29.7.04

Ekki mikið labb

Fór á æfingu í gær með stórliðinu TLC og náði svona helvíti vel að snúa upp á löppina á mér! Koma heim í gær eftir að hafa keyrt heim í kvölum mínum og reyndi að kæla og svona eins og þegar maður meiðir sig. Ætlaði nú samt að vona að þetta yrði nú skárra þegar ég vakanði en ekki aldeilis því nú get ég varla sett löppina niður! Spuning hvort maður fari uppá slysó á eftir!

Annars horfði Anna á myndina Mona Lisa Smile í gær og vil ég biðja hana um að koma með smá kvikmyndadóm í comment kerfið hérna :) Ég sá seinustu 5 mínúturnar og ég verð að segja að hún virkaði mjög spennandi!

Jæja, vorkennið mér!

Engin ummæli: