31.7.04

Dorgmeistari Kóps 2004

Það var þrefaldur sigur í Hlíðarhjalla 23 í gærkvöldi. Menn voru mættir til leiks á Kópavogshöfn kl. 20:00 og hófst þá keppni. Þátttakendur voru: Örvar, Anna, Gúndi Stuð, Kiddi Skáti, GI Joe, Gísli og Atli. Það var allt morandi í áhorfendum og má þar nefna Gumma Árna, Hildur, Gummason, Katrín og fleiri.

Örvar byrjaði keppnina vel og landaði sínu fyrsta fiska snemma móts. Kiddi náði skömmu seinna að jafna Örvar og var þá ljóst að þessir tveir gríðarsterku leikmenn myndu berjast til sigurs. Örvar tók svo foristu en Kiddi kom skammt á eftir með annan fiskinn sinn. Það var svo Kiddi sem tók forustu með að landa sínum þriðja fiski. Örvar kom svo sterkur inn og drö einn svaðalegan upp og er þetta án efa stærsti fiskur sem hefur komið upp úr höfninni. Þannig að Kiddi og Örvar voru jafnir eftir harða keppni en Örvar vann á stærri fisk.

Gummi Sverris landaði tveimur, Anna einum en fleiri fiskar komu ekki, þá náði Gísli að landa nokkuð stórum þara! Keppt var til kl. 21:15 en var það vegna dræmrar þátttöku og einnig vegna veðurs.

Þannig að Örvar vann í hópi fatlaðra (Örvar keppti ristarbrotinn) og einnig í almenna hópnum. Þá vann Anna í hópi kvenna.

Eins og ég segi stórsigur í H23 og var svo verðlauna afhending í V15 um kvöldið. Þar tók Örvar við glæstum bikar. Mættir þar voru: Örvar winner of "the dorg" 2004 og Anna, Gúndi, Kiddi og Atli.

Ég þakka fyrir gott mót!

Engin ummæli: