5.1.06
Run Forest run...
Það var mjög gaman að taka þátt í svona hlaupi en reynsluleysis sagði til sín því ég byrjaði alltaf hratt og var orðinn mjög þreyttur eftir ca. 5-6 km. Reynsluboltarnir taka þetta víst alltaf á endasprettinum. Hef það í huga næst. Þá ætla ég að reyna að taka þátt í fleiri hlaupum árið 2006.
Annars var frábært að klára árið á svona og þá fer maður stolltur inní næsta ár...mæli með þessu fyrir alla.
4.1.06
Jón Hólmsteinn Júlíusson

Takk fyrir mig afi og til hamingju með afmælið.
3.1.06
Bestu diskar 2005
Byrjum á erlendu diskum sem gefnir voru út á árinu 2005.
1. Bloc Party - Silent Alarm

Þetta er svona dans-indí rokk ef maður á að fara út í einhverjar skilgreiningar.
Þá kom einnig remix útgáfa af þessum disk sem var einnig mjög góð.
2. Wolf Parade - Apologies To The Queen Mary
Snilld frá Kanada, held að þeir voru að hita upp fyrir The Arcade Fire og eru alls ekki verri hljómsveit.
3. Antony and the Johnsons - I Am a Bird Now
Byrjaði að hlusta á hann áður en hann varð "inn" á íslandi. Fór á tónleikana sem gerði það að verkum að maður nær meiri tengsl við diskinn.
4. Jack Johnson - In Between Dreams
Brimbretta kappinn frá Hawaii. Mig langar alltaf að liggja í hengirúmmi á Hawaii þegar ég hlusta á þennan disk.
5. Bright Eyes - I'm Wide Awake, It's Morning
Þrátt fyrir ungan aldur hefur Conner Oberst átt nokkra góða diska og gaf tvo góða út á árinu. Þessi var betri og kemst á topp 5.
6. Architecture In Helsinki - In Case We Die
Missti af þeim á Airwaves og var mjög svekktur, aldrei að vita að þeir hefðu lent ofar ef maður hefði séð þá læv.
7. Kanye West - Late Registration
Snillingurinn hann Kanye West mjög lang besta Rapp diskinn á árinu.
8. The Magic Numbers - The Magic Numbers
Bresku fitubollurnar í Magic Numbers með frábæran disk sem vantar smá uppá.
9. Kaiser Chiefs - Employment
Góður stuð diskur frá Kaiser Chiefs sem sumir segja að hafa komið Britpoppinu aftur á kortið.
10. Sufjan Stevens - Illinois
Þessi diskar á örugglega eftir að vaxa í áliti hjá mér. Hann hljómar ótrúlega vel og gaman að hlusta á hann allan. Tók samt smá tíma að gúddera hann.
11. System Of A Down - Mesmerize
12. Gorillaz - Demon Days
13. Clap Your Hands Say Yeah - Clap Your Hands Say Yeah
14. Coldplay - X&Y
15. Brendan Benson - The Alternative To Love
Ef The Funeral með The Arcade Fire hefðu ekki komið út 2004 hefði hann verið á toppnum.
Þetta hefur svona ágætis mynd af því hvað maður hefur verið að hlusta á.
29.12.05
Hetja
Þetta var ekkert mál og maður fann svo sem ekkert fyrir þessu. Hvet alla vini míni að fara og gefa blóð, þetta tekur enga stund, maður fær gott að borða og svo getur þetta bjargað mannslífum.
Annars er þetta næst á dagskrá og ég hef ekkert getað æft mig. Djöfull er ég að verða búinn að byrgja mig upp af afsökunum.
Svo ætla ég nú að gera svona árslista eins og allir aðrir, lofa honum samt ekki fyrir áramót.
24.12.05
16.12.05
Bachelorinn
Annars var flottasta svarið í þáttum þegar einn af keppendum Herra Íslands svarið kommenti frá Jóni Gnarr um að þetta væri bara hórirí þegar hann sagði að það væri nú annar þáttur á íslandi sem séi um það (aka Ástarfleyið).
Nú þá byrjaði ég í dag að hlusta á jólalög, skil ekki fólk sem setur þetta á fóninn í byrjun nóvember eða fyrr, fínt einni viku fyrir jól.
Þá er ég einnig að taka til topplög og plötur ársins 2005 og er það mikil vinna skal ég ykkur segja og vonandi verður gefinn út listi öðru hvoru megin við áramótin.
Veit ekki alveg hvernig þetta verður en það verður allavega topp plötur, topp lög og kannski bíómyndir líka, veit ekki alveg, kemur í ljós.
13.12.05
Hlaupagikkur
Ég skellti mér af þessu tilefni út að hlaupa í gær og tékka hvað maður gæti ekki hlaupið 11 km á skikkjanlegum tíma. Var reyndar 10.362 m þegar ég mældi vegalendina í vinnunni í dag en það bíttar ekki diff eins og þeir segja. Þessi vegalengd er út Kópavogsdalinn með meðfram öllum Kópavogsnesinu, inní Fossvogsdal og svo upp hjá Hjallaskóla og aftur niður í dal. Auðvitað var tekinn tími á þessari tilraun minni og var tíminn 52,26 mínútur, sem ég tel vera nokkuð gott.
Það versta við þetta er ég er alltaf að fá einhver helvítis verk í hnén. Búið að vera angra mig í haust og veldur mér miklum áhyggjum, aldrei áður verið í vandræðum með hnén á mér en bæði pabbi og bræður mínir eru í svipuðu veseni, vona að þetta sé ekki í genunum.
En maður verður bara að bíta á jaxlinn og halda áfram því það styttist óðum í 30 des.
Vill einhver koma með mér í ÍR hlaupið?
Þoriru???
12.12.05
Þetta er fyndið...

Jólahlaðborð og Póker
Það sem var í boði var villibráðarstöð, jólasíldarstöð, sjávarréttastöð, spjótastöð og alþjóðleg stöð. Villibráðin var nú í efsta sætinu en spjótastöðin var einnig mjög góð en þar var boðið uppá naut, lamb og kjúkling á spjótum. Þá var mjög skemmtilegt að prófa alþjóðlegu stöðina en þar var matur frá erlendum samstarfsmönnum. Mjög gaman að prófa jólarétti frá öðrum þjóðum.
Eftir þetta var svo haldið á Thorvaldsen bar sem virðist vera hefð eftir vinnu djamm hérna í vinnunni en ekki myndi ég flokkast undir einhver aðdáanda þessa staðs þannig að ég lét mig hverfa og fór á Óliver og hitti Austfirðinginn fyrverandi og Audinn hans. Eftir slatta tíma þar var svo haldið á Hressó þar sem var tekið stutt stopp.
Ekki var þessi bæjarferð neitt sérstaklega skemmtileg og þar spilar hreint ógeðsleg tónlist á Óliver mikinn þátt. Það er eins og plötusnúðurinn hafi reynt að spila leiðinlega tónlist og hvaða hugmyndir sem ég og Ívar komum með, og voru þær nokkrar, annað hvort átti hann ekki á tölvunni sinni eða vissi hreint ekki um hvað við vorum að tala. Hvaða plötusnúður á ekki Roses með Outkast, ég bara spyr?
Vinahópurinn hittist svo á laugardaginn og tók eitt póker kvöld þar sem PartýReynz (eins og hann var kallaður þetta kvöld) vann allan 8 þús. kr pottinn með því að vinna Gísla (aka alvöru Gillzeneggerinn) sem var með tvær tvennur en Partý Reynz var með á fullt hús. Svekkjandi fyrir Gísla en annars lenti ég í þriðja sæti og var nálægt því að komast í úrslitin.
Ekki má gleyma því að nefna það að Liverpool er komið í annað sæti í ensku úrvalsdeildinni.
1: Chelsea 43 stig.
2: Liverpool 31 stig.
3: manutd 31 stig
4: Tottenham 27 stig.
5: Bolton 27 stig.
6: Arsenal 26 stig.
Gaman að sjá manutd og Arsenal fyrir neðan Liverpool.
8.12.05
Rigning og fótbolti
Annars er ég búinn að horfa á meistaradeildina tvö síðustu kvöld og í bæði skiptin mjög ánægður.
G riðill
1. Liverpool: 12 stig
2. Chelsea: 11 stig
--------------------
3. Betis: 7 stig
4. Anderlecht 6 stig
D riðill
1. Villarreal: 10 stig
2. Benfica: 8 stig
--------------------
3. Lille: 6 stig
4. manutd: 6 stig
Þó svo að maður eigi ekki að gleðjast yfir óförum annarra þá verð ég bara að gleðjast yfir þessum tölum. manutd komust ekki einu sinni í UEFA keppnina.
6.12.05
Football Manager 2006
Fyrir þá sem ekki vita er FM2006 byggður á gamla Championship Manager leiknum eða tjampa eins og hann var kallaður í daglegu tali.
Annars var 5 serían af Seinfeld að koma í hús og nú á maður 1-5. Snilld.
Þá verður maður að fylgjast með Chelski - Liverpool í kvöld í meistaradeildinni. Ekki eins áhugaverður leikur eins og margir vonuðust eftir þar sem bæði lið eru komin áfram, en maður verður samt að horfa á þetta.
5.12.05
Vibrador...
Þetta er alveg ógeðslega fyndið. Þó svo að þetta komi frá FM 957 þá er þetta virkileg skemmtileg og alveg þess virði að hlusta á.
Köllum þennan Vibrador konan.
Vill svo benda fólki á að mér var bent á þetta þverneita fyrir að hlusta á FM...
Þá er maður einnig byrjaður að horfa á Lost. Búinn að bíða frá því í haust með að byrja að horfa á þá til að lenda ekki í þessum pásum sem þeir í usa taka alltaf en maður ætti að geta sloppið við það núna. Var horft á upprifjunarþátt í gær og svo hefst þetta í næstu viku á Örlish! TV... besta sjónvarpstóðin í bænum.
Kominn tími á mann...
Fyrst á dagskrá er að frúin mín hún Anna átti afmæli á föstudaginn fyrir viku, þeas 25. nóv er var stúlkan 23 ára í því tilefni var farið að borða á Hereford og var það alveg ágætt miðað við að allt er troðið í jólahlaðborðum á þessum tíma árs.
Næst var það Bítl sýningin sem var algjör snilld. Bjóst ekki við svona góðri sýningu og ekki var það verra að maður fékk boðsmiða.
Svo voru það Sigur Rós í höllinni. Var nú ekkert að missa mig eins og flestir fjölmiðlar yfir þessum tónleikum. Jújú, þeir voru alveg góðir en einhvern veginn vildi ég hafa þá rokkaðri. En Popplagið í lokin var náttúrulega bara rúgl. Hérna umfjöllun um tónleikana.
Þessi helgi var mun rólegri en sú seinasta og var það bara gott. Horfði á War of the Worlds sem er alveg drep leiðinleg. Nú er Spielberg alveg endanlega búinn að gera í buxurnar.
Þá var einnig horft á Before Sunset sem er alveg ágæt rómantísk mynd sem er eitt langt samtal. Virkar alveg og er ágætis tilbreyting frá þessum venjulegu rómantísku klisjum.
Annars vill ég einnig benda á að Liverpool eru fyrir ofan Arsenal og fátt virðist geta stoppað þá. Skemmtilegt það.
8.11.05
Brotið krosstré?
Ég og Jim Bob ætluðum að horfa saman á þessa mynd en þar sem hann flúði land var lítið annað en að tékka á meistara Seagal einn og yfirgefinn.
Ég man þá daga þegar Seagal tók vonda kallinn og braut hann saman eins og pappakassa frá IKEA, það voru góðir dagar.
Þessi mynd var ekkert eins og Above the Law, Hard to Kill, Out for Justice og Under Siege, þetta var ein leiðinleg langloka að fremur döpru lokaatriði. Skamm skamm Seagal, svona áttu ekki að gera. Varla maður þori að horfa á Today You Die.
Into the Sun fær falleinkunn eða 3 Örlish!
3.11.05
Myndir frá London og ræktin

Fyrir þá sem ekki vita er ég búinn að setja myndirnar frá London inná netið. Þú getur fundið þær hérna: Myndir frá London.
Þá er maður byrjaður aftur í ræktinni eftir smá frí. Eitt sem mér finnst mjög skemmtilegt er þegar fólk klæðir sig eins og það sé á 80's balli í ræktinni.
Í gær var einn gaur mættur í þröngum ermalausum bol og í stuttbuxna gallabuxum. Ekki að það var nóg heldur var hann einnig í hjólabuxum sem náðu langt niðurfyrir stuttbuxurnar. Þá var einn snillingurinn um daginn mættur í skyrtu í ræktina. Bara í góðum fíling í íþróttabuxum og hvítri skyrtu að svitna eins ég veit ekki hvað eins og ekkert væri sjálfsagðarar. Gaman að því.
Anna fékk iPod Nano í afmælisgjöf og þar sem hún komst ekki í ræktina fékk ég tækið með mér. Sá svo þvílíkt eftir því að hafa verið að prufa þessa græju í ræktinni því þetta er algjör snilld og erfitt verður að snúa aftur í gamla útvarið. Get alveg lofað því að maður tekur svona 20% meira á því með góða "ræktar" tónlist á fóninum.
Ég mæli svo með nokkrum lögum fyrir fólk til að taka á því í ræktinni.
Þá er maður að reyna að búa til svona "Ultimate" playlista fyrir ræktina og það eru strax komin nokkur lög inná listann:
The Prodigy - Their Law
System of a Down - Chop Suey
At the Drive-In - Sleepwalk Capsules
Annars segi ég bara áfram manutd, þið eruð að gera góða hluti.