31.7.04

Dorgmeistari Kóps 2004

Það var þrefaldur sigur í Hlíðarhjalla 23 í gærkvöldi. Menn voru mættir til leiks á Kópavogshöfn kl. 20:00 og hófst þá keppni. Þátttakendur voru: Örvar, Anna, Gúndi Stuð, Kiddi Skáti, GI Joe, Gísli og Atli. Það var allt morandi í áhorfendum og má þar nefna Gumma Árna, Hildur, Gummason, Katrín og fleiri.

Örvar byrjaði keppnina vel og landaði sínu fyrsta fiska snemma móts. Kiddi náði skömmu seinna að jafna Örvar og var þá ljóst að þessir tveir gríðarsterku leikmenn myndu berjast til sigurs. Örvar tók svo foristu en Kiddi kom skammt á eftir með annan fiskinn sinn. Það var svo Kiddi sem tók forustu með að landa sínum þriðja fiski. Örvar kom svo sterkur inn og drö einn svaðalegan upp og er þetta án efa stærsti fiskur sem hefur komið upp úr höfninni. Þannig að Kiddi og Örvar voru jafnir eftir harða keppni en Örvar vann á stærri fisk.

Gummi Sverris landaði tveimur, Anna einum en fleiri fiskar komu ekki, þá náði Gísli að landa nokkuð stórum þara! Keppt var til kl. 21:15 en var það vegna dræmrar þátttöku og einnig vegna veðurs.

Þannig að Örvar vann í hópi fatlaðra (Örvar keppti ristarbrotinn) og einnig í almenna hópnum. Þá vann Anna í hópi kvenna.

Eins og ég segi stórsigur í H23 og var svo verðlauna afhending í V15 um kvöldið. Þar tók Örvar við glæstum bikar. Mættir þar voru: Örvar winner of "the dorg" 2004 og Anna, Gúndi, Kiddi og Atli.

Ég þakka fyrir gott mót!

30.7.04

The Butterfly Effect (2004)

Horfði á The Butterfly Effect í gær. Þetta er svona Sci-Fi/Drama mynd um ungann mann (Ashton Kutcher) sem getur ferðast um í tíma og breytt fortíðinni.
Kom mér nokkuð á óvart að sjá Kuther geta leikið. Hafði nú ekki mikla trú á honum eftir That's 70 Show og Dude Where My Car en hann stóð sig helvíti vel! Bara nokkuð vel skrifuð og vel leikin mynd.
The Butterfly Effect fær **1/2 Örlish!

Hér kemur ein góð setning úr myndinni:
"Wrong answer fuck bag. This is the very moment of your reckoning. In the next 30 seconds you're gonna open 1 of 2 doors. The first door will forever traumatize your own flesh and blood"

Klaufabárður

Þá er maður búinn að fótbrjóta sig í fyrsta skipti! Það hlaut nú að koma að því enda er maður sannkallaður klaufabárður! Fór á slysó í gær og lét taka mynd og svona en það sést á þessari fínu mynd hvar ég er brotinn. Þó svo að þetta sé ekki löppin mín. Ég var samt ekki settur í gifs sem er mjög gott því þá kemst maður í sturtu og annað án þess að vera eins og hálfviti!

Þá er Verslunarmannahelgin komin og ekki get ég öfundað fólk sem er að fara til eyja. Þá er nú bara mun skárra að vera fót/ristarbrotinn heima í Kópavogi. Það verður Dorg í kvöld á Kópavogshöfn þó svo að manni lítist nú ekkert á veðrið úti! En ætli maður verði ekki að láta sig hafa það! Þó ætlaði ég með stráka í göngu á morgun en það verður víst ekkert úr henni og svo missi ég af Paintball á sunnudag :( Helvítis djöfull!

Örvar hoppandi um á annari!


29.7.04

Ekki mikið labb

Fór á æfingu í gær með stórliðinu TLC og náði svona helvíti vel að snúa upp á löppina á mér! Koma heim í gær eftir að hafa keyrt heim í kvölum mínum og reyndi að kæla og svona eins og þegar maður meiðir sig. Ætlaði nú samt að vona að þetta yrði nú skárra þegar ég vakanði en ekki aldeilis því nú get ég varla sett löppina niður! Spuning hvort maður fari uppá slysó á eftir!

Annars horfði Anna á myndina Mona Lisa Smile í gær og vil ég biðja hana um að koma með smá kvikmyndadóm í comment kerfið hérna :) Ég sá seinustu 5 mínúturnar og ég verð að segja að hún virkaði mjög spennandi!

Jæja, vorkennið mér!

