6.5.13

Endurance: Shackleton's Incredible Voyage

Rakst á þessa bók þegar ég var að vefra um Goodreads.com, varð forvitinn um hana sérstaklega vegna ferðar Vilborgar til suður skautsins og einnig vegna eldri bróðir míns sem hefur lesið mjög mikið af bókum um ævintýrin á suðurskautinu.

Alveg hreint ótrúleg bók um magnað ferðalag Ernest Shackleton um suðurskautið. Endurance er virklega gott nafn á þessari bók og gefur orðin vosbúð aðra merkingu.
Búinn að hlusta á hana í hlaupatúrum í roki og rigningu á Esjuna og Helgafellið og því lítið hægt að kvarta yfir sínum "þrekraunum" þegar maður hlustar á þessa bók.
Svona bækur ættu að vera skildu lesning.

Engin ummæli: