2.2.12

Plötur ársins 2011

Betra seint en aldrei. Var löngu búinn að búa til lista yfir bestu plötur ársins en átti alltaf eftir að henda þeim hingað inn
2011 var ágætt tónlistarár, mjög gott á Íslandi en ekki eins mikið af góðum erlendum plötum. Sá tími sem ég eyði í að kynna mér nýja erlenda tónlist hefur farið minnkandi á árinu og því kannski ekki eins mikið að nýju "fersku" efni. Á eftir að kynna mér nokkrar plötur sem voru á hinum ýmsu árslistum og stefni að því á næstunni.
Fannst 4 íslenskar plötur standa uppúr á árinu og eru það, Mugison, Of Monsters and Men, Sóley og Ham, allt frábærar plötur. En hérna er listinn.


Erlendu plötur ársins 2011

1. Bon Iver - Bon Iver
2. Bright Eyes - The People's Key
3. Florence + The Machine
4. Noah and the Whale
5. Adele
6. The Strokes
7. Handsome Furs
8. The Decemberists
9. The Vaccines
10. Cold War Kids

Aðrar áhugaverðar plötur: Lykke Li, Arctic Monkeys, Feist, Okkervil River



Íslensku plötur ársins 2011

1. Mugison - Haglél
2. Of Monsters and Men - My Head Is an Animal
3. Sóley - We Sink
4. Ham - Svik, harmur og dauði
5. Sin Fang - Summer Echoes
6. Hjálmar - Órar
7. Lay Low - Brostinn strengur
8. Dikta - Trust Me
9. FM Belfasat - don't Want To Sleep
10. Eldar - Fjarlæg nálægð

Aðrar áhugaverðar plötur: GusGus, Reykjavík!, Úlfur Úlfur, Ourlives og Jón Jónsson

1.2.12

Sh*t people say

Þetta er búið að vera ganga um internetið skemmtilegir sketsar. Þetta byrjaði á þessum hér:

Maður kannast við nokkrar setningar þarna.

Eftir það hafa komið fram nokkrar góðar eftirhermur tengdar hlaupi, þríþraut og hjóli. Kannast við ansi mikið af þessu af lestri mínum á netinu og einnig af eigin upplifun.
Þríþraut:


Hjól:


Ultrarunners:


Hlaup:


29.12.11

Tónlistinn 2011

Þá er komið að hinum árlega tónlista. Ég tek saman bestu íslensku og erlendu lög ársins og set þau upp í lista eftir besta laginu. Það er þó aðeins eitt lag af hverjum diski / með hverri hljómsveit sem fer á listann. Frábært ár hjá íslenskum tónlistarmönnum en ekki eins gott ár í útlandinu. En hérna kemur tónlistinn 2011.
Bestu íslensku lög ársins 2011:
1. Mugison - Stingum af
2. Sóley - Smashed Birds
3. Of Monsters and Men - Little Talks
4. Hjálmar - Í gegnum móðuna
5. HAM - Sviksemi
6. Sin Fang - Fall Down Slow
7. Lay Low - Brostinn strengur
8. FM Belfast - Stripes
9. Reykjavík! - Hellbound Heart
10. Dikta - In Spite of Me
11. Ourlives - Blissful Ignorance
12. Megas og Senuþjófarnir - Lengi skal manninn reyna
13. Snorri Helgason - River
14. Valdimar & Steini - Ameríka
15. GusGus - Within You
16. Sykur - Shed Those Tears
17. Ólafur Arnalds - Near Light
18. Memfismafían - Það styttir alltaf upp
19. Mammút - Bakkus
20. Pétur Ben og Eberg - Numbers Game
21. Elín Ey & Pétur Ben - Þjóðvegurinn
22. Jón Jónsson - Wanna Get In
23. Toggi - Let Them Bleed
24. Þórunn Antonía - Out Of Touch
25. Steindi Jr. - Djamm í kvöld (ft. Ásgeir Orri)
*Yfirgefinn með Valdimari hefði komist í topp 5 ef það hefði komið út á árinu.

Bestu erlendu lög ársins 2011:
1. Adele - Rolling in the Deep
2. Gotye - Somebody That I Used To Know (feat. Kimbra)
3. Bon Iver - Calgary
4. Bright Eyes - Shell Games
5. The Decemberists - This Is Why We Fight
6. Noah and the Whale - Tonight's the Kind of Night
7. Foster the People - Pumped Up Kicks
8. R.E.M. - Every Day Is Yours To Win
9. Cold War Kids - Mine Is Yours (Passion Pit Remix)
10. The Strokes - Under Cover Of Darkness
11. Handsome Furs - Repatriated
12. Danger Mouse, Daniele Luppi - Two Against One
13. The Vaccines - Wreckin' Bar (Ra Ra Ra)
14. LMFAO - Sexy and I Know It
15. Lana del Rey - Video Games
16. Little Dragon - Ritual Union
17. Lykke Li - Sadness Is a Blessing
18. Fleet Foxes - Battery Kinzie
19. Iron & Wine - Walking Far from Home
20. James Blake - Limit to Your Love
21. Florence + The Machine - No Light, No Light
22. White Lies - The Power & The Glory
23. Radiohead - Lotus Flower
24. Cage The Elephant - Shake Me Down
25. Okkervil River - We Need a Myth
26. Arctic Monkeys - Suck It and See
27. Feist - How Come You Never Go There?
28. The National - Think You Can Wait
29. We Are Augustines - Chapel Song
30. Coldplay - Every Teardrop Is A Waterfall

4.11.11

I'm here to win

Var að klára að hlusta á hljóðbókina I'm Here to Win sem er bók eftir þríþrautarmanninn Chris McCormack. Hann vann Ironman Kona bæði 2007 og 2010, þá 37 ára ásamt því að hafa unnið flest allt annað í heimi þríþrautar.
Mér fannst þetta bæði skemmtileg og einnig hvetjandi bók. Hann fer vel yfir ferilinn sinn og snertir á því hvað það er sem gerir hann að afreksmanni í þessari íþrótt. Fer mikið út í pælingar hvernig eigi að bæta sig í sínum veikleikum og hikar ekki við að nota lausnir úr öðrum íþróttum eins og boxi og vaxtarrækt. Einnig fer hann vel í það hvernig andlegur styrkur, kænska og útsjónarsemi hefur fleytt honum langt áfram.
Bók fyrir þá sem hafa áhuga á hlaupum og þríþraut.

1.11.11

Hreyfing í október

Á einni af mörgum heiðum sem voru tæklaðar í Noregi, okt. 2011
Nú er kominn nýr mánuður og því fínn tími til að líta yfir farinn veg, skoða hvað maður var að gera í október og einnig fara yfir markmið í nóvember.
Ekki búinn að hreyfa mig eins mikið og ég vildi hafa gert. Missti 8 daga út útaf vinnu í Noregi, var þá reyndar að hreyfa mig mikið alla dagana nema ferðadagana. Mikið gengið um óbyggðir Noregs í erfiðu landslagi. Þá fóru 3 dagar í að undirbúa bæði afmælið hans Óttars og einnig í undirbúningi fyrir Noregs ferðina.
En byrjum á hreyfingu í október:
Hlaup: 197 km - 15:30 klst - 15 dagar
Hjól: 42 km - 1:50 klst - 3 dagar
Sund 2,35 km - 1:10 - 3 dagar
Ganga um Noreg: 7 dagar
Engin hreyfing: 7 dagar
Ekkert mjög slæmt en mætti laga eitthvað í þessu. Ekki búinn að hjóla nógu oft og sömuleiðis lítið um sund. Sund er frábær virk hvíld og því um að gera að nota það með hlaupunum. Hef einnig verið að hlusta á bókina "I'm here to win" sem fjallar um þríþrautar kappann Chris McCormak og þá byrjar maður sjálfkrafa að horfa aðeins á þríþrautina sem góðan kost. Annars alveg fyrirmyndar bók fyrir þá sem hafa áhuga á afreksíþróttum og hlutum sem tengjast hugarfari og andlega þættinum í íþróttum.

En næst eru það hvað maður ætlar að reyna að gera í þessum mánuði. Markið nóvermber mánaðar eru því:
Hlaup: 300 km
Hjól: Hjóla allavega 1 sinnu í viku í vinnuna
Sund: Synda allavega 1 sinni í viku
Halda áfram að gera styrktaræfingar og auka þrek.

Tvö bestu lög mánaðaris fá að fljóta með, eitt íslenskt og eitt erlent.
Fyrst Of Monsters and Men með frábært lag.


Svo meistararnir í R.E.M. Svona í tilefni þess að þeir eru hættir. En eitt besta lag þeirra í langan tíma, titill lagsins er líka mjög í samræmi við markmið mánaðarins.


20.10.11

Skipið (2006) - Stefán Máni

Búinn að vera að hlusta á bókina Skipið eftir Stefán Mána á hljóðbók undanfarið. Kláraði hana þegar ég fór út að skokka í gær. Svipað og í bókinni Svartur á leik þá er mikið um lýsingar á bæði umhverfi og aðstæðum, Stefán Máni leggur greinilega mikið upp úr þessum þætti. Bókin byrjar ágætlega en svo fer hún að vera langdregin og smá saman fjarar söguþráðurinn út. Mætti vera meiri dýpt í plottinu (ef kalla má þetta plott).
Mæli ekkert sérstaklega með þessari bók.
Er svo að lesa Auðnin eftir Yrsu Sigurðardóttir. Næsta hljóðbók er svo I'm Here To Win: A World Champion's Advice for Peak Performance, sem er bók frá heimsmeistaranum í þríþraut. Verður vonandi áhugavert að hlusta á hana.