28.7.04

Breiðablik

Ég, Uncle G og Michelinmaðurinn fórum á Breiðablik Þrótt í Kópavogsdalnum í gær. Veðrið var fínt en fótboltinn vægast sagt leiðinlegur. Pétur "FH-ingur" var rekinn útaf eftir ca. 20 þegar hann átti að hafa gefið Hans/Jens olbogaskot en þeir félagara voru búnir að vera kítast eitthvað allan leikinn. Þróttur komst svo yfir í fyrri hálfleik en Höddi Bjarna náði að jafna þegar ca. 10 mín voru eftir og þar við sat. Eins og ég sagi áðan var þetta mjög leiðinlegur leikur, miklu skemmtilegra að horfa á utandeildina!

Annars á frændi minn hann Steinar Hákonarson 3 ára afmæli í dag og óska ég honum til hamingju með það! Hægt að sjá mynd af honum hjá Gúnda Stuð frænda!

27.7.04

5-1

Já 5-1 voru tölur gærdagsins. TLC vann Kókóbomburnar 5-1 í gær og þá Liverpool vann Celtic 5-1. Allt annað að sjá til Liverpool liðsins, var vakandi til tvö að horfa á þessa snilld. Biscan bara góður og Cissé með tvö. Verð bara að segja að mér lýst helvíti vel á komandi tímabil. Þó svo ég viti alveg að tölurnar skipta ekki öllu í svona æfingaleik þá var gaman að sjá liðið vera spila vel saman og allir að berjast. Spurning hvað Heskey og Hollier hafa verið að hugsa í gær...

Annars var ég að klára 3. seríu af 24 í gær. Þetta verður hryllingur að horfa á næstu á "week to week bases". Búinn að horfa á fyrstu þrjár seríurnar á ca. tveimur mánuðum og að þurfa að bíða svona eftir 4...hryllingur...

Þá er Breiðablik og Þróttur að fara spila í kvöld og byrjar leikurinn kl. 20:00 á Kópavogsvelli. Ég get tekið þrjá með mér ef það er áhugi fyrir því! Látið mig vita.

Örvar TLC, Breiðablik og Liverpool eru mín lið...

26.7.04

Móskarðshnjúkar

Ég og Anna tókum okkur til og fórum í gönguferð á laugardaginn.  Þetta var gert útaf því að við ætluðum upphaflega í útilegu en spáin var svo slæm að við ákváðum að vera bara hjemma.

Móskarðshnjúkar eru í austast í Esjunni rétt við Skálafell. Þeir eru í kringum 900 m. Við keyrðum að skátaskálanum Þristi og löbbuðum þaðan. Man ekki alveg hvað þetta tók langan tíma en vorum ca. 3-4 tíma upp og niður. Mjög gott veður og góð ferð í alla staði! Mæli með að fólk kíki þarna upp í einhverju góðviðrinu í sumar.

Hérna eru svo myndir af ferðinni.

Þá var ég að setja fullt af myndum inná fotki síðuna mína og setja linka hérna til hliðar.

23.7.04

Kajak

Ég fór á Kajak með Jón Hauki brósa í gær í Ölfusá. Við byrjuðum á að læra að velta sér og gekk það bara ótrúlega vel, þótt ég segi sjálfur frá. Eftir það var svo farið að æfa sig í flúðunum. Þetta var svona hálfgerð æfingaferð þar sem maður er alltaf á mjög litlu svæði að æfa sig. Tókum samt tvær ferðir niður allar flúðirnar og var það mjög gaman. Ég hvoldi þrisvar í heildina en náði í tvö skipti að snúa mér sjálfur við. Einhvern vegin var þetta samt miklu erfiðara en það lítur út fyrir að vera!

Ég tók myndavélina og ætla setja nokkrar myndir inn eftir helgi. Þarf að fara taka mig á í þessum business.

Annars var ég að vinna nýja diskinn með The Hives en hann heitir Tyrannosaurus Hives!

22.7.04

Extraordinay

Horfði á The League of Extraordinary langtnafnmaður Gentlemen á þriðjudaginn. Var búinn að blogga um þetta í gær en helvítis síðan bilaði eitthvað. Fokketí fokk.
Myndin lýsir æfi gamlas manns sem fær heimsókn frá gamalli frænku....nei smá grín. Þessi mynd var svona alveg eins og ég bjóst við. Frekar asnaleg eitthvað og óáhugaverð en til að kunna meta alvöru bíómyndir þarf maður að horfa á sorann líka! Sean Connery var eiginlega of gamall í þetta hlutverk enda er maðurinn orðinn 74! Spurning hvort að hann hafi ekki bara verið tölvuteiknaður ;)
The League of Extraodinary Gentlemen fær *1/2 Örlish!

Það var svo komið af hinu 1/2 árlega niðurfalls þrifi í gær en þá er niðurfallið í sturtuklefanum tekið og hreinsað. Ef þetta er ekki eitt það ógeðslegasta sem ég geri þá veit ég ekki hvað. Þarna fyrst sér maður hvað kemur mikil drulla af manni. Hár+drulla= jamm, ég mæli eindregið með að þið prófið þetta einhverntíman þegar þið eruð byrjuð að vera í fótabaði í sturtuklefanum.


20.7.04

Undirbúningur...

Undirbúningur Kóps 2004 hófst formlega í gærkvöldi þegar ég, Uncle G, Kid Rock og GI Joe komu í heimsókn og var farið yfir hvað þyrfti að gera til þess að hátíðin í ár yrði besta hátíðin til þessa.
Þá var farið í vettvangsferð út á Kópavogshöfn og upp í Skógræktarsvæði Kópavogs Guðmundar Lund. Okkur leyst nokkuð vel á þetta allt saman þó svo að það sé búið að loka höfninni fyrir umferð þannig að það þarf að færa Dorg keppnina yfir á minni höfn hinu megin í Kópavogshöfn.
Ákveðnar voru nefndir og er ég í föstudagsnefndinni með Kid Rock!
En þá er eitt helsta vandamálið sem er að gítarleikarinn Maggi er ekki með í ár þannig að það verða vandræði að redda gítarleikara í brekkusönginn. Sjálfboðaliðar óskast!

Annars er ég að verða snar á því að bíða eftir einhverjum fréttum af Liverpool! Einhvervegin hélt ég að það yrði allt CRAZY í sumar á leikmannamarkaðinum sérstaklega eftir að franska skólastelpan var rekin en ekkert gerst! Á ekkert að fara henda öllum aulunum og koma með einhverja snillinga í staðinn! Maður er í alvarlegum skorti á fótboltafréttum!
 
Þá verður maður bara að fara hlusta á Leoncie til að koma sér í stuð! Spurning um að hafa Ást á Pöbbnum Kópur 2004 lagið!


19.7.04

CSI Iceland

Nei ekki alveg næsti sjónvarpsþátturinn en ég var nú bara spá afhverju það tekur ca. 2 vikur að vinna úr einu DNA sýni! Nú er ennþá verið að bíða eftir DNA niðurstöðum í málinu um hvarfið á konunni en í CSI kemur þetta bara á nokkrum mínútum.
Þannig að ég er að velta því fyrir mér hvort að CSI séu bara að "feika" þetta eða eru þeir með svona góð tæki eða eru Norðmennirnir með svona léleg tæki eða eru við bara sett aftast í búnkann eftir hjólreiðastuldursmálum! Hvað haldi þið?

Annars var ég bara nokkuð ánægður að Skjár 1 sé kominn með enska boltann, held að það sé alveg metnaður á stöðinni fyrir því að gera þetta vel og koma þessu vel til skila. Þó svo að Markús Örn sé brjálaður yfir því að einhverjir leikir séu á ensku þá verður það bara gaman að heyra inná milli alvöru lýsingu á leik! Veit ekki hvort að íslensku kennarinn hún móðir mín verði ánægð með mig núna!

Þá voru Íbbó og Audda með afmæli/kveðjupartý á laugardaginn og var það bara helvíti vel heppnað. Við stákarnir gáfum Íbbó nýjan síma og auðvitað átti undirritaður hugmyndina af því. Þá er samt alltaf ákveðinn munur í sal-partýi og heima-partýi og finnst mér nú yfirleitt skemmtilegra í heima-partýunum! En þar sem ég var nú að fara vinna á sunnudag þá var nú ekki farið niður í bæ í þetta skiptið enda sá ég ekki eftir því þegar ég heyrði að liðið hafi farið á ógeðisstaðinn Pravda!

16.7.04

Allir að flytja...

Það virðist vera að allir séu að flytja um þessar mundir! Gummi Árna var að flytja til Helvítis (Vesturbærinn), Ívar er að flytja til Rassgats (Norðfjarðar) og Jón Hannes flytur innan Kópavogs (Maður með viti). Þá er maður að lesa að listamaðurinn Uncle G eða G. Sverrisson sé að hugsa sér til brotfarar úr V15. Allt að gerast í Kópavogsklaninu!

Var veikur heima í gær og var eitthvað að sniglast á textavarpinu og þá heyrði maður að John Haynez vera lesa tvö fréttirnar, magnað hvað kallinn er orðinn vanur! Nú getur Logi farið að passa sín!

Annars verður maður rólegur í kvöld að jafna sig af þessari flensu, spurning um að taka gott 24 kvöld en nú er aðeins 12 þættir eftir í 24 maraþoninu okkar Önnu!

Síðan er Íbbó og Audi með Afmælis/kveðjupartý á morgun og þar verður sko fjör!


Kveðja Örlish!

14.7.04

Stórleikur í kvöld...

Jebb TLC og Hvíti Riddarinn eigast við í kvöld á gervigrasinu í Laugardal kl. 19:30. Hvet alla áhugasama að mæta. Þess má geta að Hvíti Riddarinn er núverandi Utandeildarmeistari þannig að um sannkallaðann stórleik er að ræða!

Var að hjálpa Gumma Árna að flytja í gær. Þannig að nú er hann og Hildur flutt úr Kópavoginum og í vesturbæinn, þannig að nú er Gummi búinn að segja sig úr Kópavogs Klaninu en vonandi sjá þau ljósið fljótt og flytja aftur í fagra dalinn!

12.7.04

Breiðablik

Já Breiðablik, stolt Kópavogs, er nú komið í 3 sæti 1. deildar. Þar sem er nú ansi stutt í toppsætið ætla ég að gera allt í mínu valdi til að rífa liðið upp úr þessu öldudal og gera það aftur að stórveldi! Að þessu tilefni ætla ég að taka með mér 1-3 heppna einstaklinga með mér á hvern heimaleik! Eina sem viðkomandi þarf að gera er að senda mér tölvupóst, sms, fax eða bara koma í heimsókn og þá kemst viðkomandi með mér á völlinn. Þeir fyrstu sem koma fá að koma með mér :)

Þannig er nefnilega komið að ég komast yfir tvo Ársmiða á völlinn sem gildir fyrir tvo, sem sagt ég + þrír aðrir! Þetta er allt einum manni að þakka en ég veit ekki alveg hvort maður eigi að vera spred þe vörd þannig að ég læt það bara ógert!

En allavegana áfram Breiðablik og næsti leikur er á föstudaginn kl. 20:00 á Kópavogsvelli!

Svo hlýtur HK að fara skíta á sig!

Spiderman, spiderman

Fór að sjá Spiderman 2 í gær. En eins og nafnið á myndinni gefur til kynna er þetta framhaldið af Spiderman. Var bara nokkuð ánægður með þessa mynd. Þetta er nú alltaf Hollywood stórmynd og maður má ekki fara með öðru hugarfari en þú sért að fara sjá eitthvað show! En ég skil ekki alveg þessa dóma sem myndin er að fá, fékk 5 stjörnur í mogganum og svona. En allavegana var nóg af spennu nokkuð fyndin á köflum en kannski aðeins of mikið að Hollywood Romance!

J.K. Simmons var snilld sem forstjóri blaðsins og átti svona flest fyndnu atriðin þó þau hafi nú verið einhver fyrir utan hann. Þá er hann Tobey Maguire fínn í þessu hlutverki þó svo að hann líti út eins og 13 ára skólastelpa! James France [Harry Osborn] var svalur og Kirsten Dunst [MJ] var sæt.

Þannig að Spiderman 2 fær *** Örlish!

9.7.04

Kominn heim!

Þá er maður kominn heim frá Mallorca eftir mjög skemmtileg frí en auðvitað er alltaf gott að koma heim! Er að spá í að búa til ferðasögu og henda henni inn við tækifæri en það verður þó ekki núna. Þá þarf ég að fara uppfæra myndasíðuna mína einnig!

Vildi bara óska Gumma Árna & Hildi til hamingju með litla strákinn sinn. Ég og Anna kíktum í heimsókn til Hildar í gær en Gummi var of busy að klára íbúðina þeirra :) Eftir miklar vangaveltur held ég að hann sé líkari Hildi, kemur betur í ljós seinna! En hér er linkur inná barnaland síðuna þeirra. Þið verðið að senda Gumma póst ef þið viljið fá passwordið!

Þá ætla ég að reyna hjálpa stráksa aðeins eftir vinnu að parkett leggja og eitthvað annað dútl.

Þá er svo frændi hennar Önnu að fara gifta sig á laugardaginn þannig að ferðinni er heitið þangað það kvöld!

En Breiðablik Haukar eru í kvöld og ef maður verður búinn hjá Gumma þá kíkir maður á völlinn að stiðja sína menn!

Áfram Breiðablik!