13.1.05
RIP
En það góða við þetta er að það hlýtur að koma upp góð rokk stöð núna í eigu einhvers annars en Norðurljósa. Annað gott er að Freysi (Andri) hættir í útvarpinu sem er mjög gott enda var sá maður gjörsamlega óþolandi sama hvort að hann var að grínast eða ekki með þessum þætti sínum. Kúka í beinni, hvað er það?
Annars er það bara play-listinn á tölvunni og svo að hlusta stöku sinnum á poppland á Rás 2. Hvað annað er í boði?
Skíði
Annars er skíðatímabilið 2005 hafið hjá mér. Ég og Johnny Hawk fórum í Bláfjöll í gær og var bara flott skíðafæri. Svolítið kalt en það gerði nú ekkert til. Náðum nú ekki að vera til 9 því Jónki stútaði bindingunum sínum en góð skíðaferð engu síður.
Nú er bara halda áfram að vera duglegur að fara á skíði og vona að nýja stólalyftan opni bráðum.
11.1.05
Palmdot.com
Nú er bara að senda heimilisfangið sitt, kreditkortanúmar og kannski ég láti nú bara undirskriftina mína fylgja með útaf þetta fyrirtæki er svo frábært.
Imbinn
Annars er fátt betra en að leggjast fyrir framan imbann þegar maður er búinn að vera duglegur að hreyfa sig en ég er búinn að horfa á þrjár myndir undanfarna daga.
Shrek 2 þekkja allir enda snilldar mynd þar á ferð. Núna eru þeir Mike Myers, Eddie Murphy og Antonio Banderas að fara á kostum í myndinni og ein fyndnasta ‘perónsa’ í kvikmynd er Gosi og voru bestu senurnar í myndinni eiginlega í kringum hann. Annars mjög fyndin og góð mynd og ótrúlegt að þetta sé mynd nr. 2 því seinni myndirnar eru yfirleitt verri en þær fyrr en hér á það ekki við.
Shrek fær 8 Örlish!
The Bourne Supremacy með Matt Damon er þessi klassíski njósna hasar sem gerir sitt verk vel. Spennandi og ekki hugsa of mikið og bara fínasta mynd. Þetta er einnig nr. 2 mynd og finnst mér þessi mynd betri en sú fyrri sem er nú nokkuð gott fyrir nr. 2 mynd.
The Bourne Supremacy fær 7 Örlish!
Þá er það Godsend sem ég horfði á í gærdag í leti. Ég viðurkenni það alveg að ég var ekki beint upplagður í að horfa á einhverja svona mynd og kemur það því kannski niður á dómnum. Og einnig það að ég hraðspólaði yfir helminginn af myndinni. En þarna eru þau Greg Kinnear, Robert De Niro og Rebecca Romijn-Stamos í klón spennu/drama mynd sem ég var ekkert að fíla (ef Rebecca Romijn-Stamos er eiginkona John Stamos þá fær myndin náttúrulega fleiri Örlish því John Stamos er John Stamos :). Myndin tók heila eilíf að byrja og byrjaði að vera áhugaverð alltof seint.
Godsend fær 4 Örlish!
4.1.05
Gleðilegt nýtt ár.
Annars er komið nýtt kerfi á Örlish! kvikmyndagjöfina. Nú verður skalinn 1-10 Örlish! og ætla ég að reyna að henda Örlish! á allar nýjar myndir sem ég horfi á á árinu.
Horfði á Hidalgo á sunnudaginn. Þetta er svona ævintýra mynd ‘ala’ Indiana Jones með Viggo Mortensen í aðalhlutverki. Hún á að gerast 1890 og fjallar um hesta kapphlaup (maraþon) um eyðimerkur Arabíu og er hann eini útlendingurinn sem hefur tekið þátt. Hann lendir auðvitað í fullt af óvæntum ævintýrum á sinni leið þar sem allir eru á móti honum.
En þetta er nú ekkert sérstök mynd en góð ræma til að slökkva á haus stykkinu og horfa á smá ævintýri. Maður veit svo sem alveg hvað á eftir að gerast en handritasmíðin ekkert meistaraverk en smá spenna og svona.
Þannig fær Hidalgo 6 Örlish! í nýju Örlish gjöfinni.
31.12.04
Bestu erlendu lög ársins 2004
Þá er seinasti dagur ársins og öllum brennum hefur verið frestað. Það verður samt skotið upp í kvöld og er ég með eina stóra köku og eina stóra rakettu til að dúndra upp. Bræður mínir eru vanir að hafa þetta allt mjög flott og vænti ég þess sama þetta árið.
Annars eru hérna bestu lög ársins 2004 að mínu mati. Ég veit vel að ég sé að gleyma einhverjum lögum en þessi lög voru inná tölvunni hjá mér og því auðvelt að finna þau.
1-10
1. The Libertines - Can't Stand Me Now
2. Modest Mouse - Float On
3. The Futureheads - Meantime
4. Interpol - Slow Hands
5. Razorlight - Vice
6. Franz Ferdinand - Take Me Out
7. The Killers - Somebody Told Me
8. The Hives - A Little More for Little You
9. Kings Of Leon - The Bucket
10. Badly Drawn Boy - Four Leaf Clover
11-20
11. Razorlight - Golden Touch
12. Modest Mouse - The View
13. The Thrills - Whatever Happened to Corey Hai
14. Interpol - Evil
15. The Von Bondies - C'mon C'mon
16. The Libertines - What Katie Did
17. The Killers - All These Things That I've Done
18. The Bravery - Honest Mistake
19. Dashboard Confessionals - Vindicated
20. Lost Prophets - Last Train Home
21-30
21. Snow Patrol - Spitting Game
22. Keane - Somewhere Only We Know
23. The Walkmen - The Rat
24. The Hives - Dead Quote Olympics
25. Green Day - Boulevard Of Broken Dreams
26. Eminem - Just Lose It
27. The Killers - Mr Brightside
28. Sparta - Hiss The Villain
29. The Charlatans - Up At The Lake
30. The Vines - Winning Days
Hér kemur svo 31-50 en þetta er nú ekki alveg í réttri röð en svona nokkurn vegin samt.
31. The Used - Take It Away
32. Jimmy Eat World - Pain
33. Razorlight - Rip It Up
34. The Prodigy - Hot Ride
35. Gomez - Catch Me Up
36. Sum 41 - Were All To Blame
37. The Cure - the end of the world
38. Good Charlotte - Predictable
39. Embrace - Gravity
40. Green Day - American Idiot
41. Beastie Boys - Check It Out
42. Los Lonely Boys - Heaven
43. Five For Fighting - 100 Years
44. The Streets - Fit But You Know It
45. Rammstein - Amerika
46. Finn Brothers - Won't Give in
47. The Music - Breakin'
48. Morrissey - First of the Gang to Die
49. Scissor Sisters - Laura
50. The Bees - Horsemen
Þetta er ekki tæmandi listi yfir bestu lögin á árinu 2004. Þessa er alla veganna ‘play-listinn’ minn fyrir bestu lögin 2004.
30.12.04
Bestu erlendu plötur ársins 2004
Þá er árið senn á enda og þá keppast allir við a gera upp árið 2004. Ég ætla nú aðeins að vera með í þess og ætla að koma með erlendu plötur ársins 2004. Þessi listi endurspeglar mínar skoðanir á góðum plötum sem heilstæðum grip ekki bara með 3 helvíti góð lög og afgangurinn skítur sem ekki er hægt að hlusta á.
Hérna kemur listinn.
1. Interpol – Antics
Þetta er önnur plata með piltunum frá New York. Þeir fylgi vel á eftir meistarastykkinu Turn on the Bright Lights með bestu plötu ársins 2004. Þetta er Indie rokk af bestu gerð og í rólegri kantinum. Alveg magnaður heilstæður gripur sem ég hef hlustað mjög mikið á. Bestu lögin eru: Evil, Slow Hands og Next Exit.
2. Modest Mouse - Good News For People Who Love Bad News
Ég sé ennþá eftir að hafa misst af þeim á Airwaves 2003. Þetta er sjötta platan þeirra og alveg furðulegt að maður hefur ekki áttað sig á þeim fyrr. Hef reyndar ekki komist í að hlusta á eldra efni með þeim en þessi plata er hrein snilld. Þetta er einnig Indie Rokk og mjög fjórleg lög inná milli. Bestu lögin eru: The View, Float On, The World at Large o Ocean Breaths Salty.
3. Razorlight - Up All Night
Ég datt inná þessa plötu fyrir svona tveimur mánuðum og hún hefur varla farið úr spilaranum. Þetta er svona Indi rokk svipað og Franz Ferdinand og The Libertines. Útvarpsstöðvarnar eru reyndar nýbyrjaður að spila lög með þessari hljómsveit sem kemur frá London. Þetta er fyrsta platan þeirra og lofar hún mjög góðu fyrir framhaldið. Það er mjög erfitt að velja bestu lögin á þessari plötu því þau eru svo mörg en hér koma nokkur: Golden Touch, Vice, Stumble and Fall og Rip It Up.
4. The Libertines - The Libertines
Veit ekki hvort þetta séu einhver álög á manni. Þegar maður byrjar að fíla einhverja hljómsveit þá hættir hún. Nú eru komnar sögur að þessi snilldar hljómsveit frá London sé hætt en ég las fyrst um hana í mogganum og þá var aðal efnið dópneysla annars söngvarans. Tékkaði á henni og ekkert smá góð þó svo að það séu nokkur ekki nógu góð lög inná milli. Þetta flokkast víst líka undir Indie rokk og því ekki flókið að sjá hvernig tónlist er í uppáhaldi hjá mér þetta árið. Bestu lögin eru: Can’t Stand Me Now, What Katie Did og Music When The Lights Go Out.
5. Badly Drawn Boy - One Plus One Is One
Púff hvað ég er búinn að hlusta á þessa skífu oft í bílnum. Þessi plata er ‘easy listening’ og rennur mjög vel í gegn. Þetta er víst einnig Indie rokk en í rólegri kantinum. Var búinn að heyra tvö lög af plötunni og voru það Four Leaf Clover og Year Of The Rat sem eru með bestu lögum plötunnar en það er mjög erfitt að velja hér lög því þetta rennur svo vel í gegn þannig að ég sleppi því í þetta skiptið.
Þá er alveg ógrynni af plötum sem mér fannst mjög góðar en komast ekki á topp 5. The Franz Ferdinand, The Hives og The Killers voru næst því að sleppa inn en eru ekki eins góðar plötur en með snilldar lögum inná milli. Þá eru aðrar eins Sparta, Snow Patrol, Keane The Thrills, Eminem, Green Day, Rammstein, Scissor Sisters, The Music og The Used.
Þá eru einnig fullt fullt af plötum sem ég hef ekki komist yfir og get því ekki sagt um. En mig langar að tékka á eftirfarandi: The Futureheads, The Walkman, Morrissey og margt margt annað ásamt því að hlusta betur á þær plötur sem komust ekki inná lista eins og Sparta, Snow Patrol, Green Day og Scissor Sisters.
Þá ætla ég að skjóta á að The Futureheads verið 'The next big thing'.
Þannig lýtur þetta út þetta árið. Kannski ég komi með topp 10 lög ársins en það er kannski of erfitt, sjáum til.
22.12.04
Jólin
Annars er ég nýlega búinn að horfa á myndina Bad Santa sem Jim Bob mælti með. Þetta er svona “svört komidíu” jólamynd um Billy Bob sem var alltaf voða fullur jólasveinn og dverg sem var alltaf að passa hann. Ætlaði að "starta" því að komast í jólaskap en það gekk ekki alveg þar sem þessi mynd var bara ekki nógu góð. Ekkert meira um það að segja og er maður farinn að efast um kvikmynda smekk Árna Töff.
21.12.04
Ísland í dag.
Alltaf verið að kvarta yfir því að enginn kaupir plötur lengur. Held að það þurfi að fara kenna Ömmum á Íslandi að kaupa góða tónlist handa barnabörnunum þeirra.
19.12.04
Rigning?
Ferðinni var heitið á Ellefuna þar sem Jim Bob ætlaði að fá sér eitthvað voða “töff” að drekka. Ég, Rauðskeggur og Mummi Jájá vorum uppi og voru þeir félagar að bíða eftir að komast inná klósettið. Þegar Mummi Jájá kemur út segir hann að bareigandinn verður nú ekki ánægður þegar næsti maður sturtar niður, því klósettið var nú vel stíflað. Þegar við komum svo niður þá eru Jim Bob og Stefán Veigar á barnum þegar byrjar að rigna svona skemmtilega yfir þá. Þeir sem þekkja til staðhátta er Ellefan í gömlu húsi með trégólfi, þannig að við vissum alveg að þarna var ekkert rigninga vatn á ferð og vorum við fljótir að benda Jim og Stebba að forða sér. Mjög geðslegt að sjá vatn úr drulluskítugu klósett buna yfir barborðið á Ellefunni.
Þá fór enginn upp að skrúfa fyrir innrennslið á klósettið heldur var tuskum troðið upp í rifur á loftinu, mjög gáfað. En við vorum fljótir að forða okkur en það fyndna við það var það virtist enginn annar fatta að þetta væri klósettið uppi sem var að buna þarna niður.
Annars á ég eftir að hugsa mig tvisvar um áður en ég fæ mér bjór á þessum stað aftur.
17.12.04
Vel sveitt rokk á köflum...
Maður fékk það á tilfinningunni að maður væri vel yfir meðalaldri þegar maður var staddur í anddyri Austurbæjar í gær en það gerði nú ekkert til því ég var allaveganna yngir en nokkrir þarna þar á meðal Styrmir bróðir sem ég hitti.
Þetta gengur þannig fyrir sig að hver hljómsveit tekur þrjú lög og eitt þeirra er jólalag í þeirra útfærslu. Þá komu svona “dúet” hljómsveitir inná milli á meðan “stóru” hljómsveitirnar voru að hafa sig til og gekk þetta bara nokkuð vel fyrir sig og ekki mikil bið á milli sveita.
Annars eru jú allar hljómsveitir mismunandi og það var einnig í gærkvöldi. Þær sem stóðu sig vel voru:
Brain Police, Mugison, Hoffamn, Manhattan og Dáðadrengir. Þá voru flest “dúet” atriðin fín en bestir voru þeir í Hot Damn en bæði Meistarar Alheimsins (Freysi og Gunni Gír) og The Giant Viking Show (Heiðar í Botnleðju) stóðu sig vel. En þær sveitir sem voru ekki góðar eða brugðust vonum mínum voru: Botnleðja, Jan Mayen, Solid I.V. og Friskó.
Alveg magnað hvað hann Mugison er “inn” þessa dagana. En jújú hann er helvíti góður tónlistamaður en vel súr á köflum eins og lag annað lagið sem hann tók á tónleikunum sem minnti frekar á eitt langt rop frekar en söng en þetta var voða “artistic”
Botnleðja voru bara ekki nógu góðir og ég bara fíla þá ekki nógu vel eftir að þeir fóru yfir í ensku. Þá voru Solid I.V. alveg með ágætis lög en jólalagið var alveg hörmung og guð minn góður hvernig þessir gaurar líta út. Söngvarinn er með sítt vel harpix greitt hár sem hann var með í tagli. Gítarleikarinn var í svo grænni skyrtu að hún hefði sést frá mars og í vesti sem ég held að ég hafi fermst í. Þá var trommuleikarinn svona Mötley Crüe týpa sem er ekki alveg að það sé 2004 en ekki 1984. Þá voru Jan Mayen svo sem ágætir er ég bjóst við þeim betri.
En annars ágætir tónleikar þó svo að þetta hafi verið lélegustu Xmas tónleikar sem ég hef farið á. Held að margir hafi verið sammála mér enda var orðið mikið um tóm sæti þegar tónleikarnir voru búnir.
16.12.04
Xmas
Annars gæti maður tékkað á grundarbræðrum og Mumma jájá en ég held einhver vegin að það sé "lost cause" eins og meistari Beck söng hér um árið.
En ef þú er skemmtilegur og þekkir mig endilega hafa samband og þá nenni ég kannski að fara á tónleikana.
14.12.04
Jesús góður...
annars er það bara vinna vinna vinna
8.12.04
Liverpool, Liverpool, Liverpool

Það var eins og við manninn mælt, Flo-Po kom inná, skorar, Mellor kom inná, skorar og svo þessi snilld í lokin frá Gerrard. Ég hef aldrei séð annan eins fögnuð við einu marki. Magnað kvöld og þessi kvöldi gleymi ég seint.
Jæja farinn að hlusta á ‘You’ll Never Walk Alone’.
Spennandi kvöld...
Annars var Jim Bob að ganga til liðs við veraldarvefinn og er byrjaður að blogga um það sem er “töff”. Veffangið hjá honum er: http://www.blog.central.is/kaseikallinn þannig að tékkið á því sem er töff í dag...
7.12.04
I'm too old for this shit...
Fyrir utan það að hverjum datt eiginlega í hug að senda þessa menn á launum til útlanda að gera tvo Spaugstofu þætti. Eyða skattpeningunum okkar í að gera “gott grín” með fjölskylduna með sér í “vinnunni” því auðvitað þurfa að vera aukaleikarar líka. Af hverju eyðir RÚV ekki peningum í að reyna að búa til einhverja góða íslenska gaman þætti sem aðrir en V15 bræður og ellilífeyris þegar hafa gaman af.
Ekki nóg með það að maður er í “partýi” að horfa á Spaugstofuna þá er mér fyrirmunað að finnast skemmtilegt í bænum lengur. Þannig að næst þegar ég fer að skemmta mér þá vona ég að það verði í sumarbústað eða bara gott partý því ekki ætla ég í bæinn í bráð.