30.7.04

Klaufabárður

Þá er maður búinn að fótbrjóta sig í fyrsta skipti! Það hlaut nú að koma að því enda er maður sannkallaður klaufabárður! Fór á slysó í gær og lét taka mynd og svona en það sést á þessari fínu mynd hvar ég er brotinn. Þó svo að þetta sé ekki löppin mín. Ég var samt ekki settur í gifs sem er mjög gott því þá kemst maður í sturtu og annað án þess að vera eins og hálfviti!

Þá er Verslunarmannahelgin komin og ekki get ég öfundað fólk sem er að fara til eyja. Þá er nú bara mun skárra að vera fót/ristarbrotinn heima í Kópavogi. Það verður Dorg í kvöld á Kópavogshöfn þó svo að manni lítist nú ekkert á veðrið úti! En ætli maður verði ekki að láta sig hafa það! Þó ætlaði ég með stráka í göngu á morgun en það verður víst ekkert úr henni og svo missi ég af Paintball á sunnudag :( Helvítis djöfull!

Örvar hoppandi um á annari!


Engin ummæli: