Kiddi, Laufey og Hrefna Rán komin og farin. Frábært að fá þau í heimsókn og veðrið skartaði sínu allra flottasta á meðan dvöl þeirra stóð yfir. Margt var brallað með þeim á meðan þau voru hérna. Helstu túrista staðir Þrándheims voru skoðaðir, farið í miklar göngur um bæinn og ekki síst legið fyrir fram húsið í sólbaði á meðan að börnin voru að leika sér. Það var reyndar einhver kvef drulla í mér allan tímann og er maður loksins að losna við þann horbjóð, ekki að maður hafi látið það aftra sér eitthvað, maður er soddann nagli.
Frábært að sjá frændsystkinin leika sér saman, leiðast og faðmast.
Anna duglega búin að setja inn myndir á barnaland og mæli ég með að fólk vippi sér þangað ef það vill skoða.
Nú er lærdómurinn tekin við og verður maður í einhverju norsku móki þangað til að maður skilar þessu blessaða verkefni 16. júní. Alveg skelfilegt hvað maður er eitthvað takmarkaður þegar kemur að því að skrifa ritgerð á norsku. En ég var í sjálfu sér búinn að vara leiðbeinandann minn við því að búast ekki við einhverju stórvirki í norskum bókmenntum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli