29.12.16

Árslistinn 2016

Eins og undanfarin ár set ég saman árslista með bestu tónlist ársins að mínu mati. Hef gert þetta frá að ég held árinu 2006. Finnst bæði gaman að taka þetta saman og sömuleiðis að eiga þetta seinna meir. Fylgi þeirri reglu að lagið hafi komið út á árinu og aðeins eitt lag með hverjum höfundi fer á listann.
Vonandi hafa einhverjir gaman af þessu og finni eitthvað við sitt hæfi. Læt fylgja með playlista í Spotify sem fólk getur "follow-að".

Bestu íslensku lög ársins 2016


 1. Valdimar - Slétt og fellt
2. Úlfur Úlfur - Ofurmenni
3. Emmsjé Gauti - Silfurskotta (feat. Aron Can)
4. Mugison - I'm A Wolf
5. Retro Stefson - Skin
6. Kaleo - Save Yourself
7. Júníus Meyvant - Neon Experience
8. Ólafur Arnalds - Particles (feat. Nanna Bryndís Hilmarsdóttir)
9. Sturla Atlas - Talk
10. Herra Hnetusmjör - 203 stjórinn
11. Friðrik Dór - Fröken Reykjavík
12. Ljúfur Ljúfur - A-A-A
13. Skálmöld - Niðavellir
14. AmabAdamA - Ai Ai Ai
15. Aron Can - Lítur vel út
16. Hjálmar & Mr. Silla - Er hann birtist
17. Mani Orrason - Wake Me Up
18. Pascal Pinon - 53
19. Prinspóló - Sandalar
20. GKR - Meira
21. Hildur - Would You Change_
22. Glowie - No Lie
23. Vök - Waiting
24. Samaris - Wanted 2 Say
25. Páll Óskar - Þá mætir þú til mín
26. Moses Hightower - Trúnó
27. SXSXSX - Up Down (feat. Milkywhale)
28. Snorri Helgason - Einsemd
29. Starwalker - Blue Hawaii

 
 Bestu erlendu lög ársins 2016


1. The Last Shadow Puppets - Aviation
2. Kanye West - FML (feat. The Weeknd)
3. Elliphant - Where Is Home (feat. Twin Shadow)
4. Michael Kiwanuka - One More Night
5. Wolf Parade - Automatic
6. Santigold - Who Be Lovin Me (feat.  Ilovemakonnen)
7. Rae Sremmurd - Black Beatles ft. Gucci Mane
8. Sia - The Greatest
9. Conor Oberst - Next of Kin
10. The Tallest Man On Earth - Rivers
11. Kings of Leon - Eyes On You
12. The Strokes - Oblivius
13. Tom Odell - Here I Am
14. Twenty One Pilots - Heathens
15. Beck - Wow
16. The Weeknd - Starboy (feat. Daft Punk)
17. Frank Ocean - 02 - Ivy
18. The xx - On Hold
19. Edward Sharpe & the Magnetic Zeros - No Love Like Yours
20. David Bowie - Lazarus
21. Jack Garratt - Worry
22. Beyoncé - Sorry
23. Red Hot Chili Peppers - Sick Love
24. The Lumineers - Ophelia
25. Rag'n'Bone Man - Human
26. Royal Blood - Where Are you Now
27. M83 - Do It, Try It
28. Bloc Party - The Love Within
29. Yeasayer - I Am Chemisitry
30. Weezer - King of the World
31. The Strumbellas - Spirits
32. Bon Iver - 29 #Strafford Apts
33. Band of Horses - Even Still
34. Coldcut - Only Heaven (feat. Roots Manuva)
35. James Blake - I Need A Forest Fire (feat. Bon Iver)
36. Justin Timberlake - CAN'T STOP THE FEELING!
37. Miike Snow - Genghis Khan
38. Chance The Rapper - All Night (feat. Knox Fortune)
39. Radiohead - Burn The Witch
40. Lil Wayne - Sucker For Pain (with Logic, Ty Dolla $ign & X Ambassadors)
41. G-Eazy - Me, Myself & I (feat. Bebe Rexha)
42. Bruno Mars - 24K Magic [Official Video]
43. Die Antwoord - Gucci Coochie (feat. Dita Von Teese)
44. Drake - One Dance (feat. Wizkid & Kyla)
45. Rihanna - Work (feat. Drake)
46. ANOHNI - Drone Bomb Me

23.4.16

Vormaraþonið FM - 1. sæti á 2:45:40

Vaknaði kl. 5:45 og fékk mér minn hefðbundna morgunmat. Harfragrautur, með chia, döðlum, bláberjum og banana. Vatn og smá GU drykkur.


Var mættur niður við Stokkinn um 30 mín fyrir hlaup. Rok og rigning lýsa aðstæðum þennan morguninn best eins og veðurspáin var búin að gera ráð fyrir, en það er alltaf erfiðara að mæta og staðinn og upplifa veðrið. Ætlaði upphaflega að vera í stuttbuxum og háum sokkum en eftir upphitun (í auka fötum) þá skipti ég úr stuttbuxum í CWX hlaupa buxurnar mínar, þar sem ég var með áhyggjur af kuldanum og þá sérstaklega í mótvindi út á nes.  Var svo í þunnum CWX langermabol og einum bol yfir það og með buff. Tók stutta upphitun en náði aðeins að koma púlsinum af stað og smá liðleika í lappirnar. Eins og oft áður þá fannst manni lítið að þessu veðri þegar maður var komin út og búinn að hita upp.

Brautin er sett upp þannig að hún byrjar við Rafveituhúsið í Elliðaárdal og svo fer maður eins og leið liggur í gegnum Fossvoginn alveg útá Ægissíðu með lúppu frá HR að Loftleiðum og svo veginn tilbaka niður að Nauthól. Úti á Ægissíðu er svo snúningspunktur og þaðan er svo hlaupin sama leið tilbaka. Þessi "hringur" er svo farinn tvisvar í heilu maraþoni og einu sinni í hálfu maraþoni.

Maraþon hlauparar leggja af stað við Rafveituhúsið
Um 20 hlauparar voru mættir á start línuna þennan morguninn. Spáin var búin að gera ráð fyrir um 7-10 m/s úr vestri og rigningu á köflum. Það var því mótvindur Fossvoginn og út á Ægissíðu og svo meðvindur tilbaka. Það er mjög erfitt að hlaupa á jöfnum hraða við þessar aðstæður og því ákvað ég að ekki vera spá of mikið í hraðann heldur að reyna að einbeita mér að því að vera með púslinn í lagi og reyna að láta mér líða vel í brautinni. Búinn að reyna að taka æfingar á einhverjum jöfnum ákveðnum hraða í miklum vindi og er það mjög erfitt.

0 km  - 5 km (Stokkur-HR)
Talið niður og hópurinn lagði svo af stað á slaginu 8. Gekk fínt að rúlla í byrjun út að Víkingsheimilinu en þá fór púlsinn eitthvað af stað, brautin aðeins  upp á við og svo mótvindur og hægði því á mér reyndi svo að rúlla þetta sæmilega áfram. Leið vel og var að passa að halda púlsinum niðri. Tók 1 vatnsglas hjá HR og reyndi að drekka aðeins. 
 1 km split og púls voru:
3:50 - 155
4:04 - 160
3:57 - 158
3:55 - 157
4:00 - 158
Kláraði fyrstu 5 km á 19:46

 5 km - 10 km (HR - Ægissíða)
Hélt áfram að rúlla sæmilega og púlsinn hélst niðri, ef ég fór yfir160 í púsl þá fannst mér ég vera að erfiða of mikið og var því kannski meira að hlaupa eftir tilfinningu. Var sæmilegur mótvindur í skóginum fyrir ofan HR en svo fékk maður meðvind niður í áttina að Nauthólsvík, fínt að breyta aðeins um takt og hlaupa hraðar og fá smá hvíld frá mótvindi. Eftir það voru svo erfiðir rúmir 3 km að snúningspunkti úti á Ægissíðu. Líðan góð þrátt fyrir mótvind og rigningu.
3:57    157
3:49    155
3:51    156
4:01    158
3:59    158
Kláraði næstu 5 km á 19:37 og 10 km á 39:23

10 km - 15 km (Ægissíða - Loftleiðir)
Snúningspunkturinn var svo í tæplega 11 km, tók eitt gel rétt áður en ég kom að snúningspunktinum og greip tvö glas og reyndi að koma niður smá vökva. Eftir þetta kom meðvindur og maður rúllaði vel af stað, þá fór hraðinn úr tæplega 4 mín pace niður í 3:50, fann mig mjög vel á þessum kafla en vildi samt ekki fara of hratt því það var svo mikið eftir af hlaupinu. Þarna byrjaði maður að mæta öðrum maraþon hlaupurum sem var gaman og ekki eins einmannalegt. Ég var með forustu um að giska 500m - 700m á næsta mann. Kom svo mótvindur frá Nauthólsvík að Loftleiðum.
3:58    157
3:48    156
3:50    153
3:53    152
3:57    156
5 km á 19:26 og 15 km á 58:49

15 km - 20 km (Loftleiðir - Víkinsheimilið)
Auðvelt að rúlla þennan kafla allan í meðvindi og púlsinn mjög lár á þessum tíma. Var samt farinn að stífna í kálfum. Var að rúlla á 3:53-3:55 og púls aðeins 151-155 slög. Eftir á hefði maður hugsanlega geta nýtt sér meðvindinn eitthvað betur á þessum kafla en þarna fann ég aðeins fyrir kálfum og sömuleiðis nóg eftir. Reyndi að drekka á vatnsstöðinni við HR.
3:55    155
3:53    151
3:55    154
3:53    154
3:53    153
5 km á 19:29 og 20 km á 1:18:18

20 km - 25 km (Víkinsheimilið - Stokkur - Kirkjugarður)
Fór í gegnum hálft maraþon á tímanum 1:23:00 og leið bara mjög vel. Fékk mér 1 gel áður en ég kom að snúningspunktinum og greip svo tvö glös að drekka og reyndi að koma einhverjum vökva niður. Guðni fylgdi mér svo ca. 1 km að Víkinsheimilinu í sinni upphitun. Hann var allan tímann fyrir aftan mig og ég passaði mig á að láta hann alls ekki taka vind eða hjálpa til á neinn hátt. Var ennþá með góða orku og rúllaði þennan kafla bara mjög vel, gaman að mæta aftur maraþonhlaupurunum í Fossvoginum.
3:48    153
3:56    155
3:56    157
3:54    157
3:55    154
5 km á 19:29 og 25 km á 1:37:47

25 km - 30 km (Kirkjugaður - Skerjafjörður)
Mótvindur áfram og leið vel. Fékk mér vökva við HR. Rúllaði vel frá Loftleiðum og út fyrir endabraut en þá tók mótvindurinn aftur í. Orkan fín og lappirnar góðar þrátt fyrir stífa kálfa.
4:06    156
4:01    154
3:55    152
3:52    153
4:07    155
5 km á 20:01 og 30 km á 1:57:48

30 km - 35 km (Ægissíða - Nauthólsvík)
Fann fyrir þreytu í mótvindinum úti á nesi og tók fljótt gel til að reyna að ná orkunni upp, fannst það nauðsynlegt þrátt fyrir að fá ekki að drekka strax eins og er best. Var samt áfram rólegur og ekkert að streða of mikið í mótvindinum. Gott að snúa svo við og vera á leiðinni tilbaka. Bæði andlega og svo einnig í meðvindi. Fékk mér sömuleiðs að drekka á vatnsstöðinni. Sá að ég var kominn með góða forustu á 2 sætið og þyrfti líklega ekki að hafa áhyggjur að hann myndi ná mér, nema ef eitthvað kæmi uppá. Gaman að mæta aftur öllum maraþon hlaupurunum.
4:06    154
4:04    154
3:50    153
3:51    154
3:52    153
5 km á 19:43 og 35 km  á 2:17:31

35 km - 40 km (Nauthólsvík - Fossvogur)
Búinn með 39 km að koma inn í Fossvoginn
Stutt eftir, um 3 km eftir
 Fékk svo aftur mótvind frá Nauthólsvík að Loftleiðum en þarna var minna eftir og maður þorði meira að reyna að sig, var farið að styttast í þetta og gekk bara mjög vel á þessum kafla. Mætti svo fyrstu hálfmaraþon hlaupurunum fljótlega og restinni sem var mjög gaman. Datt svo aðeins niður hraðinn og orkustigið frá Kirkjugarðinum inn í Fossvoginn  en náði svo aftur að koma mér af stað því það var stutt eftir.
3:55    158
3:53    157
3:55    154
3:59    153
3:52    156
5 km á 19:34 og 40 km á 2:37:05

40 km - 42,2 km (Fossvogur - Stokkur)
Mjög stutt eftir, meðvindur og aðeins niður á við og því gekk þessi kafli mjög vel en auðvitað var maðurinn farinn að erfiða aðeins. Lappirnar voru ótrúlega góðar og fannst ég ráða vel við hraðann. Skipti þarna í fyrsta skipti yfir á heildar tímann og sá að ég gæti fræðilega bætt PB mitt frá því í Berlín í haust. Áttaði mig ekki alveg á hvað langt væri eftir en að það yrði líklega erfitt. Gaf samt vel í en áttaði mig svo á því þegar ég kom inn í Elliðaárdal að þetta væri líklega ekki að nást (þeas að bæta PB tímann minn). Var samt ótrúlega ánægður á hvaða tíma ég væri að klára á miðað við að væntingar fyrir hlaup voru ekki miklar. Gaman sömuleiðis að vita að Anna væri í markinu með strákana. Óttar og Kári komu svo hlaupandi með mér í lokin og var það mjög gaman. Kom svo í mark á tímanum 2:45:40 og í fyrsta sæti.
3:53    157
3:35    159
1:07    163
2,2 km á 8:36 og 42,2 km á 2:45:40

Nýkominn í mark
 Var ótrúlega góður eftir að ég kom í mark. Tók því rólega og reyndi að koma einhverri næringu í mig. Svo var maður lengi að spjalla við aðra hlaupara og bíða eftir verðlaunaafhendingu.  Ólafur Austmann Þorbjörnsson lenti í öðru sæti og náði undir 3 klst og svo var Daníel Reynisson í 3 sæti og náði sínu besta maraþoni.

Ólafur Austmann Þorbjörnsson í 2 sætði, Örvar Steingrímsson í 1 sæti og Daníel Reynisson í 3 sæti.
Búnaður:
Skór: Adidas Adios Boost 2
Sokkar: CW-X compression sokkar
Buxur: CW-X compression buxur
Peysa: CW-X léttur hlaupa langerma bolur
Bolur: Nike hlaupa bolur

Næring:
5 GU energy gel. 1 fyrir hlaup og svo 4 í hlaupinu.
Drakk á hverri vatnsstöð vatn og orku þar sem það var í boði.

Þakkir:
Félag maraþonhlaupara fær frábærar þakkir fyrir vel útfært hlaup og sömuleiðis allir sjálfboðaliðarnir sem hjálpuðu til. Ekkert smá gott að geta boðið uppá Vor- og haustmaraþon til að þurfa ekki að fara alltaf til útlanda til að hlaupa á þessum árstíma.
Anna og fjölskyldan fær sömuleiðis þakki fyrir að leyfa mér að stunda þetta sport eins mikið og ég get. Óendanlega þakklátur fyrir það.
 T-mark fyrir stuðninginn við næringu og búnað. Var að drekka salt og steinefna blöndu dagana fyrir hlaup til að halda næringu og vökva málum í lagi. Hef verið að nota GU energy gel sem eru bæði bragðgóð og fara mjög vel í magann. CW-X fatnaðurinn sem styðja mjög vel við alla vöðvahópa og veita góðan stuðning í svona þrekraun.

Strava:

16.4.16

Hamarshlaup #1 - 2. sæti

Ég og Guðni eftir hlaup
Ég og Guðni fórum saman til Hveragerðis að keppa í fyrsta Hamarshlaupi ársins. 19 km utanvegahlaup með hækkun upp alla Kambana.
Fékk einhverja kvef drullu í mig í lok vikunnar og var að spá í gærkvöldi og nótt hvort ég ætti ekki bara að hætta við þetta hlaup. Ákvað samt að prufa og sjá hvernig myndi ganga. Hefðbundinn hafragrauts morgunmatur og tók svo GU drykkjarblöndu með mér í bílinn til að fá mér á leiðinni.

Tókum 3 km í upphitun og fannst mér öndunin eitthvað aðeins off en annars kvefið mest fyrir ofan háls sem er sæmilega jákvætt. Fékk mér eitt gel um 10 mín. fyrir start.Rigning og rok voru aðstæður dagsins en um ca. 50 manns voru mætt til að taka þátt. Guðni fór fyrstu af stað og ég svona rétt á eftir, hann jók svo bilið hægt og rólega. Fyrsti hlutinn var erfiðari en ég hélt með rúllandi hæðum áður en maður kom að snúningspunktinum rétt hjá Sogni. Sló aðeins af eftir það og gekk betur með öndun eftir það. Fékk mér eitt gel áður en ég kom að byrjunarpunktinn sem var sömuleiðis vatnsstöð.

Rúllaði svo sæmilega að Kömbunum en var smá að spara mig fyrir klifur upp ca. 250m. Nokkuð erfiður halli, of "sléttur" til að labba en alveg krefjandi að hlaupa allan tímann þarna upp, gekk samt vel að halda takt og púlsinum nokkuð jöfnum þarna upp. Eftir mestu hækkunina kom smá sléttur kafli eða með minni upphækkun og svo smá rúllandi hæðir í lokin áður en maður snéri við. Fínt að hafa Guðna í augnsýn upp Kambana til að fá stærðar hlutföllin á brekkunni rétt og eitthvað til að keppa við annað en tímann. Rúllaði svo hratt niður og reyndi að passa að misstíga mig ekki og stíga illa á grjót. Gaman að fara mæta öllum hlaupurunum sem voru á uppleið. Gekk vel að halda hraða niður Kambana en svo skrítið að þurfa að byrja að hlaupa aftur sléttan kaflann þegar maður var kominn niður. Tók svo annað gel fyrir síðustu 2 km til að geta haft orkustigið hátt allan tímann. Rúllaði vel í lokin meðfram ánni og kom svo í mark á 2 maður á tímanum 1:18:50 mín eða um 2:30 á eftir Guðna.
Létt niðurskokk og svo brunað heim.
Flott keppni hjá Hamarsfólkinu og vil ég þakka þeim fyrir mjög flott og skemmtilegt hlaup. Kjörið hlaup fyrir þá sem ætla eitthvað af stærri utanvega hlaupum sumarsins.



26.2.16

Atlantsolíuhlaup FH #2 - 3. sæti

Ingvar 2. sæti - Þórólfur 1. sæti - Örvar 3. sæti Mynd: Atlantaolíu hlaup FH
Flottar aðstæður í Hafnarfirði í kvöld. Hiti um frostmark, logn og það sem meira er auðir stígar. Það er eitthvað sem maður hefur varla séð í um 3 mánuði. Tók upphitun í negldum skóm en ákvað að skipta eftir að hafa farið að skoða brautina. Smá hálku/slabb kaflar en ekki þess virði að hlaupa á nöglum. Fór því í létta Brooks skó og sá ekki eftir því, tók nokkra spretti rétt áður en hlaupið fór af stað og þvílíkur munum að vera ekki í negldum skóm.
Mynd: Atlantaolíu hlaup FH
Þórólfur fór fyrstur af stað, ég í öðru, svo komu Ingvar, Sindri og Sigurjón. Ingvar fór svo framúr mér eftir tæpan 1 km. Fann mig sæmilega og fór fyrsta km á 3:13 sem er aðeins of hratt næstu tveir á 3:37 en í því er brekka og snúningspunkturinn. Færið fínt en maður þurfti að vera að leyta á stígunum hvar besta gripið var. Sá svo við snúningspunktinn að Sindri og Sigurjón voru talsvert á eftir mér. Var frekar óþægilegt að rúlla niður brekkuna og vera að mæta öllu fólkinu þar, þá þurfti maður að vera að hlaupa á hálku hlutanum af stígunum en maður passaði bara að rekast ekki á neinn.
Rúllaði samt frekar þétt tilbaka en vissi að ég myndi líklega ekki ná Ingvari. Fór síðustu tvo á 3:30 og síðan 3:25. Hefði verið gaman að hafa einhvern nærri sér til að keppa við og þá hefði ég líklega náð að kreista einhverjar sek út úr mér. Keyrði samt vel síðustu 500m og var nokkuð sáttur að koma í mark á 17:31 sem er að ég held minn næst besti 5 km tími og endaði aftur í 3 sæti. Sindri kom svo í 4 sæti og Sigurjón í 5 sæti.
Ég að koma í mark á 17:31 Mynd: Atlantaolíu hlaup FH
 En mjög sáttur hvernig gekk og hvernig formið er núna, búinn að ná að æfa mjög vel síðustu tvo mánuði og það skilar sér. Gaman að geta tekið þátt í þessum hraðari hlaupum.
Aðstæður voru mjög góðar miðað við febrúar. Auðir stígar fyrir utan nokkra leiðilega kafla og eins og áður segir logn.
Strava info:

11.2.16

Powerade #5 - 4. sæti

Mynd af undir 40 mín hópnum. Frá vinstri. Hilmar, Sindri, xx, Biggi, Benoit, Örvar, Þórólfur og Ívar
(mynd. Powerade Vetrarhlaup)
Vikan búin að ganga vel og sömuleiðis æfingar undanfarið. Tók interval á mánudag og rólegt bæði á þriðjudag og miðvikudag. Ætlaði því að mæta sæmilega sprækur til leiks í Powerade. Ekki búinn að vera nægilega ánægður með framistöðuna í síðustu 2-3 Powerade hlaupum og langaði að gera betur núna. Var reyndar eitthvað stífur í ökklanum á miðvikudaginn og fann aðeins áfram fyrir því. Líklega létt tognun í frostinu.
Var sæmilega sprækur í upphitun og rúllaði vel og fannst ökklinn strax betri eftir 1-2 km. Frost og stilla úti og aðstæður sæmilegar. Frostinn snjór og klaki á stígum en aðeins laus sumstaðar.

Kári, Þórólfur, Valur fóru fyrstir af stað og Benoit þar rétt fyrir aftan. Ég kom svo en enginn virtist hafa elt mig og ég því einn frá byrjun. Passaði mig á því að fara ekkert of hratt af stað og var því ekkert að reyna að hanga í fremsta hóp, var alltaf með sjónir á Benoit en varð aldrei var við neinn fyrir aftan mig. Tók því rólega upp Brekkuna upp í Bakka og reyndi svo að gefa aðeins í eftir það. Loksins fannst mér ég vera að rúlla vel og ekki sprunginn eftir 3-5 km. Benoit var svona 2 ljósastaurum á undan mér og eftir því sem við komum neðar í Elliðarárdalinn því meiri nálgaðist ég hann. Átti von á því að Sindri yrði nálægt mér en heyrði aldrei í honum en hann var um 1 mín fyrir aftan mig. Þegar við vorum búnir með stokkinn og um 2,5 km eftir var ég ennþá nærri Benoit. Hélt svo áfram að reyna að minnka bilið eitthvað en gekk hægt. Fórum í gegnum undirgöngin og með um 1 km eftir var þetta komið niður í einhverja 20-30m, tók þá þetta í nokkrum áhlaupum og náði að minnka bilið. Gaf mér styrk að hafa loksins einhvern til að keppa við síðustu km í hlaupinu. Þegar um 300-400m voru eftir tók ég svo góðan sprett og náði að fara framúr og skilja Benoit eftir. Hljóp svo þétt í mark án þess að Benoit reyndi að elta. Kom í mark á 37:27 sem er meira en mínútu hraðar en í síðasta mánuði. 4 sætið og ég mjög sáttur við hlaupið. Benoit hafði svo verið að drepast úr hlaupasting sem var að valda honum óþægindum.
Tókum svo nokkrir saman niðurskokk.

Samanburður á milli jan og feb

29.1.16

Atlantsolíuhlaup FH #1 - 3. sæti

Fyrsta hlaupið í hlauparöð Atlantsolíu og FH. Í fyrsta skipti síðan 2011 sem ég mæti í þetta hlaup. Langar að vera duglegri að mæta í þessi styttri hlaup og þetta var liður í því.

Það var frekar kalt úti, um -4°C en lítill vindur. Skokkaði aðeins brautina í upphitun og sá að nagla skórnir myndu líklega ekki duga og fór því í LaSportiva Helios utanvega skónum mínum. Léttir og þægilegir með gott grip í snjónum. Snjórinn var þétt pakkaður en nokkuð laus til hliðanna og á nokkrum köflum.
Sæmilega þétt samkeppni í þessu hlaupi og vissi að það yrði barátta að komast í topp 3. Þórólfur var fljótur að taka forustuna og var fljótur að stinga af. Á eftir honum komu 4-5 keppendur. Ég, Ingvar Hjartar, Sindri, Bjarni Ármann (ungur frjálsíþrótta strákur) og líklega Ívar Trausti. Ég var í öðru sæti ca. fyrstu 1,5 km en þá kom Ingvar framúr mér og hinir tveir skammt á eftir. Þegar við beygðum frá standlengjunni og upp í átt að Hrafnistu þá kom sæmileg brekka sem var nú aðeins brattari og lengri en ég hélt. Ég náði þó að hanga í Ingvari og svo kom mjög erfiður kafli á götunni áður en var snúið við. Laus saltaður snjór og erfitt að gefa einhvern kraft í skrefin. Þórólfur var kominn einhverja 200m fyrir framan okkur við snúningspunkt en ég alveg aftan í Ingvari og 1-2 skammt á eftir mér. Þetta var nokkuð þétta upp í 3km en þá náði Ingvar ca. 10m á mig og ég sömuleiðis hætti að heyra í þeim fyrir aftan mig.
Síðustu 2 km voru erfiðir og ég vissi að ég mætti ekkert gefa eftir því þá væri menn fljótir að ná manni, Ingvar hélt sömuleiðis aðeins að breikka bilið. Röðin á mönnum hélst nokkurnveginn svona þangað til í lokin. Hefði verið gaman að komast nær Ingvari í endasprettinum en ég var orðinn vel þreyttur í snjónum. Kom 3 í mark á 18:17 mín um 10 sek á eftir Ingvari, Þórólfur vann á 17:04, mjög öflugt hlaup hjá honum. Frjálsíþrótta strákurinn kom í 4 og Sindri í 5 sæti. Hélt að þetta væri Sindri allan tímann fyrir aftan mig en svo var víst ekki.
Ég, Þórólfur og Ingvar í verðlauna afhendingu. (Mynd: Þórólfur)
Skemmtilegt hlaup og alltaf gaman að vera úti í kuldanum að keppa og reyna á sig. Frábært að sjá hvað margir voru mættir. Gaman að komast á pall og mjög sáttur við 3 sætið.

14.1.16

Powerade #4 - 7. sæti

Powerade hlaup #4 í vetur og það þriðja sem ég mæti í. Var ekki nægilega sáttur með hvernig gekk í desember en er búinn að æfa vel síðan þá. Vildi ekki vera að hvíla mig neitt of mikið fyrir þetta hlaup og tók því góða æfingu í gær og endaði svo óvænt á skíðum í 2 klst í gærkvöldi. Kannski ekki besti undirbúningur í heimi en fínt að nota þetta sem góða æfingu í staðinn.

Alveg rosalega kalt úti en nánast logn, þegar ég var að keyra niðureftir stóð -12°C á bílnum og ég gæti alveg trúað að það var nærri lagi. Tók upphitun sem gerði lítið að hita mann upp, aðstæður sæmilegar miðað við janúar hlaup, stígar með smá snjó á en sæmilegt grip.
Kári Steinn, Guðni, Valur og Þórólfur fóru af stað í fyrsta hóp en í þeim næsta voru Benoit, Sindri og ég. Eftir 2km lét ég Benoit fara enda hann búinn að vera að vinna mig undanfarið ég og Sindri hlupum saman upp í Fellin en hann var talsvert ferskari og fór á undan mér, síðan fjarlægðust þeir tvær hægt og rólega en sá lengst af í Sindra. Fannst kuldinn hafa talsverð áhrif og svo fann ég fyrir þreytu í löppunum frekar fljótlega, eftir Indjánagils brekkuna fór ég aðeins að finna fyrir í kálfanum og hægði þá aðeins á mér. Vegurinn hjá Rafstöðinni var hræðilegur og ekkert grip þar, Rafstöðvarbrekkan var þó sæmileg. Þreyttur í lærunum eftir hana og rúllaði í mark sæmilega þétt, enginn til að ná og enginn að fara ná mér og var því nokkuð rólegur.

Hefði viljað komast hraðar en kannski ekki við öðru að búast þegar maður hvílir ekki markvisst fyrir keppni, en góð æfing og ekkert að stressa mig á tímanum. Nú er bara halda áfram að hafa smá stöðuleika í æfingum og þá kemur þetta allt saman á endanum.

Endaði á 38:30 og í 7. sæti. Kári Steinn í fyrsta, Guðni í öðru, Þórólfur í þriðja, Valur í fjórða, Benoit í fimmta og Sindri í sjötta. Ívar Trausta kom svo á eftir mér í mark.
Alltaf gaman að taka þátt og hitta hlaupafélaga. Þarf að vera duglegri að keppa oftar í ár.


4.1.16

Bestu plötur ársins 2015

Þá eru það plötur ársins 2015. Hef oft verið duglegri að finna eitthvað nýtt til að hlusta á en þetta er það helsta á árinu. John Grant fær að vera á Íslands megin vegna tengingar við Ísland. Íslenski plöturnar fá að vera með EP plötur, þó það séu fá lög.

Bestu íslensku plötur ársins 2015

1. Júníus Meyvant - EP
2. Úlfur Úlfur - Tvær plánetur
3. Agent Fresco - Destrier
4. Of Monsters and Men - Beneath the Skin
5. Sóley -  Ask the Deep
6. Axel Flóvent - Forest Fires EP
7. John Grant - Grey Tickles, Black Pressure
8. Dikta - Easy Street
9. Máni Orrason - Repeating Patterns
10.  Teitur Magnússon - 27

Var duglegri að hlusta á einstaka lag en ekki heila diska. Nokkrir áhugaverðir diskar sem ég hlustaði kannski ekki mikið á: Sturla Atlas - Love Hurts, Herra Hnetusmjör - Flottur strákur, Björk - Vulnicura, Dimma - Vélráð, Ensími - Herðubreið, Svavar Knútur - Bort og Vök - Circles

Bestu erlendu plötur ársins 2015

1. Modest Mouse - Strangers to Ourselves
2. Belle and Sebastian - Girls in Peacetime Want to Dance
3. Sufjan Stevens -  Carrie & Lowell
4.  Tame Impala - Currents
5. The Dead Weather - Dodge and Burn
6. The Vaccines - English Graffiti
7. Mumford & Sons - Wilder Mind
8. Death Cab For Cutie - Kintsugi
9. James Bay - Chaos and the Calm
10. Florence + The Machine - How Big, How Blue, How Beautiful

Annað gott stöff: Kendrick Lamar - To Pimp A Butterfly, The Decemberists - What a Terrible World, What a Beautiful World, Foals - What Went Down, Asaf Avidan - Gold Shadow og svo í lok árs Adele - 25