28.12.08

Liverpool efstir um áramótin

Svei mér þá, ég sem ætlaði að bíða til áramóta áður en ég myndi fara gera mér einhverjar væntingar til Liverpool liðsins. Nú eru að alveg koma áramót og Liverpool eru öruggir í efsta sætinu. Nú er bara spurningin hvort maður eigi þora að fara gera sér væntingar um titil í vor eða bíða fram að páskum og sjá svo til.

Án þess að ég haldi að Liverpool séu að fara landa Englandsmeistaratitlinum í vor þá er ég mjög ángæður með gengi liðsins í dag. En það vinnst ekki neitt um áramót (eins og Arsenal menn vita) þannig að ég vona bara eftir góðri og skemmtilegri keppni í þeirri ensku fram að vori og vona svo innilega að Liverpool verði með í baráttu sem lengst.

Djöfull er svo leiðinlegt að lenda í öðru sæti í póker...til hamingju Kiddi.

25.12.08

Jólakveðja 2008

Ég vill óska öllum duggum lesendum þessarar síðu gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Búið að vera mikið að gera undanfarna daga og því algjör lúxus að slappa af í dag (jóladag). Kári reyndar með einhverja smá pest sem gerir það að verkum að hann sefur ekki nógu vel á nóttunni og þar af leiðindum ekki foreldrarnir heldur. En jólin verða notuð til að slappa af og hafa það gott.

Hérna er svo jólakortið í ár.

23.12.08

Jóla jóla jóla...

Eitt sem ég var að spá um daginn var afhverju enginn hefði búið til jólalag (þeas heilt lag) úr þessu frábæra stefi sem er notað í Vodafone auglýsingunni með Pétri Jóhanni.



Þá kom það auðvitað í ljós að þetta er erlent lag sem er búið að breyta í þetta jólastef. Alveg frábært lag og mig langar að setja það á topp 10 yfir erlent lög ársins, veist samt ekki hvort það sé sanngjarnt. Í fyrsta lagi kom það út 2007 og í öðru lagi heyrði ég það fyrst í gær 22 des. Kemur í ljós á milli jóla og nýárs þegar ég smíða listann fræga.

15.12.08

Gat á hausinn


Þá hefur enn eitt gatið bæst í hóp margra og fínna gata á hausnum mínum. Var að hjálpa í Gulaþingi um helgina. Var að setja saman IKEA skápa (enda mikill IKEA specialist) og þegar ég er svo að fara setja hurð á einn skápinn þá næ ég að reka hurðina í ljósakrónu sem brotnar og dettur beint á hausinn á mér með tilheyrandi afleiðingum. Allt í blóði og ég með gat á hausnum og nokkrar skrámur í andlitinu.
Svo var það skemmtileg bið á biðstofu Slysadeildar Landspítalans áður en sjálfur söngvari hljómsveitarinnar Dikta tók sig til og saumi eitt spor í hausinn og notaði tonnatak á rest. Svo voru deyfilyf afþökkuð til að gera þetta meira hardcore, enda er maður enginn aumingi, bara smá klaufi.

1.12.08

1. í aðventu

Helgin var alveg hin fínasta. Hrefna Rán kom í pössun á föstudaginn og var mikið stuð hjá frændsystkinunum. Hrefna bað sérstaklega um að fá að fara í pössun til Kára og því var þetta mikill heiður. Hjartað á frúnni var ekki stærra en það að hún var sótt að pabba sínum um kl. 1:30 um nóttina, honum til mikillar ánægju :)

Laugardagurinn hófst svo eins og venjulega með íþróttaskólanum. Í þetta skiptið kom Elmar Daði með og tók Kári það á sig að leiðbeina vini sínum í gegnum þrautirnar með miklum sóma. Alveg ótrúlegt hvað Kári hefur gaman af þessu. Öskraði alveg uppfyrir sig þegar han sé glitta í Smárann, "iotta-olinn" eins skýrmæltur og hann er.

Seinna um daginn var svo farið í fjölskylduferð og horft á þegar það var kveikt á jólatréinu í Hamraborginni og auðvitað horft á frú GJ syngja með Samkór Kópavogs, vona að ég hafi fengið nokkra plúsa í kladdann þar. Þá komu einnig jólasveinar og sungu nokkur vel æfð lög, Kári og börnin alveg dolfallinn yfir þessum skrítnu köllum. Eftir á var svo farið inn í Molann þar sem smá atriði úr Dýrin í Hálsaskógi var sýnt fyrir börnin og fullorðna fólkið sem fannst gott að komast úr -9°C unum.

Ég ásamt The misses fórum svo út að borða á Fiskimarkaðinn (Fish Market) í tilefni af afmæli Önnu fyrr í vikunni. Það var kominn tími til því um 3 ár eru síðan við fórum seinast tvo út að borða, já rómantíkin að drepa okkur.
En það var svo hann Gulli sem matreiddi ofaní okkur heila 9 rétti og vorum við á staðnum frá ca. 8-12. Hélt að við myndum þurfa hjólastól til að komast þarna út því matur var svo góður og svo mikið að borða og smakka. Krabba klær, Smokkfiskur, Rif, Andarsalat, Susi, Nætursaltaður Þorskur, Túnfisksteik, Hreindýr og Gæs ásamt vægast sagt frábærum eftirrétti var matseðill kvöldsins.
Held ég geti auðveldlega sagt að þetta sé það besta sem ég hef smakkað þegar maður fer út að borða og mæli ég því eindregið með Fiskmarkaðinum.

Gærdagurinn fór svo í jólaundirbúning. Jólaskrautið grafið upp úr kössum (sem erfitt var að finna) og hengt upp. Get samt nú ekki sagt að það sé komin einhver mikill jólastemmning í mannskapinn.

Set svo nokkrar myndir hérna inn frá helginni.