
Myndin lýsir æfi gamlas manns sem fær heimsókn frá gamalli frænku....nei smá grín. Þessi mynd var svona alveg eins og ég bjóst við. Frekar asnaleg eitthvað og óáhugaverð en til að kunna meta alvöru bíómyndir þarf maður að horfa á sorann líka! Sean Connery var eiginlega of gamall í þetta hlutverk enda er maðurinn orðinn 74! Spurning hvort að hann hafi ekki bara verið tölvuteiknaður ;)
The League of Extraodinary Gentlemen fær *1/2 Örlish!
Það var svo komið af hinu 1/2 árlega niðurfalls þrifi í gær en þá er niðurfallið í sturtuklefanum tekið og hreinsað. Ef þetta er ekki eitt það ógeðslegasta sem ég geri þá veit ég ekki hvað. Þarna fyrst sér maður hvað kemur mikil drulla af manni. Hár+drulla= jamm, ég mæli eindregið með að þið prófið þetta einhverntíman þegar þið eruð byrjuð að vera í fótabaði í sturtuklefanum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli