29.5.08

Heimsókn á morgun

Sól og blíða hér í Þrándheimi þessa dagana, veðrið hér í Noregi tekur aldeilis vel á móti mömmu og pabba. Þau koma í eina af styðstu heimsóknum sem sögur fara af. Þetta detta nefnilega til Þrándheims í tæpa 4 klst á morgun. Ekki er ferðin skipulögð með þeim tilgangi að hitta okkur heldur að sigla strandlengju Noregs með Hurtigruten. En aftur á móti verður rosalega gaman að hitta þau og verður gaman hjá Kára að hitta ömmu og afa.

En talandi um Kára, það er eitthvað mismunandi hvað drengur sefur lengi. Eftir helgina hefur hann verið að sofa lengur en vanalega. Þurfti t.d. að vekja minn mann í gær um kl. 7:45 til að komast í skólann á skikkanlegum tíma. En þá var þessi mynd einmitt tekin.
Í morgun var svo annað upp á teningnum, minn maður kominn framúr kl. 6:40 að hjálpa mömmu sinni að taka sig til fyrir vinnuna. Eitthvað var húsföðurinn þreyttur og nennti því ekki framúr, þegar Anna fór svo í vinnuna kemur minn maður með Ensk/Norska vasaorðabók og vill að ég lesi fyrir hann. Það var minnsta málið og við feðgarnir lágum upp í rúmi og ég las Ensk/Norska orðabók fyrir hann, þó svo að ég hafi sagt barbapabba sögu en það er annað mál.

Já maður gerir ýmislegt til að fá að hanga lengur upp í rúmi.

Engin ummæli: