...ætlaði að blogga þetta í gær en það virkaði ekki, á einhver ótrúlegan hátt náði ég nú að bjarga þessum texta, þó svo að hann sé nú ekkert voða merkilegur, en hér kemur hann!
...mjög lítið að gerast núna! Annars er ég búinn að vera hlusta á nýja diskinn (Hafið þennan dag) með Heru og svei mér þá þetta er bara fínasti diskur! Ha, hver bjóst við að heyra mig segja þetta (eða skrifa, réttara sagt) Hún tekur tvö lög með Bubba, eitt með KK og svo eitt hvað Megas og svo nokkur frumsamin!
Hera fær **1/2 örlsih!
...annars fór ég á Matrix Revolution á sunnudaginn og var hún bara helvíti góð, lokar sögunni af fylkinu ágætlega! Byrjar frekar rólega og ekkert almennilegt að gerast fyrir hlé en lætin byrja eftir hlé!
Þó svo að fyrsta myndin sé best þá eru þær seinni mjög góðar og fær Revolution *** örlish!
...er svo að fara í BodyPump á eftir í sporthúsinu, æði!
...annars föstudagur á morgun og svo sem ekkert voða gaman með það því nú er það bara próflærdómur, þó svo maður gefi sér tíma í Idolið á morgun!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli