Nei ekki alveg næsti sjónvarpsþátturinn en ég var nú bara spá afhverju það tekur ca. 2 vikur að vinna úr einu DNA sýni! Nú er ennþá verið að bíða eftir DNA niðurstöðum í málinu um hvarfið á konunni en í CSI kemur þetta bara á nokkrum mínútum.
Þannig að ég er að velta því fyrir mér hvort að CSI séu bara að "feika" þetta eða eru þeir með svona góð tæki eða eru Norðmennirnir með svona léleg tæki eða eru við bara sett aftast í búnkann eftir hjólreiðastuldursmálum! Hvað haldi þið?
Annars var ég bara nokkuð ánægður að Skjár 1 sé kominn með enska boltann, held að það sé alveg metnaður á stöðinni fyrir því að gera þetta vel og koma þessu vel til skila. Þó svo að Markús Örn sé brjálaður yfir því að einhverjir leikir séu á ensku þá verður það bara gaman að heyra inná milli alvöru lýsingu á leik! Veit ekki hvort að íslensku kennarinn hún móðir mín verði ánægð með mig núna!
Þá voru Íbbó og Audda með afmæli/kveðjupartý á laugardaginn og var það bara helvíti vel heppnað. Við stákarnir gáfum Íbbó nýjan síma og auðvitað átti undirritaður hugmyndina af því. Þá er samt alltaf ákveðinn munur í sal-partýi og heima-partýi og finnst mér nú yfirleitt skemmtilegra í heima-partýunum! En þar sem ég var nú að fara vinna á sunnudag þá var nú ekki farið niður í bæ í þetta skiptið enda sá ég ekki eftir því þegar ég heyrði að liðið hafi farið á ógeðisstaðinn Pravda!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli