21.11.03

konuleikfimi...

...fór í gær í tíma í Body Pump í Sporthúsinu með Breiðablik. Þetta var fínt þó svo að ég bjóst við meiri hreyfingu í sjálfum tímanum. Var meira svona eins og lyftingar frekar en einhver eróbik tími. Ágætis tilbreyting samt!

...þegar ég kom var allt að fara á stað og ég er eitthvað að drífa mig að ná mér í svona pall og finna einhver lóð til að nota þegar kennarinn í tímanum segir yfir allan salinn "blessaður Örvar" mér bregður svona nett og enda ekki alltaf sem einhver heilsar mann í hátalarakerfi en þá var þetta Ragnheiður sem var með mér í 3. bekk í Versló! ÆÐI

...annars er það Stjörnuleitin í kvöld og verður gaman að sjá hverja maður hefur úr að velja, þó svo að maður viti náttúrulega hver vinnur þetta (sjá neðar)

...ætla svo að reyna að komast á Matrix!

Engin ummæli: