
Á fimmtudaginn var Júróvisjon partí hjá okkur (svona þar sem við héldum að við kæmumst ekki áfram).
Á laugardaginn var partí hjá Önnu norksu, þar sem íslendingar fjölmenntu í bæði grill og júróvisjon gláp.
Svo endar þetta á afmæli hjá Jóa á föstudaginn þar sem kallinn er að detta í 30 árin.
Þetta gera þrjú partí á 8 dögum, sem er bara nokkuð gott miðað við ástandið seinustu tvö ár.
Ef fólk er með Facebook getur það sé fullt af myndum úr Júrópartínu på lørdag.
Annars er það að frétta að ég eyði mestum hluta dags niðri í skóla að skrifa. Gengur ágætlega og vonast ég til að klára þetta með stæl og skila inn 16. júní.
Svo mæli ég með að fólk fari hingað og sæki nýja Sigur Rósar lagið sem er svona anskoti gott. Það heitir Gobbledigook og vona ég að þetta sé eitthvað sem koma skal fyrir nýja plötu sem kemur út 23. júní.
Hérna er svo myndbandið þar sem er fullt af sprellum og júllum, svona ef þú ert mjög viðkvæmur. Annars er það í betri gæðum og heimasíðunni sem ég benti á hér fyrir ofan.
Þar hafi þið það
Engin ummæli:
Skrifa ummæli