað andfótbotla lið sem var algjörlega vonlaust. Arsenal og Manutd voru best í heimi og mörkin flæddu inn hjá þeim.
Nú er kominn desember og þessi árlega haustlægð hjá Liveprool er lokið. Nú er það þannig að Liverpool hefur skorað 26 mörk í deildinni (næst mest í deildinni) og fengið á sig 6 mörk (lægst í deildinni). Það eru mjög fáir að hrósa Liverpool þessa dagana, þrátt fyrir frábæra knattspyrnu. Held að þeir hafi skorað 21 mark á móti 1 í seinustu 5 leikjum en samt er Liverpool ekki að spila vel, hin liðin yfirleitt bara léleg. Er svona gaman að gagnrýna Liverpool í fjölmiðlum en aftur á móti ekki hægt að hrósa þeim?
Ívar var að gagnrýna Liverpool og sagði að Rafa væri vita vonlaus þjálfari sem kynni ekki að vinna ensku úrvalsdeildina. Hvað skildi Ívar segja núna þegar Liverpool er komið fyrir ofan Man utd þegar þau hafa spilað jafn marga leiki. Ekki nóg með það heldur andfótboltaliðið skorað 3 mörkum meira en júnæted!

Hins vegar eru Arsenal að spila mjög vel og því er ekki að neita, sem og manutd.
Ein pæling í viðbót. Afhverju voru ekki allir að tala um Ferguson og hans "róteringar" þegar hann hvíldi Ronaldo og þeir töpuðu fyrir Bolton, sem bæþevei Liverpool pakkaði saman í dag.
Vildi bara fá að koma þessu að.
Bið að heilsa í bili, áfram Liverpool

Nú er kominn desember og þessi árlega haustlægð hjá Liveprool er lokið. Nú er það þannig að Liverpool hefur skorað 26 mörk í deildinni (næst mest í deildinni) og fengið á sig 6 mörk (lægst í deildinni). Það eru mjög fáir að hrósa Liverpool þessa dagana, þrátt fyrir frábæra knattspyrnu. Held að þeir hafi skorað 21 mark á móti 1 í seinustu 5 leikjum en samt er Liverpool ekki að spila vel, hin liðin yfirleitt bara léleg. Er svona gaman að gagnrýna Liverpool í fjölmiðlum en aftur á móti ekki hægt að hrósa þeim?
Ívar var að gagnrýna Liverpool og sagði að Rafa væri vita vonlaus þjálfari sem kynni ekki að vinna ensku úrvalsdeildina. Hvað skildi Ívar segja núna þegar Liverpool er komið fyrir ofan Man utd þegar þau hafa spilað jafn marga leiki. Ekki nóg með það heldur andfótboltaliðið skorað 3 mörkum meira en júnæted!

Hins vegar eru Arsenal að spila mjög vel og því er ekki að neita, sem og manutd.
Ein pæling í viðbót. Afhverju voru ekki allir að tala um Ferguson og hans "róteringar" þegar hann hvíldi Ronaldo og þeir töpuðu fyrir Bolton, sem bæþevei Liverpool pakkaði saman í dag.
Vildi bara fá að koma þessu að.
Bið að heilsa í bili, áfram Liverpool
Merki:
Fótbolti
Mannréttindabrot
Ég skil ekki afhverju það er ekki búið að banna próflærdóm. Þetta er ekkert annað en brot á mannréttinum að láta mann kveljast svona.
Jæja ætla að halda áfram að lesa um trykkfeltsteori for skiver, svo fer maður alveg að fara skoða trykkfeltsteori for plater/skall.
Liverpool er allavega að vinna Boltan, það er gott.
Jæja ætla að halda áfram að lesa um trykkfeltsteori for skiver, svo fer maður alveg að fara skoða trykkfeltsteori for plater/skall.
Liverpool er allavega að vinna Boltan, það er gott.
Merki:
Daglegt
1.12.07
Torrent
Gott grín í allri torrent umræðunni.
Annars er hér góð umfjöllun um eina auglýsingu sem ég og Árni hlógum okkur máttlausa yfir í sumar. Er þeim alvara með þessu?
Ætlaði alltaf að fjalla um þessa auglýsingu en fann hana ekki á netinu fyrr en nýverið, svo er bara búið að skrifa svo fína grein um hana að ég læt mér duga að benda á hana.
Merki:
Tækni
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)