29.3.03

Skotland 2 - Ísland 1

Þar sem ég var í firmamótinu þá missti ég af meirihluta leiksins, náði samt mikið af seinni hálfleik. Þannig að ég veit svo sem ekki mikið um þennan leik.
En djöfulsins að tapa, þá er draumurinn úti um að komast á EM úti.

Firmamót

Fór á firmamót með Línuhönnun í dag. Gekk ágætlega, lentum í riðli með Hönnun, Ferli og 3 árs nemum.
3 árs voru bara til uppfyllingar og þeir máttu því ekki fara upp úr riðlinum. Við töpuðum fyrsta leiknum við Hönnun, unnum svo Feril og gerðum jafntefli við 3 árs nema. Við komumst sem sagt upp úr riðlinum. Lentum þar á móti VSG sem við töpuðum. Þannig að við spiluðum við Hönnun um þriðja sæti. Við töpuðum þeim leik í framlengingu 3-2. Þannig að....við lentum í 4 sæti, sem er alveg ágætt.

Vísó í VÍS

Ég fékk Kiddi Tví til að skutla mér og Önnu upp í skóla til að komast í vísó. Ekki vildi það þá betur til að vísindaferðin var í Kópavogi þannig að ég fór upp í skóla, upp í Egils og svo aftur í Kópavoginn. Mjög skemmtileg strætóferð. Þetta var fyrsta vísindaferðin mín þar sem hún tengdist ekkert náminu. Annars var þetta ágætlega áhugavert, skoðuðum fullt af klestum bílum og þau voru að reyna að stimpla það inn í okkur öll að F+ væri nú lang besta tryggingin. Allavegana nóg af mjöð. Rauðvín, hvítvín og bjór og mjög góðum matar. Eini gallinn við ferðina var að þegar við vorum að bíða eftir rútunni, en þá var hætt að veita áfengi, þá keyra þau með fullt af bjór upp í einhver sendibíl, frekar súrt en samt mjög góð fer.

Við losuðum okkur við 1 og 2 árs nema niður í bæ og fórum svo í partý til Betu. Djöfulsins MR nördar eru með mér í verkfræði (ekki vera sár). Aðal málið í partýinu var að horfa á MR vinna þessa fooookkking Gettu betur keppni en einu sinni. Þá var ég reyndar búinn að stofa eldhúspartý í mótmælaskyni. Allavegana var þetta fínasta partý og helvíti flott íbúð.
Ég og Anna fórum svo í afmæli til Sigga (kærasta Ingu, vinkonu Önnu) og rappinson travis (bróður Ingu) en þeir voru báðir 24 ára. Til hamingju með það. Afmælið var haldið á einhverjum bar á Laugarveginum sem ég veit ekkert hvað heitir. Maður var orðin nokkuð þreyttur undir lokin þannig að ég dró Önnu heim og fór að rugla í leigubílstjóranum Önnu til mikillar óáængju en svona er þetta bara.

Jæja helvíti duglegur að skrifa.

28.3.03

Gummi 24 ára!

Til hamingju með afmælið Gummi. Hvenær á að halda veislu? Annars er ég að fara í vísó ti VÍS í kvöld og svo í afmæli. Þannig að, til hamingju.

27.3.03

Shout Out

Bara að láta vita að það eru komnir svona Shout Out, en það er svona comment dót. Þannig að nú getur þú tjáð þig á síðunni.

Eini sem virðist vita er af þessu er hann Raggi góð vinur minn.

Þannig að nú ýtið þið og Shout Out hér fyrir neðan og vá, þig getið tjáð ykkur.

HIT

Við strákarnir í skólanum eru í Tipp klúbb sem kallast HIT (verður að vera í félaginu til að fá að vita hvað það stendur fyrir).
Allavegana er ég með kúkinn í buxunum. Búinn að skíta all hressilega á mig, því ég er í neðsta sæti. Ekki nógu gott fyrir fótbolta spekúlantinn.
Hérna er staðan

Annars var nýji CM að koma út í dag ,CM4, djöfulsins djöfull, ekki glæta að ég eyði peningunum mínum í að kaupa hann, hvenær skyldi hann koma á netið. Látið mig vita ef þið eigið hann crackaðann.

Hinni 24 ára

Jæja Hinni varð 24 ára í gær, til hamingju með það. Hringdi í hann í gær og allt, djöfull er maður góður í að muna þessa afmælisdaga.

Svo virðist sem að Akureyrar ferðin sé ekki að skemmileggja það að drengurinn fá að leigja íbúðina áfram. Sem er mjög gott.

6.3.03

Sumó

Fór í upp í sumarbústað þar seinustu helgi!
Hérna koma myndirnar.

5.3.03

Stjórnmálamenn!

Ég vissi alltaf að ég væri enginn stjórnmálamaður en andskotinn hafi það ekki Halldór!

Þú ert Halldór Ásgrímsson:

Þú átt ofsalega bágt, alltaf, enda
finnst þér allir vera vondir við þig. Mæddu dádýrsaugun geta þó fleytt þér
áleiðis í pólitíkinni. Sveitta efrivörin hinsvegar ekki.

Taktu "Hvaða stjórnmálaleiðtogi ert þú?" prófið

3.3.03

Árshátíð með meiru

Bara mjög góð helgi. Fór á árshátíð hjá Verkfræðinni á föstudaginn. Einar og Hjalti voru búnir að skipuleggja óvissuferð um og í kringum Selfoss um daginn. Það var farið á ýmsa staði svo sem á sveitabæ að skoða tilraunir með fóður á beljur, hænsnabúa og ýmislegt annað. Alltaf voru tekin staup á nýjum stað. Enduðum í pottinum hjá Hjalta, mjög gaman.
Eftir þetta var farið á sjálfa árshátíðina og var það einnig mjög gaman. Maturinn mjög góður og allt það. Hljómsveitin Englar mætti alveg hafa verið betri. Fór heim með rútunni um 2 leitið, þar sem Atli fór og kostum og tók Án þín í einsöng í hátalarakerfi rútunnar undir engum fögnuði viðstaddra.
Sem sagt mjög gaman!

The Ring
Ég horfði á The Ring á sunnudagskvöldið og hún kom mér bara nokkuð á óvart! Bara nokkuð góð mynd, gerð nokkuð spúkí en var ekki þessi bregðu mynd eins og ég hélt (kannski öðruvísi þegar maður fer á hana í bíó?). Sem sagt nokkuð góð ræma þarna á ferð, mæli eindregið með henni.

Liverpool
Ótrúlegt en satt voru Liverpool bara góðir á sunnudaginn þegar þeir unnu Man utd í Worthington Cup. Ein dolla komin í hús (sem er gott). Dudek maður leiksins og svona og svo var Diouf bara alveg ágætur miðað við venjulega. En það sem meira er þá sátu manutd eftir með sárt ennið múhaha múhaha!

28.2.03

Smá survivor

Strákarnir unnu loksins þraut, jibbbbíii og svo var gamla konan kosinn burt. Alveg merkilegt hvað þessar konum geta ekki byggt einn foookkking kofa. Maður gat þetta þegar maður var 5 ára. Þó svo að Bandaríkja menn séu yfir höfuð heimskir þá ekki alveg svo heimskir að þeir geti ekki byggt eitt lítið skýli. Jæja got to go!!
Later

Árshátíð Verkfræðinnar og óvissuferð HIT & co.

Ég er að fara á Árshátíð Verkfræðinnar í kvöld sem er haldin á Selfossi. Hin geisi vinsæla hljómsveit Englar spilar fyrir dansi. Ég er mjög feginn að þetta sé ekki eitthvað skíta band eins og Í svörtum fötum sem spilar bara sín eigin lög heldur hljómsveit sem spilar bara cover lög.

Einar og Hjalti ætla að vera með óvissuferð til heimabæjar síns Selfoss og verður lagt af stað á hádegi í dag. Svaka fjör semsagt.

27.2.03

I´m back

Já ég er svona að spá í að byrja að blogga aftur! Svona fyrst Gummi er að skíta á sig í þeim málum!

Var að horfa á nýju Friends seríuna í gær. Hún er bara nokkuð góð, ég var alveg dottinn út úr þessu eftir 7 seríu eða eitthvað! Var að horfa á þætti 9.11-9.15. Fínt að ná í þetta á netinu og horfa á þetta langt á undan Stöð 2 og líka nokkra í einu.

Annars er það að frétta að ég er að passa hundinn minn Emblu þessa dagana þar sem Das Family er úti á skíðum í Austurríki. Það væri nú ekki frá sögum færandi nema hvað að ég hleypti henni út í gær kvöldi, svona rétt áður en ég fór að sofa. Ég vaknaði svo í morgun um 6 leitið við lítið væl úti. Það var Embla búin að standa og bíða úti í svona 6 klst. á meðan ég var í góðum fíling sofandi.

Ég bið bara um að láta foreldra mína ekki vita af þessu!

1.11.02

Sigur Rós ()

Nýi Sigur Rós diskurinn sem heitir ekki neitt eða bara () kom út á mánudaginn og ég er kominn með hann í hús, segi ekki á hvaða formati.

Búinn að hlusta aðeins á hann. Fínn lög, heldur áfram þar sem frá var horfið með Ágætis byrjun. Finnst sem flottara að syngja á íslensku heldur en þessari „vonlesku“ eins og þeir artífartí félagar kalla þetta. Í sambandi með að skýra diskinn og löginn ekki neitt finnst mér það bara allt í lagi, sérstaklega upp á erlenda fjölmiðla. Það á allt að vera svo dularfullt hjá þeim. Annars er búið að gefa lögunum nöfn á netinu. Allaveganna er að finna nokkur nöfn á heimsíðu þeirra félaga. Nokkuð flott síða með fullt af auka efni fyrir aðdáendur. Myndbönd, lög og fleira. Ekki alveg búinn að hlusta nógu mikið á gripinn til að segja hvaða lög mér finnst vera best. Hins vegar er seinasta lagið, lag 8 eða Popplagið, argasta snilld.
Góð plata engu að síður!