12.7.04

Spiderman, spiderman

Fór að sjá Spiderman 2 í gær. En eins og nafnið á myndinni gefur til kynna er þetta framhaldið af Spiderman. Var bara nokkuð ánægður með þessa mynd. Þetta er nú alltaf Hollywood stórmynd og maður má ekki fara með öðru hugarfari en þú sért að fara sjá eitthvað show! En ég skil ekki alveg þessa dóma sem myndin er að fá, fékk 5 stjörnur í mogganum og svona. En allavegana var nóg af spennu nokkuð fyndin á köflum en kannski aðeins of mikið að Hollywood Romance!

J.K. Simmons var snilld sem forstjóri blaðsins og átti svona flest fyndnu atriðin þó þau hafi nú verið einhver fyrir utan hann. Þá er hann Tobey Maguire fínn í þessu hlutverki þó svo að hann líti út eins og 13 ára skólastelpa! James France [Harry Osborn] var svalur og Kirsten Dunst [MJ] var sæt.

Þannig að Spiderman 2 fær *** Örlish!

Engin ummæli: